Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 20

Listin að lifa - 01.06.2010, Blaðsíða 20
Heilabilun og stuðningur Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi MA, MS og framkvæmdastjóri Bjarmalundar Hér á landi þjást á fjórða þúsund manns af heilabilun og er Alzheimerssjúkdómurinn algengastur, eða um 60%. Hár aldur er aðalorsakaþáttur heilabilunar þó að dæmi séu um að slíkir sjúkdómar greinist hjá fólki allt niður í fímmtugsaldurinn. Það styttist óðum í að stórir árgangar eftirstríðsáranna fari á eftirlaun og auk þess er lífaldur enn að hækka. Því er talið að árið 2030 verði um 5.500 Islendingar með heilabilun á einhverju stigi. Að meðaltali tekur sjúkdómsferlið 10-12 ár og sjúklingar, jafnt sem aðstandendur, þurfa á margháttaðri aðstoð að halda í gegnum allt ferlið. Til einföldunar er heilabilun gjaman skipt upp í þrjú stig: Væga heilabilun, allslæma heilabilun og alvarlega heilabilun. Fólk með væga heilabilun er gjarnan nokkuð sjálfbjarga en getur haft þörf íyrir aðstoð eins og heimaþjónustu eða eftirlit frá heimahjúkrun. Þegar sjúkdómurinn ágerist og um allslæma heilabilun er að ræða þurfa margir á dagþjálfun að halda. A lokastigi sjúkdómsins þurfa hins vegar langflestir á sólarhringsaðstoð að halda og fara því á hjúkrunarheimili. I rauninni má segja að engir tveir sjúklingar séu alveg eins og aldrei er hægt að segja nákvæmlega til um hvemig sjúkdómurinn þróast hjá hverjum og einum. Þetta gerir alla umönnun flóknari en ella. Sumir eru alltaf ljúfír og meðfærilegir á meðan aðrir geta verið afar erfiðir í lengri eða skemmri tíma, einkum vegna geðrænna einkenna. Um 80% sjúklinga fá geðræn einkenni einhvem tíma á sjúkdómsferlinu. Helstu einkennin eru þunglyndi, depurð, árásargirni í orðum eða verki, æsingur, hvatvísi, ofskynjanir og ranghugmyndir. Hægt er að halda ýmsum af þessum einkennum niðri með geðlyfjum. Þrjú lyf em hins vegar einkum notuð við sjálfum heilabilunarsjúkdómnum, en þau em Aricept, Exelon og Reminyl. Fjórða lyfíð, Ebixa (Memantin), er stundum notað samfara einu hinna þriggja. Þessi lyf eru því miður engin töfralyf en geta í sumum tilvikum bætt sjúkdómseinkenni í I -2 ár. Þar sem heilabilun er enn sem komið er ólæknandi skiptir því meira máli að lífsgæði sjúklinga og aðstandenda séu aukin sem mest með sálfélagslegum úrræðum og stuðningi. Hingað ti! hefúr áherslan verið á veikustu sjúklingana með byggingu hjúkmnarheimila. Dagdeildir sem bjóða upp á þjálfun í daglegum athöfnum alla virka daga em alls sjö á höfúðborgarsvæðinu og hentar það úrræði vel fyrir sjúklinga með allslæma heilabilun og aðstandendur þeirra. Hins vegar skortir veralega á alla aðstoð á fyrri stigum heilabilunar og eins samfellu í þjónustunni. Sjúklingar og aðstandendur þurfa að eiga greiðan aðgang að upplýsingum og stuðningi frá fagfólki allt frá því að fyrstu einkenni fara að láta á sér kræla. Algengast er að of langur tími líður frá fyrstu einkennum Hanna Lára Steinsson þar til leitað er aðstoðar, þar sem fólk veit ekki hvert það getur leitað eftir upplýsingum. Því stofnaði greinarhöfundur ráðgjafarstofuna Bjarmalund vorið 2007 og hafði þá Sjónarhól að hluta til sem fyrirmynd, sem er ráðgjafarstofa fyrir foreldra bama með sérþarfír. Óvíst er um framtíð Bjannalundar þar sem skilningur stjómmálamanna á þessum málaflokki er afar takmarkaður. Eftir sjúkdómsgreiningu tekur oftast við langt og erfítt tímabil þar sem sjúklingurinn er gjaman mjög sjálfbjarga en engu að síður er alltaf von á einhverju óvæntu og dagamunur er yfírleitt mikill. Brýn þörf er á að bjóða upp á skammtímainnlagnir í heimilislegu umhverfí allt frá sjúkdómsgreiningu, þar sem staða aðstandenda breytist smátt og smátt úr því að vera maki eða barn í það að vera umönnunaraðilar og þeir þurfa á reglulegri hvíld að halda í gegnum allt sjúkdómsferlið. Slíkar innlagnir þurfa að vera sveigjanlegar eftir þörfúm hvers og eins, til dæmis yfír helgi, í viku eða mánuð og það verður að vera hægt að bregðast við með skömmum fyrirvara eins og ef maki sjúklings veikist skyndilega sjálfur. Ekki hentar öllum sjúklingum að sækja dagþjálfun, auk þess sem hún er ekki í boði í dreifbýli. Því er afar brýnt að sjúklingar og aðstandendur geti átt kost á sérhæfðri heimaþjónustu, þar sem um væri að ræða starfsmann að eigin vali, sem jafnframt er með sérþekkingu á heilabilun, umönnun sjúklinga og samskiptum við bæði sjúklinga og aðstandendur. Allt um þetta og miklu fleira má nálgast í kennsluhefti um heilabilun sem Bjarmalundur sendi frá sér síðastliðið haust ^lT^Bjarmalundur __J Ráögjafarstofa um Alzheimer og öldrun 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.