Listin að lifa - 01.06.2010, Qupperneq 42

Listin að lifa - 01.06.2010, Qupperneq 42
Dvalarheimilið á Blesastöðum og Jóhannssjóður Ein besta hreppslýsing sem til er á íslandi er samin af Jóni Eiríkssyni frá Vorsabæ, Jarðabók Skeiðahrepps, og var gefin út af Ungmennafélagi Skeiðamanna árið 2008. Bókin er saga Skeiðahrepps hins foma sem í daglegu tali er nefndur Skeiðin. Skeiðin eru lítil sveit í Ámessýslu eða 96 ferkílómetrar. Þar em miklir vellir og gróin hraun. Mest þetta land er slétt og heldur hart og sendið valllendi með smámýrarblettum í dældunum. Það er mjög greitt yfirferðar og stafar þaðan nafnið. Efst á Skeiðum stendur hátt fjall er Vörðufell nefnist og er Úlfsvatn uppi á kollinum. Þjórsá og Hvítá eru landamerki sveitarinnar að austan og vestan. Jörðin Blesastaðir er á Suður-Skeiðum um 269 ha og liggur að Þjórsá. Þjórsárhraun, sem rann íyrir um 8700 ámm, er undir allri jörðinni en kemur hvergi upp. Það er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni frá því að ísöld lauk og kom upp í ógnarmiklu eldgosi á svæðinu milli Þórisvatns og Veiðivatna. Einbýli var á jörðinni frá 1703 - 1941. Þá höfðu hjónin á Blesastöðum, Guðmundur Magnússon og Kristín Jónsdóttir, búið á jörðinni frá 1908. Þau skiptu nú jörðinni milli sín og sona sinna, Hermanns og Magnúsar, og hafði hver þriðjung jarðarinnar. Guðmundur var með fjárbúskap til ársins 1972 en þá fengu bræðumir hlut hans í jörðinni og áttu helming hvor. Nú er því margbýli á jörðinni, ábúandi vesturbæjar með hrossabú en ábúendur austurbæjar vinna utan heimilis og em með nokkur hross. Eigendur em margir að Blesastöðum 2 en árið 2003 keypti eigandi Skeiðháholts 1 mestan hluta jarðarinnar og nytjar fénaðarhús og tún að heiman frá sér. Ingibjörg Sæunn Jóhannsdóttir (1918 - 2007) stofnaði Dvalarheimili aldraðra á Blesastöðum 3 árið 1985. Hún var áður ljósmóðir í sveitinni. Þegar Hermann Guðmundsson, maður Ingibjargar, dó árið 1980 hélt hún áfram að búa á Blesastöðum 2 til ársins 1984. Hún seldi þá jörðina en tók undan land og stofnaði dvalarheimili fyrir aldraða. Myndarlega var staðið að öllu og vakti framtak hennar mikla athygli og lof. Ingibjörg rak heimilið til ársins 1994 að Hildur Hermannsdóttir (f. 1951), dóttirin tók við rekstrinum. Þar em nú 13 vistmenn. Einn vistmanna, Katrín Ámadóttir (1910 - 2008), orti um heimilið: A Blesastöðum, bœ einum á Skeiðum, er býli gott. Og þar á fornum löngu þekktum leiðum er lífið fiott. Þar við finnum fiölda af góðum konum en fáar kýr og sjáum brátt eða eftir öllum vonum hvað í þeim býr. Jóhann Jóhannesson (1870-1914), kaupmaður í Reykjavík, gaf risastóran sjóð til minningar um eiginkonu sína, Sigurbjörgu Guðnadóttur (1873-1914), árið 1914. Tilgangur sjóðsins var að veita fátækum og ellihrumum á íslandi, sem ekki nutu sveitarstyrks og náð höfðu 65 ára aldri, lífsuppeldi á góðu elliheimili, sjá þeim fyrir öllum nauðsynjum og að lokum kosta sæmilega útfór þeirra. Jóhann vildi að elliheimilið bæri heitið Ævikvöld. Til þess að ná þessu markmiði gaf hann mestan hluta eigna sinni, um 100.000 krónur, 14. október 1914 og ritaði nákvæma skipulagsskrá fyrir Minningarsjóðinn. Sjóðurinn átti að varðveitast og ávaxtast í stjómarráðinu þar til tímabært væri að reisa elliheimilið Ævikvöld sem vígjast átti á hundrað ára afmæli konu hans, Sigurbjargar Guðnadóttur, 13. apríl 1973. Erfitt er með samanburð á verðgildi af ýmsum ástæðum Sendum myndalista um allt land Kársnesbraut 98 | 200 Kópavogur | Sími: 564 4566 | Fax: 534 5533 | E-maii: sol@solsteinar.is | www.solsteinar.is Leasteinar í miklu úrvali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.