Listin að lifa - 01.09.2000, Blaðsíða 27
Vinna við æðarvarpið byrjar strax á
vorin, þá þarf að vakta varpið og gæta
þess að eggjaræningjar eins og hrafn,
svartbakur og hettumávur ráðist ekki
til atlögu. Um miðjan maí fer fuglinn
að setjast upp og eggin eru þrjár vikur
að klekjast út. Dúninn tökum við, þeg-
ar fyrstu kollurnar eru búnar að leiða
ungana út, sem er yfirleitt um miðjan
júní. Þá safnast fjölskyldan saman til
að tína dúninn úr hreiðrunum.
Best er að ná dúninum þurrum.
Fyrst er gróflega hrist úr honum, síðan
er hann hitaður og krafsaður í vél. Eft-
ir það er hann fjaðratíndur, sem er
mjög seinlegt. Það tekur mig allt sum-
arið ef ég er ein, en oftast koma ein-
hverjir að hjálpa mér. Mamma hjálp-
aði mér í sumar, vildi að ég yrði búin
fyrir afmælið mitt - og það tókst.“
Hin síunga Ulla varð sextíu ára í
sumar. Afmælisveislan var í Hrísey að
venju. Síðasta stórafmælisboð fjöl-
skyldunnar var í Hrísey, þegar Sæ-
mundur varð níræður. „Ég á afmæli
15. ágúst, afmæli Sæmundar var 16.
ágúst - svo að afmælin voru alltaf
sameinuð. Þetta var allt í tröllabönd-
um,“ segir Úlla og hlær.
Oft er talað um tíu til tuttugu ára
aldursmun á hjónum, Hvernig var
að vera gift manni sem var 35 árum
eldri?
„Annað fólk fann meira fyrir ald-
ursmun okkar en við gerðum. Hjóna-
band okkar var einstaklega gott. Sæ-
mundur gaf mér mikla ást og um-
hyggju og ég fann svo mikið öryggi
hjá honum.“
Úlla er hugsi um hríð, segir síðan:
„Auðvitað var þetta erfitt fyrst.
Umhverfið á erfitt með að sætta sig
við allt sem brýtur í bága við hefðirn-
ar. Margir undruðust, hvernig ég, rúm-
lega tvítug, gæti gifst manni yfir
fimmtugt, en þegar ég lít til baka
undrast ég kjark Sæmundar að þora að
taka slíka áhættu.“
Málverk á vegg sýnir fríðan vanga-
svip Sæmundar með fjallið - hinn
dulúðga Kaldbak í baksýn. Svipmikið
amamef Sæmundar sýnist sverja sig í
ætt við landslagið - viðurnefni hans,
Hríseyjarjarlinn, gefur í skyn að mað-
urinn hafi verið sterkur persónuleiki.
Viltu gefa okkur svipmynd af
Sæmundi?
„Karlmannlegur, töfrandi maður,
öruggur með sig og aldrei að tvínóna
Fjölskyldan, Sæmundur yngri, Úlla, Sæmundur, Unnur og Geir.
við hlutina. Eina minnimáttarkennd
hans var að hafa ekki getað menntað
sig, en það bætti hann sér upp með
sjálfsnámi, var alltaf að lesa sér til
fróðleiks. Hann var heilsulaus ungur,
en þeim mun hraustari eldri maður.
Sæmundur var aldrei gamall, en log-
andi eldhugi með áhuga á öllu sem
hann var að gera, mikill stemmnings-
maður og skemmtilega fljótur að grípa
augnablikið.“
Hver eru eftirminnilegustu
augnablikin með Sæmundi, ef þú
vilt deila þeim með okkur?
„Þau eru ótal mörg og tengjast flest
Ystabæ. Ég man sérstaklega eftir einni
veiðiferð um sólstöðuleytið, blanka-
logn og umhverfið eins fagurt og það
getur orðið í Eyjafirði. Veiðin var svo
góð, að við stóðum í þorsk upp fyrir
hné, en gátum ekki hætt - veðrið var
svo skemmtilegt og við ein í litla ára-
bátnum.
Svipmynd Úllu af henni og Sæ-
mundi í litlum árabát, umvafin bleik-
um næturhimni Norðursins, minnir
ekki lítið á skáldsögu Hemingway’s
„Gamli maðurinn og hafið.“ Frá litlum
árabát við nyrstu höf ber minningin
Úllu til Karabíska hafsins, þar sigldu
þau hjón með skemmtiferðaskipi.
„Við dvöldum eina viku á Bar-
bados, en sigldum síðan á milli eyj-
anna. Það var mikill munaður að upp-
lifa. Sæmundur var mikill heimsborg-
ari og veitti höfðinglega - frábærlega
Óðalsbóndinn Sæmundur
Stefánsson.
skemmtilegt að vera með honum.
Þetta var árið 1983, þá var Sæmundur
78 ára ungur maður, en ég 43 ára.
Sæmundur var ótrúlega ern og
hress, nema síðustu þrjú æviárin, hann
deyr á 92. aldursári. Börnin hafa haft
orð á því, að þau hafi aldrei fundið
fyrir því að eiga fullorðinn föður. Sæ-
mundur var svo lifandi og kraftmikill.
í okkar tilviki var aldursmunurinn af
hinu góða.“
Úlla Knudsen er danskt nafn, enda
er Úlla dönsk í föðurætt, fædd og upp-
alin í Kaupmannahöfn til tólf ára ald-
27