Bæjarins besta - 07.02.2013, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2013
Dreymir um að vera
með flugvél á Ísafirði
Skrifstofurými
til leigu í hjarta bæjarins
Hafnarstræti 1-3, 3.
hæð í Stjórnsýsluhúsi.
Fastanúmer: 211-9617,
114,7m² Upphaf leigu-
tíma: Laust nú þegar.
Nánari upplýsingar
gefur Fasteignasala
Vestfjarða í síma 456 3244.
Verslunarrými
til leigu í hjarta bæjarins
Austurvegur 2, Ísafirði
- miðhluti verslunarhús-
næðis á 1. hæð. Fasta-
númer: 211-9164. 90
m². Upphaf leigutíma:
Laust nú þegar.
Nánari upplýsingar
gefur Fasteignasala Vestfjarða í síma 456 3244.
Ívar Atli Sigurjónsson er tví-
tugur Ísfirðingur í flugnámi.
Hann stefnir á atvinnuflug-
nám í haust. Nú er hann
starfsmaður farþegaþjónustu
á Ísafjarðarflugvelli.
Af hverju flug?
Það liggja fjöldamargar
ástæður fyrir þessu áhuga-
máli, það er í fyrsta lagi mjög
skemmtilegt að fljúga, hvort
sem það er á góðum sumar-
degi eða köldum og vetrar-
degi.
Það að sjá landið að ofan
er eitthvað svo miklu meira
spennandi. Maður nær að
sjá miklu stærri hluta landsins
á styttri tíma heldur en ef
maður væri t.d. að ferðast
um á bíl og komist nær mörg-
um stöðum.
Flugið er líka eitthvað sem
að ég hef alltaf stefnt að og
dreymt um, allt frá því að ég
var sirka 6 ára gamall en lík-
lega byrjaði áhuginn þegar
að ég var alltaf að leika mér
með flugvélamódel sem að
ég var að safna mér.
Það skemmdi líka ekki fyrir
að búa í Kjarrholtinu inni í
Holtahverfi en þar sá maður
oft Fokker flugvél Flugfélags-
ins taka aðflugsbeygjuna
frægu í átt að flugbrautinni,
maður var alltaf að pæla í
því hvernig svona stórt tæki
gætu flogið.
Hvert stefnirðu?
Stefnan hjá mér er sett á
atvinnuflugið núna, og er ég
að fara í bóklega námið
núna í haust, síðan er draum-
urinn að komast í gott starf,
ferðast á skemmtilega og
framandi staði og lenda í
skemmtilegum hlutum.
Hefurðu fengið flughrædd-
an einstakling með þér upp
í vél?
Já, ég hef tvisvar sinnum
farið með lofthrædda ein-
staklinga með mér í flugvél
síðan ég lauk einkaflug-
mannsprófinu nú í sumar,
það gekk bara mjög vel, en
ég var ekki var við hræðsluna
í þeim farþegum. Maður
reynir auðvitað að gera flug-
ið sem þægilegast fyrir far-
þegana sem eru um borð
og forðast að fljúga í ókyrrum
veðrum og aðstæðum með
þá.
Eru foreldrar þínir rólegir
vitandi af þér í loftinu?
Já það held ég, ég hef að
minnsta kosti ekki orðið var
við annað og er pabbi búinn
að fara með mér í loftið, en
ég hef bara fundið fyrir já-
kvæðum viðbrögðum frá
þeim varðandi flugnámið
nema kannski þegar kemur
að fjárhagslegu málunum.
Flugnám er eins og margir
kannski vita mjög dýrt og
getur það verið óttalegt hark
að næla sér í atvinnu sem
flugmaður og þar með geng-
ur dæmið ekki upp saman-
borið við venjulegt nám, en
þau eru oft að reyna að tala
fyrir mér vitinu og segja mér
að fara bara í háskólann. En
þau hafa alltaf stutt mig í
náminu og held ég að ég
gæti ekki verið í þessu nema
með góðum stuðningi frá
þeim.
Er jafn erfitt að lenda á
Ísafjarðarflugvelli og maður
hefur heyrt?
Að lenda á Ísafjarðarflug-
velli á lítilli rellu er voðalega
svipað hefðbundnu aðflugi
og t.d. í Reykjavík þó þarf að
bera sérstaka virðingu fyrir
veðrinu hérna.
Mín reynsla af því að lenda
á Ísafjarðarflugvelli er því
miður ekki mikil enn sem
komið er, en ég hef fram-
kvæmt fjórar lendingar og
flugtök á Ísafjarðarflugvelli.
Mér fannst það ekki mjög
frábrugðið öðru aðflugi sem
ég hafði framkvæmt en þó
Feðgar á flugi. Sigurjón Kr. Sigurjónsson fór í flug með syni sínum Ívari Atla.