Listin að lifa - 01.09.2000, Page 10
SKOÐUN STJÓRNMÁLAMANNS:
Umræðan um fátækt
aldraðra
Mikið er rætt um fátækt hér á landi
og af umræðunni mætti ráða að hér
byggju þúsundir einstaklinga við
mikla og sára fátækt. Sérstaklega
eru kjör aldraðra sögð vera með
endemum slæm. Kannanir eru birtar
sem eiga að sanna þetta.
Það einkennir þessa umræðu að hún er
klisjukennd og byggir á upphrópun-
um. Sérstaklega verður að nefna
könnun Rauða krossins á fátækt, sem
er vægast sagt mjög vafasöm vegna
þess hvernig hún er uppbyggð. Sú
könnun mundi mæla mikla fátækt
hvernig sem tækist að bæta stöðu
þeirra, sem lökust hafa kjörin. Um-
ræða, sem fer fram með slíkum for-
merkjum, bætir ekki stöðu þeirra
þeirra lakast settu. Hún getur jafnvel
skaðað.
Orðið „fátækur“ hefur verið skil-
greint upp á nýtt. Nú er sá fátækur,
sem ekki hefur helming af meðaltekj-
um til framfærslu. Þessi skilgreining
þýðir t.d. að ef allir væru með 10 þús-
und krónur í laun eða bætur á mánuði
væri enginn fátækur. Ef okkur hins
vegar tækist að tvöfalda öll laun og
bætur væru nákvæmlega jafnmargir
fátækir og þeir sömu og áður. Að
óbreyttu verðlagi. Tekjulaus landeig-
andi, sem á miklar lendur í þéttbýli og
selur öðru hverju lóð, er líka fátækur
samkvæmt þessari skilgreiningu. Mér
finnst þessi skilgreining út í hött. Það
er móðgun við íslenska fátæklinga
fyrr á öldum og fátæklinga um allan
heim, sem deyja úr hungri árið 2000,
að nota sama orð yfir stöðu þeirra og
þess sem á í vandræðum með að láta
enda ná saman af því að bensínið á
bílinn er orðið svo dýrt.
Bent hefur verið á með réttu að kjör
aldraðra hafa ekki tekið þátt í þeirri
miklu launahækkun, sem launafólk
hefur notið undanfarið. Það stóð aldrei
til. Helmingur tekna lífeyrisþega kem-
ur frá lífeyrissjóðunum. Þegar lífeyris-
sjóðunum var bjargað frá gjaldþroti
upp úr 1980 og útlán þeirra voru verð-
tryggð miðað við verðlag (sem kost-
aði miklar fórnir skuldara) var jafn-
framt unnt að verðtryggja lífeyri frá
þeim miðað við sama grunn þ.e. verð-
lag. Það var markmiðið. Aður voru
lífeyrissjóðirnir ýmist gjaldþrota eða
greiddu óverðtryggðan smánarlífeyri.
Það stóð aldrei til að verðtryggja líf-
eyri frá lífeyrissjóðunum, sem flestir
starfa undir stjórn verkalýðsfélaga og
atvinnurekenda, miðað við laun enda
hefðu eignir sjóðanna, t.d. húsbréf,
þurft að hækka eins og laun. Er hætt
við að lítið hefði farið fyrir launa-
hækkunum síðustu ára ef skuldir
heimilanna hefðu hækkað eins og
launin. Svo má ekki gleyma því að
aldraðir héldu kaupmætti sínum að
mestu þegar skerða þurfti kaupmátt
launa upp úr 1990.
I umræðunni er jafnan talað um
einhvern, sem fær bara bætur frá Al-
mannatryggingum. Hver fær „bara“
bætur frá Almannatryggingum? Það
er sá sem aldrei hefur verið á vinnu-
markaði því annars hefði hann greitt
til lífeyrissjóðs og fengi lífeyri þaðan
Það hefur verið lagaskylda í 26 ár að
launþegar greiði til lífeyrissjóðs. Fólk
sem fer núna á ellilífeyri eftir langa
starfsævi ætti að eiga minnst um 20 til
30 ára réttindi hjá lífeyrissjóði og fá
þaðan lífeyri sem svarar til 35% til
60% af launum og að auki lífeyri
(skertan) frá Tryggingastofnun. Það er
allt önnur staða heldur en umræðan
gefur til kynna. Svo hafa húsaleigu-
bætur verið teknar upp á síðustu árum
og voru ekki til áður. Það gleymist
líka í umræðunni. Þeir sem aldrei fara
á vinnumarkað, æfilangt fatlaðir, fá
bæði húsnæði og framfærslu hjá sveit-
arfélagi sínu.
Fjárhagsleg kjör aldraðra eru yfir-
leitt góð. Þó eru hópar á meðal aldr-
aðra, sem búa við slæm kjör. Þeir sem
hafa orðið gjaldþrota í atvinnurekstri
eða hafa skrifað upp á skuldabréf og
verða að borga af skuldum án þess að
eiga eignir á móti eru oft í vonlausri
stöðu. Þetta fólk getur oft ekki lýst sig
gjaldþrota því að ættingjar og vinir
sitja í súpunni. Margir aldraðir eiga
erfitt með að standa undir eignaskött-
um og öðrum gjöldum af stórum fast-
eignum sínum og óttast það rask, sem
fylgir sölu auk þess sem tilfinningar
eru bundnar eignunum. Og svo er það
óreglan sem eyðileggur fjárhagslega
afkomu sumra aldraðra eins og ann-
arra. Þessi atriði hafa ekkert með
tryggingamál aldraðra að gera.
En þó að margt hafí áunnist er líka
mikið óunnið við að búa öldruðum
gott æfikvöld, t.d. varðandi lyfja- og
hjálpartækjakostnað. En forsenda þess
er sterkt og heilbrigt atvinnulíf sem
getur greitt góð laun sem standa undir
velferðarkerfinu með sköttum.
En það er alvarlegri vandi, sem
þjakar aldraða miklu meira en fjár-
hagsleg afkoma. Það er einsemdin og
félagsleg einangrun, sérstaklega frá
fjölskyldu sinni. Starfsfólk elliheimila
segir mér af gömlu fólki sem sjaldan
og jafnvel aldrei fær heimsókn sinna
nánustu. Slík staða verður ekki löguð
með peningum og það má jafnvel
spyrja sig hvort sú fína þjónusta, sem
veitt er á elliheimilunum eigi hér hlut
að máli. Afkomendurnir hafa ekkert
hlutverk. Þeir þurfa ekki að sinna
pabba og mömmu eins og þau sinntu
þeim þegar þeir voru litlir.
<U‘)<ílurv cf)t<indal
alþingismaður
10