Listin að lifa - 01.06.2010, Side 6

Listin að lifa - 01.06.2010, Side 6
Starfsáætlun stjórnar LEB 2010-2011 Almennt um málefni eldri borgara Landssamband eldri borgara bendir á nauðsyn þess að nú þegar verði komið á fót embætti umboðsmanns aldraðra. í landinu búa nú rúmlega 50.000 einstaklingar, 60 ára og eldri. Samkvæmt spám Hagstofu íslands mun fjöldinn meira en tvöfaldast á næstu ijörutíu árum, þar sem aldurssamsetning þjóðarinnar mun breytast vegna hækkandi lífaldurs. Brýnt er fyrir samfélagið allt að bregðast nú þegar við þessari þróun. Landssamband eldri borgara leggur því áherslu á, að ijárstyrkur hins opinbera verði aukinn til að unnt sé að vinna að brýnustu hagsmunamálum eldri kynslóðarinnar. Ekki verður við annað unað en að endurskoðun laga um málefni aldraðra ljúki sem fyrst. Kjaramál Landssambandið mótmælir þeim skerðingum, sem eldri borgarar urðu fyrir í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og krefst leiðréttingar í þeim efnum án tafar. Gerð er krafa um að tekjutengingar við grunnlífeyri verði afnumdar og grunnlífeyrir jafnframt hækkaður til móts við almennar launahækkanir. Unnið verði markvisst að því að hækka lífeyri aldraðra svo hann dugi fyrir framfærslukostnaði samkvæmt neyslukönnun Hagstofu íslands. Við útreikning greiðslna frá Tryggingastofnun verði a.m.k. 120 þúsund króna frítekjumark og skipti þá engu hvort tekjur séu greiðslur úr lífeyrissjóði, atvinnu- eða fjármagnstckjur. Verðbætur reiknist ekki til tekna, einungis raunvextir verði skattlagðir. Einungis verði greiddur íjármagnstekjuskattur af því sem er umfram 5 milljónir af sparifé eldri borgara. Lífeyrir allra lífeyrisþega fái fulla verðlagsuppbót frá 1. mars á síðasta ári en um áramótin 2008/2009 fékk meiri hluti lífeyrisþega skerta verðlagsuppbót og mátti því sæta skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum. Samræmi verði í lífeyrisgreiðslum öryrkja og eldri borgara. Nú um stundir lækkar lífeyrir öryrkja við 67 ára aldur. Dvalargjöld á stofnunum fyrir eldri borgara verði lögð niður í núverandi mynd og íbúar haldi Qárhagslegu sjálfstæði. Stuðlað verði að lækkun lyljaverðs og kostnaður eldra fólks varðandi heilbrigðisþjónustuna lækkaður. Þátttaka TR í munnholsaðgerðum verði leiðrétt til núverandi verðlags. Þjónusta Eldri borgurum standi til boða notendastýrð, persónuleg aðstoð. Valkostir varðandi búsetu og þjónustu við aldraða verði auknir. Stefnt sé að því að uppbygging dvalarheimila og hjúkrunar- heimila aldraðra sé í anda Eden-hugmyndafræðinnar, þar sem áhersla er lögð á manneskjulega umönnun og að fólk sé í fyrirrúmi. Páskaferð á biblíuslóðir tíu dagar í landinu helga Borgþór S. Kjærnested býður upp á páskaferð til Jerúsalem, Betlehem og Nasaret í samstarfi við lcelandair og ferðaskrifstofuna Shepherds Tours and Travel Co. Ltd. í Jerúsalem Farið verður af stað til Jerúsalem 15. apríl og komið heim aftur 26. Apríl 2011. Ferðin er farin í samvinnu við lcelandairog ferðaskrifstofuna Sheppherds tours& Tourism í Jerúsalem.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.