Listin að lifa - 01.06.2010, Page 26

Listin að lifa - 01.06.2010, Page 26
Neistinn hefur ekki slokknað í rösklega 50 ára sambandi þeirra Bryndísar ogJóns Baldvins. Tilhugalíf í hálfa Það andar hlýju og friði í húsi Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar þegar ég heimsæki þau. Það er sumardagurinn fyrsti, kaldur en bjartur. Mér er tekið með virktum. Fæ kaffi og bakkelsi og fínn að ég er velkomin. Húsráðendur eru tilbúnir að spjalla við mig um efni sem flest hjón skiptir mestu máli - hvemig á að halda við neistanum sem leiddi þau í upphafi saman. Meðan við drekkum kaffíð ræðum við eins og sannir íslendingar um ættfræði. „Ég er vestfirskur,“ segir Jón Baldvin með stolti. Bryndís lygnir aftur augum og segir letilega: „Ég er af Bergsætt.“ Við ræðum um sögu Halldórs Laxness; Kórvilla á Vestijörðum. Ört skiptir milli léttleika og alvöru í samræðum sem smám saman berast víða og ég virði þau Bryndísi og Jón Baldvin fyrir mér á meðan. Sólargeislar leika af og til um þau og samkenndin á milli þeirra er þá nánast sjáanleg. Jón Baldvin segir enda í samtali okkar á milli að honum finnist þau nánast orðin að sömu persónu. Ekki slæmt þegar gullbrúðkaup er þegar að baki. Það er eftirvænting í loftinu, ný ævintýri á næsta leiti. Þau eru á leið til útlanda en óvíst hvort flugfar fáist vegna öskufallsins úr Eyjafjallajökli. Öðru hvoru fer Bryndís í símann og ræðir þar á ýmsum tungumálum fyrirhugaða flugferð þeirra til Andalúsíu á Spáni. Öskufallið umrædda hefur orðið ýmsum til æði mikilla vandræða, mér verður það að happi. Þau öld hefðu verið farin hefði flug verið með eðlilegu móti og þá ekki heima til að segja mér frá sínum niðurstöðum um neistann eftirsóknarverða. Hjónin koma sér saman um að ráðlegt sé að ég ræði við þau um viðfangsefnið sitt í hvoru lagi fýrst. Ég er sammála og fínnst raunar áhugavert að fá tækifæri til að bera saman sjónarmið beggja. Jón fer út að ganga með hundinn Sesar, smáhund sem fékk þetta mikilfenglega nafn af því að honum sjálfum fínnst hann svo stór, en við Bryndís hverfum aftur til ársins 1954, - þegar þau Jón Baldvin sáust fýrst. Ótrúlega blá augu „Ég sá hann fýrst í landsprófi. Ég tók strax eftir þessu mikla ljósa hári og augunum, sem voru svo ótrúlega blá. Heima hjá mér voru allir með brún augu. Auk þess tók ég eftir, að hann hafði munúðarfullar varir. Einhverjar óræðar tilfinningar bærðust með mér. Mér fannst spennandi að fínna fyrir nálægð hans. Hann sat, held ég, á aftasta bekk. En svo ekkert meir.“ „Þótt hann væri ári yngri en við hin, lágvaxinn og grannholda, fór hann fljótlega að láta til sín taka í skolapólitíkinni, lagði undir sig skólablaðið - svo mjög að foreldrum blöskraði róttækar skoðanir hans. Það var haldinn fundur í skólanum. Þar var svo þröngt á þingi, að ég varð að sitja uppi í glugga fýrir ofan 26

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.