Listin að lifa - 01.09.2000, Síða 22

Listin að lifa - 01.09.2000, Síða 22
Kórsöngur - hausaveisla og ýmislegt annað skemmtilegt Söngfélag FEB er nú að hefja fjórt- ánda starfsárið. Alltaf baetast nýir félagar í hópinn, en þó er enn smápláss inn á milli fyrir bassa og tenóra. Á liðnum vetri var kórinn í rólegum takti eftir mikla landvinninga. Starfsárið hófst með því að hlýða á söng Kórs aldraðra frá Akureyri og Gaflarakórsins í Hafnarfirði. Haust- tónleikar Söngfélagsins voru í Saln- um í Kópavogi í októberlok. Ógleymanlegt var að koma þar fram og ekki spillti fyrir að leynigestur kórsins var Guðmundur Jónsson söngvari. Vetrarstarfinu lauk síðan með ferð til Stykkishólms þar sem við sungum og dönsuðum með eldri borgurum bæjarins. Með í för var hið sívinsæla Caprí-tríó. Söngfélagið stefnir að hausttón- leikum öðru sinni í Salnum í Kópa- vogi í byrjun nóvember nk. og von- umst við til að sjá sem flesta félaga og vini þar. Meðal fastra liða í vetr- ardagskrá eru „Súpudagamir“, miklar matar-, söng- og hláturssam- komur. Annar fastur liður er hin fræga „Hausaveisla“ formanns kórsins, Péturs H. Ólafssonar. I febrúar nk. verður þessi valinkunna veisla enn viðameiri, en þá hyggst formaðurinn, ásamt kórfélögum, bjóða til almennrar „Hausaveislu" með balli og ófyrirséðum uppákom- um af léttara taginu, en þetta er lið- ur í fjáröflunarstarfi kórsins. Við sendum öllum eldri borgur- um hlýjar söngkveðjur með ósk um ánægjulegan vetur. ’Kústítv Sceutuv 'jPjetmsdótUv kórstjóri Hvað er MedicAlert ? MedicAlert er alþjóðlegt öryggiskerfi fyrir sjúklinga með bráða eða hættulega sjúkdóma svo sem sykursýki, astma, kransæðaþrengsli eða ígrætt nýra. Medic Alert armbandið og hálsmenið veita ævilangt öryggi gegn mistökum eða töf á réttri meðferð hjá sjúklingum ef þeir verða meðvitundarlausir eða af öðrum ástæðum ófærir um að gera grein fyrir veikindum sínum. Hafið samband við Lions skrifstofuna, Reykjavík í síma 5613122 og fáið sendan unnlvsingabæklinginn um MedicAlert. Fax 561 5122 ■ Netfang: medicalert@lions.is Nesapótek Eiðistorgi 17 • Sími 562 8900 Þjónusta í þína þágu Vi& í Nesapóteki Eiðistorgi kappkostum ab veita hverjum vibskiptavini okkar persónulega þjónustu. Vib sendum lyf heim vibskiptavinum okkar ab kostnabarlausu. Vib skömmtum lyf þeim sem þess óska. Lyfjafræbingar frá okkur eru tilbúnir til ab koma heim til þín og abstoba þig vib ab taka til í lyfjaskápnum þínum og koma lagi á lyfjagjafir. Geymdu lyfsebilinn hjá okkur og hringdu þegar þig vantar lyfin, vib sendum tvisvar á dag. Vib þjónustum allt höfubborgarsvæbib. Vib veitum afslátt af lyfjum sem getur numib allt ab 100% af öbrum vörum veitum vib 10% afslátt. Síminn hjá okkur er 562 8900 22

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.