Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2014, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 06.03.2014, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 13 Þetta er í rauninni það eina sem ég hef gert fyrir utan Þjóðleikhús- ið eftir að ég var ráðin þangað. Ég fór til Brüssel síðasta vor og var þar í tvo mánuði. Á þeim tíma bjuggum við til sýningu í samstarfi Shalala, sem er dans- kompaní Ernu Ómars og Valda [Valdimars Jóhannssonar], og A Two Dogs Company, sem er belgískur listahópur. Þetta var óskaplega lærdómsríkt. Þá finnur maður líka hvað það er nauðsyn- legt að geta skipt um umhverfi og kynnast og vinna með nýju fólki.“ Að njóta sérhvers verkefnis – Núna virðist brautin þín bein og greið framundan. Er eitthvað alveg sérstakt sem þig langar að gera á vettvangi leiklistarinnar eða söngsins? „Ég vil ekki segja að brautin framundan sé bein og greið. Ég hugsa aldrei þannig. Starf leikar- ans er þannig að þú veist eigin- lega aldrei hvað þú ert að fara að gera næst. Maður veit aldrei hvort maður hefur vinnu næsta vetur eða ekki. Þess vegna hef ég alltaf haft þá reglu að njóta sérhvers verkefnis í botn og reyna að hugsa ekki of mikið fram í tímann. En varðandi framtíðina, þá langar mig bara að halda áfram að leika, fá að þroskast og stækka á því sviði. En auðvitað er fullt af draumum sem ég á eftir að láta rætast og ótal verkefni sem ég á eftir óunnin. Eins og staðan er í dag nýt ég þess í botn að vinna í Þjóðleikhúsinu, en reyni líka að gefa mér tíma til að huga að mínum eigin verkefnum. Kærast- inn minn og ég erum í leikhóp sem heitir Óskabörn ógæfunnar og hefur sett upp fjórar sýningar síðan hann var stofnaður um jólin 2012. Reyndar hef ég ekki haft tíma til að taka þátt í neinni af sýningunum en hef í staðinn tekið að mér hin ýmsu hlutverk utan sviðs. Þannig að það er margt í píp- unum, og svo veit maður aldrei hvað verður. Eins og ég sagði, þá vil ég ekkert vera að hugsa of mikið um framtíðina heldur njóta hvers dags. Og núna er komin lítil ný manneskja á heimilið!“ Endalaus væntumþykja, hvatning og góðar samverustundir „Ég er vön að vinna svo mikið, segi alltaf já við öllu sem býðst, enda elska ég vinnuna mína og finnst fátt skemmtilegra en að vera á kafi í ótal verkefnum. En núna þarf ég að hætta að hugsa bara um sjálfa mig og reyna að gefa stelpunni minn það sem ég fékk þegar ég var lítil hjá yndislegum foreldrum og fjöl- skyldu. Endalausa væntumþykju, hvatningu og góðar samveru- stundir. Maður má ekki bara kaff- æra sig í vinnu.“ – hþm.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.