Bæjarins besta - 06.03.2014, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 6. MARS 2014 15
Lausn á síðustu krossgátu
Sudoku þrautir
Þjónustuauglýsingar
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim-
skipa, biðlar til hafnarstjórnar
Ísafjarðarbæjar að draga til baka
gjaldskrárhækkun sem tók gildi
1. janúar 2014. Gylfi segir í bréfi
til hafnarstjórnar að Eimskip hafi
ekki hækkað sínar gjaldskrár til
að sýna samstöðu með Samtök-
um atvinnulífsins og Alþýðusam-
bandi Íslands í viðleitni samtak-
anna til að halda verðbólgu niðri.
Í niðurlagi bréfsins segir:
„Með því að gera það tekur
Ísafjarðarhöfn ábyrga afstöðu
með sínum viðskiptavinum sem
stuðlar að því að forsendur ný-
gerðra kjarasamninga um lága
verðbólgu, aukinn stöðugleika og
vaxandi kaupmátt gangi eftir.“
Hafnarstjórn hefur ákveðið að
hækkun á gjaldskrám verði 2%
árið 2014.
Eimskip biðlar til
Ísafjarðarhafnar
Þingeyrarlaug
lokað tímabundið
Sundlauginni á Þingeyri var
lokað um óákveðinn tíma á laug-
ardag. Vegna bágrar vatnsstöðu
í lónum Landsvirkjunar er ekki
hægt að afhenda svokallaða
„ótrygga orku“, en Þingeyrarlaug
er ein lauga Ísafjarðarbæjar með
svo hagstæða samninga um kaup
á rafmagni. Íþróttahúsið verður
lokað yfir helgina af sömu
ástæðu. Í tilkynningu frá Ísafjarð-
arbæ segir að ekki sé hægt að
fullyrða hvenær laugin opni á ný
en reynt verður að halda íþrótta-
húsinu opnu eftir helgi.
Lokunin bar fljótt að, upplýs-
ingar um stöðu raforkumála bár-
ust frá Orkubúi Vestfjarða fyrst
á fimmtudag og eru Dýrfirðingar
og aðrir gestir laugarinnar og
íþróttahússins eru beðnir velvirð-
ingar á lokuninni og hve skjótt
hún bar að.
Vestfirskir verktakar á Ísafirði
áttu lægsta tilboð í annan áfanga
hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísa-
firði, en tilboð í verkið voru opn-
uð í síðustu viku. Fimm tilboð
bárust í verkið og hljóðaði tilboð
Vestfirskra verktaka upp á ríflega
307,5 milljónir króna. Fyrirtækið
átti einnig lægsta tilboð í upp-
steypu hússins sem er í fullum
gangi. Í öðrum áfanga felst vinna
við frágang innanhúss.
Geirnaglinn ehf., bauð kr.
376.273.457.- í verkið, Íslenskir
aðalverktakar buðu kr. 356.464.
611.-, GÓK húsasmíði í Bolung-
arvík bauð kr. 328.611.150.-, Jón
F. Gíslason bauð kr. 322.125.
789.- og Vestfirskir verktakar á
Ísafirði buðu kr. 307.519.201.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
kr. 308.326.611.
Vestfirskir með
lægsta tilboð