Bæjarins besta - 07.02.2013, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013
Sælkerar vikunnar eru Fanney Pálsdóttir og Ingvar Jakobsson á Ísafirði
Fiskisúpa fjölskyldunnar
Oft er mannmargt hjá okkur
í fjölskylduboðum og fiski-
súpan góða hefur oftar en ekki
verið á boðstólnum með ljúf-
fengu paprikubrauði. Það góða
við uppskriftina er að hægt er
að skella í súpugrunninn kvöld-
inu áður og þá þarf einungis að
bæta við sjávarfanginu rétt áður
en súpan er borin fram. Einnig
er hægt að hnoða upp í brauðin
kvöldinu áður og skella í ofninn
hálftíma fyrir veisluna. Bragð-
góð veisla á stuttum tíma.
Fiskisúpa fjölskyldunnar
Tvær dósir Hunt´s original
garlic
6 bollar vatn
Bolli saxaður laukur
Bolli gulrætur
Bolli sellerí
Bolli paprika
½ lítri rjómi
Kjúklingateningur
2 msk púðusykur (má sleppa)
1200 gr ýsa
500 gr rækjur
500 gr hörpudiskur
Steikið skorið grænmetið.
Tekinn fram góður pottur, vatnið,
Hunt´s sósan, rjómi og kjúkl-
ingateningurinn sett í pottinn og
grænmetið sett saman við, soðið
í 15-20 mín. Ýsunni bætt í súpuna
og soðið í fimm mínútur í viðbót.
Hörpudiskurinn klofinn í tvennt
og skellt smá stund á sjóðheita
pönnu með rækjunum, kryddað
með sítrónupipar og sett í súpuna
rétt áður en hún er borin fram.
Þetta er þannig súpa að hún
verður bragðbetri við hverja upp-
hitun.
Paprikubrauð með
sólþurrkuðum tómötum
30 gr pressuger eða 2 tsk
þurrger
2 ½ dl volgt vatn
1 laukur
75 gr. sólþurrkaðir tómatar
1 lítil rauð paprika
1 ½ tsk salt
1 tsk sykur
550 gr. hveiti
2 tsk ólífuolía
Leysið gerið upp í 2,5 dl. volgu
vatninu. Saxið laukinn, klippið
sólþurrkuðu tómatana í smábita
og sjóðið saman í vatni í 2-3 mín.
Hellið vatninu af og saxið paprik-
una. Hrærið laukblöndu, papriku,
salt og sykur saman við uppleyst
gerið. Hrærið hveit út í smám
saman og hnoðið vel. Skál smurð
með ólífuolíu og deiginu velt upp
úr, plastfilma sett yfir og látið
hefast í klukkustund. Deigið
hnoðað upp aftur og mótuð tvö
kringlótt brauð, látið hefast aftur
í 30 mín. Klippið aðeins ofan
í deigið og bakið í 200°heitum
ofni í 25-30 mín.
Gott að tvöfalda uppskrift-
ina fyrir stærri veislur
Við skorum á Dagný Finn-
björnsdóttur húsmóður í Hnífs-
dal að vera matgæðingur í
næstu viku.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Háls-, nef- og eyrna-
læknir á Ísafirði
Ólafur Guðmundsson, háls-, nef- og eyrna-
læknir verður með móttöku á Ísafirði dagana
13.-15. febrúar.
Tímapantanir í síma 450 4500 milli kl. 08:00
og 16:00 alla virka daga.
Nafn:
Steinunn Matthíasdóttir
Uppruni:
Fæddist á Gamla sjúkra-
húsinu á Ísafirði, dóttir Bol-
víkings og Ísfirðings. Bjó
fyrstu sex árin á Ísafirði og
síðar eitt ár í Súðavík. Í dag
er ég búsett í Búðardal. Á
hverju ári eru Vestfirðirnir
heimsóttir og síðustu árin
hefur hringurinn oftar en
ekki verið kláraður. Í minni
orðabók þýðir heimsókn á
Vestfirði a.m.k. stopp á Ísa-
firði og Bolungarvík. Þar á
ég sterkar rætur - og
auðvitað hafa ömmur og
afar sterkt aðdráttarafl.
Flickr-síða
flickr.com/photos/steinamatt
Af hverju ljósmyndun?
Ljósmyndun getur verið
gott heimildaverkfæri og
einnig gefið góða útrás fyrir
listræna sköpun. Hún býður
upp á óendanlega mögu-
leika og ég held að það sé
varla hægt að teljast full-
numa í greininni, það er enda-
laust hægt að læra eitthvað
nýtt.
Fyrsta græjan?
Var Nikon D40 með 18-55
mm linsu.
Skemmtilegasta Kódak
mómentið?
Þau eru nokkur. Mér dettur
t.d. í hug mynd af eyðibýlinu
Lækjarskógi í Dölum. Mynd-
ina tók ég þegar ég var að
keppa í liðakeppni á ljos-
myndakeppni.is. Ég var að
sækja börnin mín út í sveit
og hitti þá á svo skemmtilegt
sólsetur. Ég greip tækifærið
og renndi niður að Lækjar-
skógi og tók nokkrar myndir.
Löngu seinna endurvann ég
efni úr þessari töku og nýtti
mér myndvinnslu til að ýkja
það sem náttúran hafði
annars upp á að bjóða þetta
kvöld.
Hvað er í dótakassanum?
Nikon D7000, Nikkor 17-55
mm 2.8, Tokina 12-24mm,
Nikkor 35mm 2.0, Nikkor
50mm 1.8, Sigma 70mm
macro, ljós og reflector.
Á hvern skorar þú?
Mér finnst nærtækast að
horfa til móður minnar, Bjark-
ar Gunnarsdóttur, en við höf-
um átt margar góðar ljós-
myndastundir saman.
Lækjarskógur í Dölum. Dæmi um Kodak moment á himni og Photoshop framköllun.
Holtsbryggja í Önundafirði: Þessi mynd er tekin á 30 sek. með 10 stoppa filter.