Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.11.2014, Page 10

Bæjarins besta - 06.11.2014, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Sælkeri vikunnar er Sigríður Inga Sigurjónsdóttir á Ísafirði Humarsúpa og kjúklingaréttur Ég ætla að bjóða ykkur upp á bragðgóða humarsúpu og frá- bæran kjúklingarétt sem er mjög ljúffengur. Ávaxtarsalat uppskriftin kemur frá norskri bekkjarsystur minni, síðan ég var í námi í Noregi. Mér finnst gaman að elda og finna upp- skriftir og prófa eitthvað nýtt. Svo er ég svo heppin að eiga karl sem borðar allt sem tönn á festir og það er ekki leiðin- legt. Humarsúpa Humar (700- 800 gr ) Smjör til steikingar Karrý 2 tsk. Paprikuduft 1 tsk. Paprika rauð Laukur Tómat purré (lítil dós) Rjómi 500 ml. Hvítvín 2 dl. eða eftir smekk Fiskikraftur 1-2 tsk Tasty fljótandi humarkraftur 4-6 msk. (eða eftir smekk) 1/2 lítri vatn Salt og pipar Skerið niður papriku og lauk og steikið í potti. Næst er krydd- ið,saltið og piparinn settur út í og því næst tómatpúrré, hvítvín og vatn og þetta látið sjóða vel. Þá er settur rjómi og hitað að suðu. Að lokum er humarinn settur út í og hann látinn hitna í gegn. Þetta er svo borið fram með hvítlauks- brauði. Ljúffengur kjúklingaréttur 4-5 kjúklingabringur, skornar í sneiðar 3 msk olia 2 litlir laukar, saxaðir 1 ½ msk gott karrý (50-50 karry og karry delux) 4 hvítlauksrif, söxuð 1 ½ cm ferskt engifer, raspað 1 kjúklingarteningur 1 ½ dl gulrótarsafi (granini) 1 ½ dl eplasafi 250 gr kókosmjólk 1 tsk salt 1 tsk sykur 2 tómatar, saxaðir 1 msk ferskt kóriander, saxað 1 hrein jógúrt þá. Grófhakka hneturnar og setja þetta allt í stóra skál.Hella sólsaf- anum yfir salatið. Þetta er látið standa í hálftíma áður en þetta er borið fram með vanilusósu og þeyttum rjóma. Vanillusósa 1 egg 4 dl mjólk eða mat- reiðslurjómi 2 tsk. Kartöflumjöl 1-2 msk sykur 1 msk. Vanilusykur Blanda eggi, mjólk og kart- öflumjöli í pott. Hræra í allan tímann meðan þetta hitnar. Taka svo pottinn af hellunni þegar sósan byrjar að þykkna. Þetta má ekki sjóða. Smakka til með vanilusykrinum. Setja í ísskáp og hún er svo borin fram ísköld. Ég skora á Konný Björk Viðarsdóttur og Júlíus Símon Pálsson að vera næstu sæl- kerar vikunnar. Hitið olíu og steikið lauk með karrý. Setjið því næst kjúkling, kjúklingatening, hvítlauk og engifer út á pönnuna og steikið. Setjið svo gulrótarsafa, eplasafa, kókosmjólk, salt og sykur og látið malla í 15-25 mín. Setjið svo kóríander, tómata og hreina jóg- úrt saman við í lokin rétt áður en borið er fram. Gott er að bera fram með salati, hrísgrjónum og hvítlauksbrauði. Ávaxtasalat með vanilusósu (fyrir 4) 2 appelsínur 2 epli 2 perur 2-3 kíví 1-2 bananar 1/2 dl heslishnetur ½ dl. Rúsínur 2 dl appelsínusafi (sólsafi) Smá sykur Skræla appelsínurnar, eplin, perurnar og skera í litla bita.Taka kjarnann úr eplunum og perun- um.Bananarnir eru skornir í skífur eftir að búið er að afhýða Sértækur kvóti mögulega endurauglýstur Skoða þarf hvort ekki þurfi að auglýsa upp á nýtt 300 sértækan byggðakvóta Flateyrar. Arctic Oddi ehf. á Flateyri er með samn- ing við Byggðastofnun um veiðar og vinnslu á kvótanum. „Í kjölfar yfirlýsingar Arctic Odda um að þeir hyggist hætta bolfiskvinnslu þarf að skoða hvort að sértæki kvótinn verði ekki endurauglýst- ur,“ segir Gísli Halldórsson, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar. Eftir að Vísir hf. tilkynnti að fyrirtækið hætti allri fiskvinnslu á Þingeyri brást Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra við með því að ráðstafa 400 tonna sértækum byggðakvóta til þorpsins. „Kvótinn var auglýstur í sumar og tveir aðilar sóttu um en annar aðilin virðist hafa dregið sig til baka og það þarf að skoða hvort það þurfi ekki að auglýsa upp á nýtt,“ segir Gísli Halldór. Þriðja þorpið í Ísafjarðarbæ sem hefur fengið sértækan byggðakvóta er Suðureyri en þar er Íslandssaga hf. með samning við Byggða- stofnun um veiðar og vinnslu á 400 tonna kvóta. Heydalur í Mjóafirði í Ísafjarð- ardjúpi eru einn af þeim stöðum sem reka ferðaþjónustu allt árið um kring. Þar búa Stella Guð- mundsdóttir og Gísli Pálmason og ferðamenn sem þangað koma geta valið úr ævintýralega mörg- um afþreyingum, sem taka þó mið af bæði árstíma og veðri. Yfir vetrartímann eru norður- ljósaferðirnar vinsælar hjá þeim Stellu og Gísla og eins koma rjúpnaskyttur oft ár eftir ár til þeirra um rjúpnahelgarnar. „Veturinn fer ágætlega af stað. Það eru rjúpnahelgar framundan og fyrstu norðurljósafararnir komu á laugardag. Þeir voru frá Þýskalandi en ferðafólkið kemur mikið þaðan. Líka frá Banda- ríkjunum og svo kemur hópur frá Singapore bráðum.“ Gestgjaf- arnir gera ýmislegt með ferða- fólkinu. Þau flakka meðal annars um nágrannabyggðirnar og líta á það sem markvert er. Þá er farið í reiðtúr eða göngu, eftir því hvernig viðrar. „Það er ekki hægt að dorga í gegnum ís á þessum árstíma og hestarnir fara að detta út, en við förum til dæmis dags- ferðir á Ísafjörð og komum við í Litlabæ og Melrakkasetrinu,“ segir Stella. Þó nokkrir gestir hafa boðað komu sína í Heydal í vetur. Gest- gjafarnir hafa fengið fyrirspurnir um það hvort þau hafi opið yfir jólin en svo er ekki þó gestir komi bæði fyrir og eftir hátíðarn- ar. „Við erum opin fyrir öllu og það er búið að panta hjá okkur á nýársdag. Þetta er ekki bara erlent ferðafólk sem kemur heldur líka Íslendingar og oft hópar eða fólk sem kemur frá nágrannabyggð- unum í rólegheit yfir helgi, þetta er svo stutt og notalegt að fara,“ segir Stella. – sfg@bb.is „Stutt og notalegt að fara“ Rjúpnahelgarnar eru oft fjörugar í Heydal.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.