Bæjarins besta - 06.03.2014, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is
Ábyrgðarmenn: Halldór Sveinbjörnsson,
Sigurjón J. Sigurðsson.
Blaðamenn: Harpa Oddbjörnsdóttir, 846 7487, harpa@bb.is
Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Halldór Sveinbjörnsson, 894 6125, halldor@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili
á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Mekka rækjuvinnslunnar
Spurning vikunnar
Eiga Íslendingar að slíta aðildar-
viðræðum við Evrópusambandið?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 683.
Já sögðu 277 eða 41%
Nei sögðu 406 eða 59%
Aðsókn eykst í sjáv-
arútvegstengt nám
„Mikil gróska er í nýsköpun í
sjávarútvegi um þessar mundir
og fleiri frumkvöðlar virðast nú
horfa til hafs en oft áður. Það er
því ánægjulegt að Háskólasetur
Vestfjarða hafi tekið af skarið og
bjóði námsleið sem nýst getur
áhugasömum nemendum og
frumkvöðlum á þessu sviði,“
segir í nýrri greiningu hagfræð-
inga Íslenska sjávarklasans,
þeirra Hauks Más Gestssonar og
Bjarka Vigfússonar. Þar er meðal
annars greint frá því að Háskóla-
setur Vestfjarða á Ísafirði bjóði
bæði upp á meistaranám í haf-
og strandsvæðastjórnun í sam-
vinnu við Háskólann á Akureyri
og nýtt meistaranám í sjávar-
tengdri nýsköpun, einnig í sam-
vinnu við Háskólann á Akureyri
og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Nýskráningar í haf- og strand-
svæðastjórnun voru fjórtán síð-
asta haust sem er fækkun um tíu
frá fyrra ári. Alls hafa 107 nem-
endur innritast í haf- og strand-
svæðastjórnun síðan 2008, marg-
ir hverjir erlendir. Í skýrslunni er
einnig fjallað nýja námsleið við
Háskólasetrið, meistaranám í
sjávartengdri nýsköpun, en henni
var hleypt af stokkunum á þessu
ári.
Aðsókn í sjávarútvegstengt
nám á framhaldsskólastigi hefur
stóraukist síðan 2008 en nú kann
að vera að atvinnuhorfur fari
hrakandi á ýmsum starfssviðum.
Þó er ljóst að þörf sjávarútvegs-
fyrirtækja á vel menntuðu fólki
fer ekki dvínandi og gengur t.a.m.
sjávarútvegs- og matvælafræð-
ingum almennt prýðilega að fá
vinnu í sjávarútvegsgreininni.
Við lestur skýrslunnar má sjá að
fjöldi framhaldsskóla býður upp
á nám tengt sjávarútvegi, meðal
annars Menntaskólinn á Ísafirði
sem býður upp á vélvirkjanám.
Heilt yfir hefur aðsókn í nám
tengt sjávarútvegi á Íslandi vaxið
stöðugt frá árinu 2009 og fjöl-
breytni námsbrautanna hefur
aukist umtalsvert að því er fram
kemur í skýrslunni. Fjöldi nema
í níu sjávarútvegstengdar náms-
brautir jókst um 25% haustið
2013 frá árinu áður og þá má
einnig merkja aukinn áhuga á
nýsköpun og fullvinnslu afurða
á sókn ungs fólks í grunnnám
tengt sjávarútvegi og auknum
áhuga á námi í matvælafræði og
þverfaglegu námi á sviði sjávar-
útvegs. – harpa@bb.is
Ríkisendurskoðun gagnrýnir
vinnubrögð forsætisráðuneytis-
ins við úthlutun á 205 milljónum
króna til verkefna víða um land
sem lúta að húsafriðun, græna
hagkerfinu og varðveislu menn-
ingarminja. Eitt verkefna sem er
styrkt af ráðuneytinu er gerð þrí-
víddarlíkana af gömlu bæjar-
kjörnunum fimm í Ísafjarðarbæ
sem fékk 10 milljónir króna frá
ráðuneytinu. Í Fréttablaðinu kom
fram að tæplega helmingur fjár-
ins hafi runnið til verkefna í kjör-
dæmi forsætisráðherrans, Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Engir styrkir voru auglýstir og í
einhverjum tilfellum var ekki
úthlutað á grundvelli skriflegrar
umsóknar. Ísafjarðarbær sótti
ekki um styrk í sjóðinn og kom
úthlutunin flatt upp á bæjarfull-
trúa.
Í-listinn í bæjarstjórn Ísafjarð-
arbæjar lýsti undrun sinni í bókun
í bæjarstjórn og töldu þeir eðli-
legra að samráð væri haft við
heimamenn um forgangsröðun
verkefna. Í Fréttablaðinu segir
Sveinn Arason, ríkisendurskoð-
andi, að það sé afstaða Ríkisend-
urskoðunar að allir sjóðir á veg-
um stofnana ríkisins eða ráðu-
neyta þurfi að gæta jafnræðis og
allir eigi að sæta sömu málsmeð-
ferð. Hann segir að allir eigi rétt
á að sækja um styrki í sjóðum
sem þessum og það eigi að vera
fagnefnd sem meti umsóknir og
setji verkefnin í þá röð sem hún
telur vera æskilegust og brýnust.
