Listin að lifa - 01.09.2000, Page 19
Fréttamolar frá FEB í Reykjavík
Sumarið er yfirleitt frekar daufur tími í félagsstarfinu.
Fastir dagskrárliðir vorannar í Ásgarði héldu sínu striki til
15. júlí, en þá lagðist öll félagsstarfsemi niður, nema
brids sem spilað var einu sinni í viku í sumar, fram til 15.
ágúst. Nú er starfið aftur komið í gang og búið að ákveða
dagskrá á haustönn. Á sumrin er þó einn þáttur sem sker
sig úr, en það eru sumarferðir félagsins. Fleiri hundruð
manns hafa farið í dagsferðir og lengri ferðir í sumar.
Ferðirnar eru alltaf jafnvinsælar og fjöldi þátttakenda
hefur frekar aukist á milli ára.
GÓUGLEÐI var haldin í mars sl. í samvinnu við Ferða-
skrifstofuna Heimsferðir og tókst hún mjög vel. Þann 22.
þessa mánaðar var haldinn Haustfagnaður með Heims-
ferðum, með svipuðu sniði, með glæsilegum ferðavinn-
ingum og skemmtiatriðum. Þegar þetta er sett niður á
blað, er sá fagnaður ekki yfirstaðinn, en hefur vonandi
tekist vel. Honum verða gerð skil í næsta blaði.
ÁRSHÁTÍÐ félagsins hefur verið ákveðin föstudaginn
10. nóv. nk. Þar verður að vanda fjölbreytt dagskrá og
ljúfar veitingar. Hún verður nánar auglýst síðar.
JÓLAVAKÁN með jólahlaðborði hefur verið ákveðin
laugardaginn 9. desember nk. Hún verður nánar auglýst
síðar.
HEILSA OG HAMINGJA á efri árum, fræðslufundir
undir stjórn Páls Gíslasonar fyrrverandi formanns FEB í
Reykjavík verða haldnir í haust. Þrír fræðslufundir eru
þegar ákveðnir, sunnudaginn 15. okt. nk. og laugardag-
ana 21. okt. og 18. nóv. Fundarefni og frekari dagskrá
verður auglýst nánar.
REKSTUR FÉLAGSINS er mjög erfiður, eins og sagt
var frá í síðasta blaði. Hugmyndir voru uppi um að selja
hluta eignarinnar í Glæsibæ til þess að bæta fjárhags-
stöðuna. Nú hefur komið í ljós að það dugar ekki til og
stjóm félagsins hefur samþykkt að selja allt húsnæðið
og finna annað minna og hentugra. í dag eru málin á svo
viðkvæmu stigi að ekki er hægt að segja frá þeim nánar
að svo stöddu. Vonandi verður hægt að gera frekari grein
fyrir stöðunni í næsta blaði.
MÁLSHÖFÐUN: Stjórn FEB hefur ákveðið, ef þörf
krefur, að höfða mál á hendur fjármálaráðherra f.h. ríkis-
stjómarinnar vegna skattlagningar lífeyrissjóðstekna. Nú
þegar er búið að kæra álagningu þriggja einstaklinga til
skattayfirvalda. Ef skattayfirvöld hafna kærunni, verður
höfðað mál. í næstu tölublöðum af „Listin að lifa“ verða
lesendur upplýstir um gang mála.
FRÁ FRÆÐSLU- OG ATVINNUNEFND:
Akveðnar hafa verið tvær heimsóknir á vinnustaði fyrir
jól.
• 4. okt. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu.
• 7. nóv. Alverið í Straumsvík.
Nánar auglýst síðar.
Tökum eftir
gömlum myndum
látum þær ekki glatast...
Þaö er sárt aö glata
myndinni af afa og ömmu,
pabba og mömmu eöa
bara einhverjum sem þér
þykir vænt um.
Svipmyndir
Hverfisgötu 18
(gegnt Þjóðleikhúsinu)
101 Reykjavík
sími 552 2690
SJÓNSTÖÐ
ÍSLANDS
Þjónustu- og
endurhæfingarstöð
sjónskertra
Hamrahlíð 17 • 105
Reykjavík
Sími 568 8765
Opið mánudaga til
föstudaga
frá kl. 9-16
Tilvísun frá augnlækni
er skilyrði fyrir þjónustu
SJÓNARHÓLL
Gleraugnaverslun
18%
Afsláttur til
eldri borgara
m B rö öq^
ffl a tö 5J ii:: imm QN/IRHuLL :&:::= n iiíii! R-Cv:r-
/-/ / /i-1--H \ \ \ \ ■ -
Hafnarfjörður
S. 565-5970
Glæsibær
S. 588-5970
Afsl. miðast við staðgreiðslu
og ekki með öðrum tilboðum
19