Listin að lifa - 01.09.2000, Qupperneq 30
Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri situr fyrir svörum
Reykjavíkurborg hefur breytt fé-
lagslegri ímynd sinni. Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur heitir nú Fé-
lagsþjónustan í Reykjavík. Sjálft
heitið felur í sér þá breytingu að fé-
lagsmálin eru ekki lengur skilgreind
sem stofnun eða stofnanabákn sem
oft er erfitt að nálgast. Nú á hver
starfsmaður að nálgast notendur,
ekki skjólstæðinga, á jafnréttis-
grunni og semja sig eftir ábending-
uní þeirra um bætta þjónustu. Öldr-
unarþjónustudeild er ekki lengur til.
„Aðgreining aldraðra frá öðrum ald-
urshópum var óeðlileg, aldraður ein-
staklingur getur átt meira sameiginlegt
með yngri manneskju en jafnaldra sín-
um. Nú ætlum við að láta á það reyna
að opna allar félagsmiðstöðvar í
Reykjavík fyrir öllum aldurshópum,“
segir Lára Björnsdóttir félagsmála-
stjóri.
Blómstrandi mannlíf - mannvirð-
ing í orði og verki eru kjörorð endur-
mótaðrar Félagsþjónustu í Reykjavík.
Að sögn Láru er Félagsþjónustan
nú í raun tvískipt. 1 fyrsta lagi er búið
að stofna sérstaka skrifstofu barna-
verndarnefndar sem sinnir öllum úr-
skurðarmálum sem heyrðu til stjórn-
valdsþættinum. í öðru lagi er hinn
opni þáttur við notendur þjónustunnar.
„Nú fá notendur meira að segja álit
sitt á þjónustunni, hvernig hún er
framkvæmd,“ segir Lára. „Eðlilega
heyrum við oft og einatt gagnrýni um
þjónustu okkar og viljum taka mark á
henni. Við vitum þó ekki nóg um
hvemig viðhorfin til þjónustunnar eru
almennt og erum því að láta gera
neytendakönnun á ýmsum sviðum,
m.a. bíðum við forvitin eftir niður-
stöðum frá notendum heimaþjónust-
unnar. Við viljum ekki sitja hér á
skrifstofunni og láta fólk úti í bæ
segja hvað Félagsþjónustan sé léleg,
heldur óskum við eftir að fá kvartanir
beint til okkar, erum opin fyrir réttlátri
gagnrýni og fyrir því að bæta okkur
eins og kostur er.“
Hjá FEB í Reykjavík heyrast þær
gagnrýnisraddir að starfsfólkið í
heimaþjónustunni hafi ekki nógu
mikinn tíma.
„Aður var það ávísun á heimaþjón-
ustu að verða 67 ára. Nú er gerður
þjónustusamningur við hvern einstak-
ling svo að margir hafa minnkað við
sig. Það sem við heyrum frá þjónustu-
miðstöðvunum er að gamla fólkið vill
ekki þurfa að borga fyrir það að láta
spjalla við sig. Neytendakönnunin
mun vonandi sýna okkur hvað hægt sé
að gera til að bæta heimaþjónustuna.“
Mörgum Finnst að heimaþjónusta
og heimahjúkrun vinni ekki nógu
vel saman.
„Vissulega hefur það skapað tog-
streitu að ólíkir aðilar borga og bera
ábyrgð á þessu tvennu. Heimaþjónust-
an er á vegum sveitarfélagsins, en
heimahjúkrun á vegum ríkisins. Nú
eru viðræður í gangi um að bæta þetta.
Starfsmenn heimaþjónustunnar hittast
á morgana og ræða saman og þar
þyrfti heimahjúkrunarfólkið líka að
mæta. Mjög mikilvægt er að þessir
tveir aðilar geti samræmt vinnu sína
til hagsbóta fyrir neytendur.“
Þið eruð líka með neytendakönn-
un á aðsenda matnum. Mörgum
finnst hann of fjöldaframleiddur,
Lára með ábendingarkassann
sem neytendur geta sett sitt álit.
þar
myndu frekar kjósa að fá heimilis-
mat á hverjum stað.
„Auðvitað verður reynt að koma til
móts við kvartanir, menn hafa bara
svo ólíkan smekk, sumum finnst mat-
urinn ágætur, en ef allar félagsmið-
stöðvarnar færu að vera með heimilis-
mat yrði kostnaður alltof mikill. Auð-
vitað viljum við hafa sem flesta
ánægða og nú bíðum við bara eftir
niðurstöðum úr neytendakönnuninni“.
Er einhver von til þess að biðlisti
í félagslegar flmðir styttist?
„Við vonum að svo verði, einkum
ef Félagsbústöðum sem reka félags-
legar leiguíbúðir fyrir Reykjavíkur-
borg, tekst 'að koma upp þeim fjölda
íbúða sem áætlað er á næstu þremur
árum“.
Þið heitið því í nýrri starfsáætlun
að biðtími eftir fyrsta viðtali hjá
ráðgjafa verði aldrei meira en ein
vika.
„Við stefnum að því að hafa eina
ráðgjafarskrifstofu fyrir alla aldurs-
hópa í hverjum borgarhluta og skipta
borginni niður í 4 borgarhluta og von-
umst til þess að biðtíminn styttist með
því. Skiptingin verður eftirfarandi :
• Vesturbær og Miðbær inn að
Lönguhlíð
• Laugardalur/Laugarnes - Fossvogs-
dalur - Kringla
• Breiðholt og Árbær
• Grafarholt og Kjalarnes
30