„Ef nefndin tekur ekki sjálf end-
anlega ákvörðun, heldur ráð-
herra, þá á það að gerast á grund-
velli slíkrar niðurröðunar. Öll frá-
vik frá svona regluverki erum
við mjög ósáttir við,“ segir
Sveinn.
Þegar Sigmundur Davíð settist
í stól forsætisráðherra fluttist
málaflokkur þjóðmenningar til
ráðuneytisins. Sigmundur hefur
í lengri tíma verið áhugamaður
um skipulagsmál og gamlar
byggðir og flutti meðal annars
fyrirlestur í Edinborgarhúsinu þar
sem hann lýsti mikilvægi gömlu
byggðakjarnanna fyrir aðdráttar-
afl Ísafjarðarbæjar. Þó svo að
ekki hafi verið sótt sérstaklega
um styrk að þessu sinni hefur
Ísafjarðarbær áður sótt um styrki
fyrir sama verkefni. Síðla árs
2009 var sótt um styrk úr Húsa-
friðunarsjóði en hann fékkst ekki.
Árið 2011 var aftur sótt um styrk
til Húsafriðunarsjóðs og hét
verkefnið þá „Ísafjarðarbær –
Byggða- og húsakönnun“ og
fékkst styrkur upp á 700.000 kr.
Samkvæmt upplýsingum frá
upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæj-
ar hafa bæjaryfirvöld verið í sam-
skiptum við ríkisvaldið um
áframhald verkefnisins þó form-
leg umsókn hafi ekki verið send
síðan 2011.
– smari@bb.is
Gagnrýnir úthlutanir forsætisráðherra
Neðstikaupstaður, krúnudjásn gömlu hverfanna í Ísafjarðarbæ.
Yfirskriftin er sótt í gagnmerka grein Ólafs Bjarna Halldórssonar,
framkvæmdastjóra á Ísafirði, á bb.is. 24. f. m. Þar fjallar hann um þá hættu
sem vofir yfir á Vestfjörðum hvað rækjuveiðar og vinnslu þess fágæta
sjávarfangs varðar, ef fyrirætlan sjávarútvegsráðherra um veiðirétt gengur
eftir. ,,Hvaða hagsmunir eiga að ráða ferð?“ spyr Ólafur Bjarni. ,,Það er
gjarnan talað um almannahagsmuni í tengslum við fiskveiðistjórn en oft
verður ekki betur séð en það hugtak snúist í andhverfu sína þegar einka-
hagsmunir og almannahagsmunir rekast á og lítill vafi á að það hefur við-
haldið harðvítugum deilum um kerfið frá fyrsta degi. Nú er deilt um hvort
skip, sem veiddu rækju með hléum á tímabilinu 1991-2010, mörg lítið
eða ekkert síðustu árin, eða þeir sem hafa veitt undanfarin þrjú ár skuli
eiga rétt til veiða.“
Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp ráðherra um að eldri leyfishafar
hljóti 70% af væntanlegum kvóta, en þeir sem á undanförnum ,,frelsisárum“
byggðu upp veiðar og vinnslu, af áræði og dugnaði og lögðu allt undir, fái
aðeins 30% í sinn hlut. Rök ráðherra fyrir þessum óhugnaði voru ótti hans
um bótaskyldu gagnvart gömlu rétthöfunum, sem skildir voru eftir í ein-
hverri óvissu, að sögn, þegar veiðarnar voru gefnar frjálsar. Nú hefur
Lagastofnun HÍ létt þeim þungbæra krossi af ráðherranum með áliti þar
sem ríkið er fríað bótaskyldu, hvort heldur er til fyrri leyfishafa eða þeirra
sem nýttu sér opna kerfið.
Ástæður fyrir opnun kerfisins á sínum tíma voru m.a. að rækjukvótinn
var ekki alltaf fullnýttur og að braskað var með veiðiheimildir. Lítum
nánar á grein Ólafs Bjarna: ,,Það sem er undirliggjandi í 70%, 30% reglu-
verkinu er gífurleg leigustarfsemi sem mun verka eins og lamandi hönd á
þá sem afla verðmætanna og gera úr þeim útflutningsverðmæti. Um það
er hvergi fjallað í 25 síða áliti sérfræðings í auðlindarétti og væntanlegir
leigusalar kjósa að hafa þá umræðu undir yfirborðinu þar til lokið er við
að gera þá að fullgildum leigusölum án veiðiskyldu á tegundinni. Rækju-
iðnaðurinn hefur ekki efni á slíku og það mun ógna tilveru hans,“ segir
Ólafur Bjarni og sendir alþingismönnum þau skilaboð að þeir séu kjörnir
til að standa vörð um almannahagsmuni og fylgst verði með hvernig þeir
standist prófraunina.
Að stjórnvöld ætli með endurkomu kvótakerfis í rækjuveiðum að opna
fyrir brask með veiðileyfi útgerðarfyrirtækja, sem fyrirséð er að muni
ekki sjálf nýta veiðiréttinn, er hrollvekjandi tilhugsun sem stríðir í öllu
gegn megintilgangi allrar fiskveiðistjórnunar, að tryggja fiskvernd og há-
marka efnahagslegan ábata af veiðunum. Frumvarp ráðherrans mun þvert
á móti leiða af sér líkur á að rekunum verði kastað yfir rækjuiðnaðinn.
Nú reynir á dug löggjafans gegn framkvæmdavaldinu. s.h.