Bæjarins besta - 06.11.2014, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Uppsagnir hjá Arctic Odda á Flateyri
Arctic Oddi á Flateyri sagði
upp 10 manns í síðustu viku,
fjórum á miðvikudag og fimm á
föstudag. Áður hafði Bryndísi
Sigurðardóttur, framkvæmda-
stjóra Arctic Odda á Flateyri, ver-
ið sagt upp störfum. Fyrir tveimur
vikum kom fram í tilkynningu
að Arctic Oddi ætlaði að hætta
bolfiskvinnslu á Flateyri og ein-
beita sér eingöngu að eldisfiski.
Í tilkynningunni sagði að leitað
væri að kaupendum eða sam-
starfsaðilum að bolfiskvinnsl-
unni. Slátrun og vinnsla á eldis-
fiski stendur nú yfir á Flateyri og
Bryndís sagði í samtali við mbl.is
á laugardag að enginn silungur
sé væntanlegur aftur fyrr en í
nóvember á næsta ári.
„Ég get ekki séð að tækin þoli
það að vera ekki notuð í heilt ár.
Ég var ekki sátt við þessar breyt-
ingar og sá ekki neitt gáfulegt í
þeim,“ sagði hún. Mikið tap hefur
verið á bolfiskvinnslunni en
Bryndís sagði að það hefði
minnkað verulega milli ára, og
samanlagt tap útgerðar og vinnslu
farið úr 160 milljónum króna á
síðasta ári í innan við 40 milljónir
í ar. „Ég skil ekki þessa ákvörðun.
Við hefðum náð tapinu á næsta
ári niður fyrir rekstrarkostnaðinn
á húsunum. Þetta var keypt til að
vinna silung, en það hefur gengið
hægar að ala silunginn, t.d.
gengið mjög illa að fá eldisleyfi,“
sagði Bryndís.
Samkvæmt áætlunum áttu að
vera komin 2.000 tonna vinnsla
á regnbogasilungi í ár en það
verður að sögn Bryndísar ekki
fyrr en eftir tvö ár. „Það var alltaf
vitað að það yrði ómögulegt að
reka þetta með bolfiskvinnslu.
Hún átti bara að vera uppfylling-
arefni þangað til silungurinn væri
kominn í hús, þá verður þetta
flottur rekstur. Þetta var bara
millibilsástand en allt í einu brast
þolinmæðin,“ sagði Bryndís Sig-
urðardóttir, framkvæmdastjóri
hjá Arctic Odda á Flateyri.
– smari@bb.is
Hætt er við frekari uppsögnum
hjá Arctic Odda á Flateyri. Sig-
urður Pétursson, framkvæmda-
stjóri Dýrfisks sem á Arctic
Odda, segir að níu starfsmenn
hafi fengið uppsagnarbréf í síð-
ustu viku. „Það er í raun ekkert
nýtt í þessu. Við sendum frá okk-
ur fréttatilkynningu fyrir tveimur
vikum þar sem við sögðum frá
stöðunni hjá okkur, við ætlum að
hætta í bolfiskvinnslu og einbeita
okkur að fiskeldinu,“ segir Sig-
urður. Í fréttatilkynningunni
sagði að fyrirtækið væri að leita
að kaupendum eða samstarfsað-
ilum að bolfiskvinnslunni. Sig-
urður segir að viðræður séu í
gangi við aðila til að koma að
vinnslunni en segir að þær séu á
viðkvæmu stigi.
Aðspurður hvort að frekari
uppsagnir séu yfirvofandi segir
Sigurður að það fari eftir því
hvernig að samningaviðæðurnar
fari. „Ef þær ganga ekki upp og
við finnum ekki samstarfsaðila
er ég hræddum um að fleiri fái
uppsagnarbréf,“ segir hann. Á
mbl.is um helgina sagði Bryndís
Sigurðardóttur, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Arctic Odda og ein
þeirra sem hefur verið sagt upp,
að hún skilji ekki ákvörðun þeirra
að hætta bolfiskvinnslu og vel
hafi gengið að ná niður tapinu á
vinnslunni. Sigurður vill ekkert
segja um orð Bryndísar en segir
að markmiðið hafi alltaf að fyrir-
tækið væri fyrst og fremst fisk-
eldisfyrirtæki en það hafi tekið
mun lengri tíma en áætlanir gerðu
ráð fyrir. Hann segir tregðu við
útgáfu eldisleyfa hafa tafið upp-
byggingu fyrirtækisins.
Frekari uppsagnir ef ekki
semst um bolfiskvinnsluna
Steinunn
skólastjóri
tímabundið
Steinunn Guðmundsdóttir
tekur tímabundið við starfi
skólastjóra Grunnskóla Bol-
ungarvíkur frá og með 1.
nóvember og þar til nýr
skólastjóri verður fastráðinn
við skólann. Fráfarandi skóla-
stjóri, Soffía Vagnsdóttir,
lætur af störfum frá sama
degi en hún hefur verið ráðin
fræðslustjóri Akureyrarbæj-
ar og eru henni þökkuð góð
störf í þágu grunnskólans um
leið og henni er óskað vel-
farnaðar á nýjum slóðum.
Ráðgert er að staðan verði
auglýst laus til umsóknar
eftir áramótin.
Þá hefur Halldóra Dagný
Sveinbjörnsdóttir verið ráðin
aðstoðarskólastjóri tíma-
bundið til sama tíma.
Arna Sigríður Albertsdóttir
lenti í þriðja sæti í kvennaflokki
í handahjólakeppninni X Hand-
bike Race á Spáni á sunnudag en
Arna er fyrsti Íslendingurinn til
að taka þátt í þessu móti. Þjálfari
hennar, Fannar Karvel, segir hana
hafa haldið vel í við atvinnu-
menn í íþróttinni en í fyrsta og
öðru sæti urðu spænskir og rúss-
neskir meistarar. „Mér gekk bet-
ur með hraðann en ég átti von
á,“ segir Arna í samtali við mbl.is.
„Ég er náttúrulega ein að hjóla á
Íslandi og þetta er fyrsta mótið
sem ég tek þátt í þannig að það
hefði hjálpað mér að vita aðeins
meira um hvað þetta snýst og þá
hefði ég getað farið ennþá hraðar.
En miðað við fyrsta mót er ég
bara rosalega sátt,“ heldur hún
áfram.
„Meðal keppenda hérna voru
atvinnumenn, Ólympíumeistar-
ar og heimsmeistarar ásamt ný-
liðum í sportinu einsog Arna er,“
segir Fannar. „Hún hafði hins-
vegar í fullu tré við alla og miðað
við tíma þá ætti hún að eiga greið-
an aðgang á bæði heimsbikars-
og Evrópumótaröðina á næsta ári
en þangað er stefnan sett núna.“
„Núna er langþráð smá frí í svona
þrjár vikur allavega og svo byrj-
ar bara nýtt uppbyggingartíma-
bil. Vonandi get ég farið út í
æfingabúðir á meðan það er vet-
ur heima,“ segir Arna. „Stefnan
er að fara á Ólympíuleikana 2016
og ég á eftir að þurfa að fara á
mörg mót og ná góðum árangri
en ég held mig við það plan.“
Arna Sigríður í þriðja sæti á Spáni