Listin að lifa - 01.09.2000, Page 26
Úlla og Sæmundur í garðinum við Ystabæ. Myndin er tekin 1982.
Alveg með ólíkindum hvað fuglalífið
jókst eftir friðunina og sjá alla rótar-
angana, sem höfðu blundað í jarðveg-
inum, fara að teygja sig upp í dags-
ljósið."
Þótt dúnninn bíði í sólinni, þá tekur
Ulla ekki annað í mál en ganga með
mér um skógræktina. Hávaxin skógar-
tré stöðva þar vindinn, gróskumikill
gulvíðir, grávíðir, fjalldrapi og berja-
lyng veita smáfuglunum skjól, auk
grasa og blómjurta sem gleðja augað.
„Við erum búin að planta um 80
þúsund plöntum, aðallega sitkagreni,
lerki og birki, og lítillega af furu.
Sitkagrenið kemur best út. Sveppa-
sýking kom í lerkið sem getur mynd-
ast við ákveðin veðurskilyrði og það
hefur aðeins rotnað. Við lögðum í gíf-
urlegan kostnað þegar við byrjuðum á
þessu.“
Hefur gróðurfar í Hrísey verið
athugað eftir friðunina?
„Eitthvað lítilsháttar, en Ingimar
Oskarsson tók saman þær tegundir
sem uxu á eynni 1949 - vissulega
kominn tími á að gera það aftur -
Hrísey er frábærlega afmarkað svæði
til hvers konar rannsókna."
Hvað verður með plöntun og frið-
un þegar þín nýtur ekki lengur við?
Skógarreitum þarf alltaf að sinna.
„Ég er svo lánssöm að eiga þrjú
góð börn sem ásamt mökum sínum
styðja mig og hjálpa að sinna þessu
öllu. Þau halda þessu vonandi áfram,
ásamt barnabörnum sem eru orðin sjö
talsins, en það mun tíminn leiða í
ljós.“
Börn Úllu og Sæmundar eru: Sæ-
mundur kerfis- og tölvunarfræðingur,
Unnur hárgreiðslumeistari og Geir
rafeindatæknifræðingur.
Fuglahópar sveima yfir, lóur,
jaðrakanar, stelkar og spóar - yfir varp-
landinu eru hvítir skýstrókar af kríum.
„Árið 1994 voru 25 þúsund kríupör
í Hrísey - stærsta kríuvarp á íslandi.
Hér er líka talið vera þéttasta rjúpna-
varp í heimi sem er rannsakað á
hverju sumri. Nú er heldur að draga úr
fjölda fugla, en ég hef heyrt að allir
þessir farsímar trufli ratskyn fuglanna.
Fyrst á vorin geng ég eftir fjörunni
og fuglamir fylgja mér eins og þeir séu
að bjóða mig velkomna. Sumar koll-
urnar eru gæfar, aðrar órólegari eftir að
þær eru komnar með egg. Streita getur
komið í fuglana eins og mannfólkið.“
Þú hefur fengið að koma nálægt
frumatvinnuvegunum á Ystabæ,
eins og bóndakona fyrr á öldum.
„Já, maður er búin að kynnast ýmsu
í Hrísey, segir Ulla hlæjandi.
„Fyrstu árin rerum við til fiskjar og
lögðum inn í kaupfélagið - og ég stóð
og flakaði, frysti og saltaði fyrir fjöl-
skylduna. Oft var aflinn mjög mikill
og allt nýttum við. Smælkið herti ég í
harðfisk og hengdi fyrir framan raf-
stöðina, þar var svo góður blástur. Sæ-
mundur kunni á gömlu miðin og var
fengsæll fiskimaður. Hann var áður
mikill áhugamaður um laxveiði og
ekki síður fengsæll þar.
Oft vorum við langt fram á nótt í
blíðalogni og miðnætursól. Börnin
muna vel þennan tíma í náttleysufeg-
urð Eyjafjarðar. Unnur dóttir okkar
sagði eitt sinn við bróður sinn: „Viltu
vekja mig þegar sólin sest.“ Sú stutta
vildi ekki missa af sólarlaginu, en
svefninn sigraði. „Af hverju vaktirðu
mig ekki?“ sagði hún síðar. „Sólin
settist aldrei,“ var svar hans.
Síðar hef ég oft hugsað til þess að
þarna vorum við í mynni Eyjafjarðar,
oftast með börnin - og ekkert okkar í
björgunarvesti. Fyrsti báturinn okkar
var opin trilla með mótorkassa í
miðju. í aftakaveðri í júlí, árið 1966,
var ég ein heima með krakkana og
hélt að þakið ætlaði af húsinu, rokið
var svo mikið. Þá sökk trillan okkar á
legunni og brotnaði í spón. Plastbátur
kom á eftir trillunni, en útgerðinni var
sjálfhætt, þegar við þurftum að leita
lengra og lengra út á miðin til að fá
góðan fisk, og tindabykkja fór að
koma í kolanetin.“
Eftir útgerð og skógrækt kom
æðarvarp og dúntekja.
„Þegar Sæmundur uppgötvaði að
hér væri æðarfugl, fékk hann gífurleg-
an áhuga, lét ýta upp mýrlendi sem
myndaði tjarnir í vorleysingum. Síðan
reyndum við að laða kollurnar að og
fæla vargfuglinn frá, settum upp rell-
ur, ég saumaði flögg og Sæmundur
keypti gerviblika frá Bandaríkjunum.
Af tólf tjörnum hafa fimm skilað góð-
um árangri. Sæmundur lét líka útbúa
rennu fyrir kollurnar neðan úr fjörunni
- einskonar göngubraut svo að þær
ættu auðveldara með að komast í
varpið.
Síðan hefur þetta verið að aukast
frá ári til árs. Nú setjast hér upp tæp-
lega 3000 pör á ári sem gefa af sér um
40 kg af dún. Ég sel mest erlendis og
hef fengið lof fyrir gæðin.“
Þú hefur svo mikil samskipti við
æðarfuglinn. Ertu ekki farin að
þekkja kollurnar?
Úlla brosir og segir erfitt að þekkja
þær í sundur, fuglarnir séu gleggri á
mannfólkið. „í nítján ár gátum við
gengið að einni kollunni sem greini-
lega þekkti okkur.
26