Bæjarins besta - 06.11.2014, Síða 15
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 15
Lausn á síðustu krossgátu
Sudoku þrautir
ÞjónustuauglýsingarFækkar í
Ísafjarðarbæ
Íbúum Ísafjarðarbæjar fækkaði
um fjörutíu manns milli annars
og þriðja ársfjórðungs þessa árs,
eða úr 3.670 í 3.630, að því er
fram kemur í nýjum mannfjölda-
tölum Hagstofunnar.
Íbúum fækkar um fimmtíu frá
þriðja ársfjórðungi síðasta árs til
sama ársfjórðungs í ár. Þann 1.
janúar í ár voru íbúar sveitarfé-
lagsins 3.639 og er heildarfækk-
un ársins því níu manns.
Fjöldi gjald-
þrota svipaður
Gjaldþrotum fyrirtækja á Vest-
fjörðum fækkaði um tvö milli
ára í fyrra. Árið 2013 voru 18
fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota en
20 árið 2012. Þetta kemur fram í
tölum Hagstofunnar.
Á landinu öllu fækkaði gjald-
þrotum einkahlutafélaga á síð-
ustu tólf mánuðum, frá október
2013 til september 2014 um 17
prósent samanborið við tólf mán-
uði þar á undan. Alls voru 822
fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta
á tímabilinu.
Fækkar um 50
á Vestfjörðum
Vestfirðingum hefur fækkað
um fimmtíu manns sé þriðji árs-
fjórðungur á síðasta ári borinn
saman við sama ársfjórðung í ár.
Í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra
voru Vestfirðingar 7.020 en í lok
sama ársfjórðungs í ár hafði þeim
fækkað niður í 6.970.
Í Vesturbyggð, Tálknafjarðar-
hreppi, Kaldrananeshreppi fjölg-
ar milli ársfjórðunga. Í Súðavík-
urhreppi er íbúafjöldinn sá sami
en í öðrum sveitarfélögum fækk-
ar íbúum.
Ríkið styðji við
leit að heitu vatni
Fjórðungsþing Vestfirðinga
leggur þunga áherslu á að ríkis-
valdið styðji við sveitarfélögin
til að vinna að framtíðarlausnum
á orkubúskap Vestfjarða, eins og
t.d. leita að heitu vatni og lagn-
ingu hitaveitu þar sem það er
mögulegt. Í ályktun fjórðungs-
þingsins sem haldið var á Þing-
eyri fyrir stuttu var skorað á stjórn-
völd að að fara að tillögum starfs-
hóps um jöfnun húshitunarkostn-
aðar sem starfaði á vegum iðn-
aðarráðuneytisins og skilaði
niðurstöðum í skýrslu starfshóps
um breytingar á niðurgreiðslum
til húshitunar í desember 2011.
Auk þess sem auka þarf niður-
greiðslur til húshitunar til að jafna
kostnað á milli kaldra svæða.