Listin að lifa - 01.06.2010, Page 17

Listin að lifa - 01.06.2010, Page 17
orðið máttlítil. Þá verður „orkan“ eða loftið takmarkað sem við höfum til að láta raddbönd titra þegar loftið streymir upp á milli þeirra við raddmyndun. Með aldrinum minnkar geta öndunarfæranna til að viðhalda stöðugu lofitstreymi sem er nauðsynlegt fyrir raddmyndun. Lungnavirkni minnkar og getan til að fylla lungu og koma öllu lofiti frá sér (vital capacity). Þá minnkar geta lungnanna til að þenjast út og dragast saman. Þannig minnkar öndunarstuðningur fyrir tal sem hefur áhrif á raddstyrk og tíðni raddarinnar. Breytingar á barkakýli og raddböndum Líkamlegar breytingar á barkakýli og raddböndum hafa áhrif á virkni þeirra. I barkakýlinu verða breytingar í brjóskum, snertiflötum liðamóta þeirra, í liðböndum og í umliggjandi stuðningskerfí barkakýlis. Brjóskin í barkakýlinu kalka með aldrinum og em fullkölkuð um áttrætt, en oft gerist það mun fyrr eða við sextíu ára aldur. Kölkunin dregur úr sveigjanleika brjóskanna og erfiðara er fyrir vöðva og liðbönd að hreyfa þau. Breytingar í raddböndunum sjálfum era vegna breytinga í slímhúð þeirra og vegna rýmunar raddbandavöðvanna en raddböndin verða jafnvel bogamynduð og ná illa saman til að mynda þétta rödd. Afleiðingamar geta verið að röddin verður óstöðug og rám eða hás og lofitkennd. Þá verður breyting á raddtíðni og raddbrestir koma fyrir. Við raddmyndun er spenna og álag oft heyranlegt. Allir þessir þættir hafa áhrif á það sem við greinum sem „eldri“ rödd. Þetta hefur í fór með sér að: rödd karla hækkar í tíðni, raddir kvenna lækka í tíðni, m.a. vegna bjúgmyndunar og/eða aukinna áhrifa karlkynshormóna eftir tíðahvörf, raddstyrkur og raddsvið minnkar og rödd er stundum lýst sem mjóradda. Þá heyrist röddin illa í mannmergð og raddskjálfti getur verið til staðar. Þá getur talhraði verið minnkaður. Ymsir aðrir þættir geta haft frekari áhrif á rödd viðkomandi, s.s. reykingar, ofnæmi, lyfjanotkun, sjúkdómar, s.s. gigt og bakflæði. Þá skiptir dagleg raddnotkun miklu máli auk umhverfísaðstæðna. Það er sérstaklega mikilvægt að benda á að meiri þurrkur verður í slímhúð raddbandanna sem getur haft í för með sér að sveiflur raddbandanna verða óreglulegar. Það hægir á bylgjuhreyfíngum þeirra og það verður oft erfitt að byrja að mynda röddina í tali. Ekki má gleyma því að jafnvægi í líkamsstöðu og vöðvasamspili skiptir miklu máli fyrir raddmyndun. Of mikil spenna, vöðvabólgur eða slæm líkamsstaða dregur úr möguleikum okkar til að mynda áreynslulausa og vel hljómandi rödd. Lyf Mörg lyf hafa áhrif á munnþurrk og þomun slímhúðarinnar Þessi lyf eru m.a. þvagræsilyf, örvandi lyf, þunglyndislyf, ofnæmis- og astmalyf, blóðþrýstilækkandi lyf og fleiri. Drykkir með kaffeini geta líka verið þurrkandi fyrir slímhúðina. Bólgueyðandi lyf (ibuproffn og aspirín) í stóram skömmtum geta haft áhrif á blæðingar í raddböndum. Raddæfingar: Gættu að: líkarnsstöðu, minnkaðu vöðvaspennu á höfði, háisi, og öxlum, andaðu áður en þú talar og passaðu að ofanda ekki. Drekktu nóg af vatni. Fylgstu með breytingum á heyrn og notaðu heyrnartæki ef þú hefur fengið þau. 1. Andaðu djúpt inn um nefið og renndu niður tónskalann á „hummhljóði"eða Mmm...segðu þetta mjúklega og afslappað nokkrum sinnum 2. Andaðu djúpt inn um nefið og segðu langt Ííííí.á einum tóni. Finndu hljóm raddar fram í andlit/nef 3. Renndu niður tónskalann á löngu Oooooo hljóði - andaðu djúpt áður inn um nef 4. Renndu upp tónskalann á löngu Oooooo hljóði - andaðu djúpt áður inn um nef 5. Andaðu djúpt inn um nef og myndaðu Óóóóóó.... hljóð á einum þægilegum tóni. Auktu raddstyrk smám saman um leið og þú þrýstir neðri kviðvöðvum inn og færð meira loft úr lungunum sjálfkrafa þegar þau þrýstast upp. Endurtaktu sömu æfingu með hærri tíðni - næsta tóni fyrir ofan ef þú getur 6. Æfðu með miklum raddstyrk: að telja frá 1 - 20, nefna vikudagana, nefna mánuðina 7. Syngdu: „Hann/hún á afmæli í dag" og/eða „Meistari Jakob" Bryndís Guðmundsdóttir M.A. CCC - SLP, Stuðst að hluta við Vocal Function Exercises frá Barnes/ Stemple Mikilvægi þjálfunar Góð rödd er ekki síður mikilvæg en gott líkamlegt form og gott minni, þegar árin færast yfir. Rétt eins og við þurfum að þjálfa líkamann og minnið, þurfum við að þjálfa röddina. Það skiptir máli hvemig það er gert. Það er augljóst af því sem við vitum um raddbreytingar með hækkandi aldri að það er mikilvægt að vera virkur, hreyfa sig og teygja vöðva vel, hafa tök á góðri öndun og styrkja raddbandavöðvana með raddæfíngum. Við getum haldið okkur raddlega í góðu formi með ýmsum hætti. Það er ýmislegt sem hægt er að gera sjálfur, s.s. lesa upphátt í 10 - 15 mínútur í senn, tvisvar til þrisvar á dag og syngja með útvarpinu. ítrekað skal að háls, nef- og eymalæknar skoða raddbönd og greina hvort frekara inngrip, s.s. raddþjálfun talmeinafræðings eða önnur raddbætandi úrræði, eru möguleg. Talmeinafræðingar með röddina sem sérsvið geta veitt mikilsverða ráðgjöf og liðsinni í raddþjálfun. Biyndís Guðmundsdóttir talmeinafrœðingur bryngudm@gmail. com 17

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.