Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Síða 32

Fréttatíminn - 27.02.2015, Síða 32
P arís hefur verið heimsborg öldum saman og sogað til sín fólk hvaðan-æva. Borgin hefur lengi haft sterkt aðdráttarafl fyrir fólk sem leitar að betra og áhugaverðara lífi. Og því fleiri sem borgin freistar því kröftugri verður hún og nær að soga til sín enn fleiri. París er því sigurverk sem knýr sjálft sig áfram og endur- nýjar sig sjálfkrafa. Eða næstum því svo. Þessi aldagamli sogkraftur borgarinnar er líka aðdráttardráttarafl fyrir ferðamenn. Þeir leita uppi gamla anda sem fundu áhugavert líf í borginni og kveiktu þar enn áhugaverð- ara líf. Listamannahverfi sem eitt sinn lokkaði myndlistarfólk alls staðar að. Jazzbúllur þar sem Ameríkumönnum af afr- ískum uppruna var fagnað sem listamönnum meðan þeir voru aldrei annað en þriðja flokks borgarar heima fyrir. Frjáls- lyndið sem Gertrude Stein, Hemingway og aðrir Banda- ríkjamenn fundu á flótta undan forpokaðri siðsemdinni. Og svo framvegis. Þeim sem leita uppi þennan liðna anda skal bent á að París er ekki lengur sú sem hún var. Picasso kemur ekki á Lapin Agile eftir langan dag á vinnustofunni, Sartre situr ekki lengur á Les Deux Magots, Hemingway drekkur ekki á Le Select og Josephine Baker dans- ar ekki lengur í Folies Bergère. Það er álíka líklegt að þú rekist á anda þessa fólks í París og að þú rekist á Njál á Bergþórshvoli. Þægindi liðins tíma – spenna nútíðar En það skiptir svo sem fæsta ferðamenn í París nokkru máli. París er einskonar Disney World fyrir fullorðna; risastór skemmtigarður með frábærum veitingastöðum, glæsilegum söfnum, iðandi götulífi, lifandi skemmtanalífi og öllu sem ferðamenn þurfa á að halda þegar þeir sleppa að heiman og fá loksins frí. Fimmta hvert launað starf í París sinnir þörfum ferðamanna. Á hverjum tíma eru ferðamenn um 15 prósent borgarbúa – hið minnsta. Um hásumarið eru ferðamenn örugglega nærri fjórðungur þess fólks sem er innan borgarmúranna. Og eins og inn- flytjendur mótuðu París fyrrum; þannig hafa 30 milljónir ferða- manna á ári líka lagað borgina að sínum þörfum. Það er líklega hvergi þægilegra að vera túristi en í París. Öll borgin vill þjóna þér. Þú þarf ekki einu sinni götukort því það er miklu meira gaman að villast en að rata. Það er sama hvert fæturnir bera þig, svo til allar götur eru spennandi og öll hverfin indæl, hvert á sinn máta. En ef fólk vill kynnast heims- borginni París í mótun verður það að fara út fyrir fjölmennustu ferðamannastaðina og leita uppi svæði þar sem fólkið, sem flykkst hefur til borgarinnar á undan- förnum áratugum, hefur mótað borgina og er enn að móta hana. Ef fólk vill finna sambærilegan kraft og fylgdi rússneskum flóttamönnum undan bolsévikum, banda- rískum Afríkönum á flótta undan kynþátta- fordómum eða hinum drykkfellda Hem- ingway að flýja bann- árin þá er líklegast að finna hann í alsírsk- um hluta Parísar, í vestur-afrískum hverfum, indverskum eða kínverskum. Fyrir fólk frá þessum og öðrum svæðum utan Vesturlanda er París miðja heimsins og upphaf að nýju lífi og nýrri menningu þótt borgin sé ef til vill ekki lengur miðja stjórnmála, verslunar-, lista- eða menningarlífs í huga Vestur- landabúa – kannski frekar höfuð- borg liðins tíma. Allt fólk varð franskt og allir siðir urðu franskir París hreinsaði náttúrlega fyrst upp sveitir Frakklands og sogaði þaðan til sín kraftmesta fólkið. Þetta var áður en nokkrum datt í hug að kalla allt fólk í Frakklandi eina og sömu þjóð. Fólkið sem fluttist til Parísar talaði ólíkar mállýskur og flutti með sér ólíka menningu, mat og siði. Þetta mótar enn svip borgarinnar, Það má víða sjá veitingastaði og verslanir sem leggja áherslu á mat frá mis- munandi svæðum Frakklands. Úr þessu stefnumóti varð til sú deigla sem gat af sér franska veitingaeldhúsið, sem lagði heiminn að fótum sér seint á nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu. Það gerðist þá í París sem síðar varð á norðanverðri Ítalíu þegar fólk frá suðrinu flykktist norður til að vinna. Mílanó, Tórínó og þvílíkar borgir urðu þá sá suðupottur sem gat af sér ítalska nútímaveitingahúsið, eins og við þekkjum það. Á nítjándu öld komu bylgjur Pólverja, Portú- gala, Ítala, Spán- verja og Belga til Parísar og runnu saman við deiglu borgarbúa. Þrátt fyrir mismun- andi bakgrunn og ólíka siði og trú féll þetta fólk að hugmyndum um hvað það var að vera Frakki. Það hjálpaði til að 1905 sam- þykkti þingið lög sem rauf öll tengsl ríkis og kirkju. Frakki gat verið trúlaus, mótmælandi, kaþólskur – og meira að segja gyðingur eftir Dreyfuss-málið og enn frekar eftir seinna stríð. Til að gefa hugmynd um þá deiglu sem París var má geta þess að ljóð- skáldið Guillaume Apollinaire var pólskrar ættar eins og líka efnafræðingurinn Marie Curie, leikgyðjan Simone Signoret og René Goscinny, höfundur teiknimyndasagnanna um Ástrík. Hjartaknúsararnir Yves Montand og Jean-Paul Belmondo eru báðir af ítölskum ættum eins og fótboltasnillingarnir Michel Platini og Eric Cantona og ritjöfurinn Émile Zola. Sjálfur Serge Gainsbourg er af rúss- nesku bergi brotinn og líka Jacques Tati. Og Johnny Hallyday er Belgi og leikarinn Jean Reno er spánskur. Og svo var Edith Piaf berbi. Það sem við höldum að sé franskast af öllu frönsku er í raun afrakstur af mótun Parísar á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Það var franskt að hafa sjálfs- traustið til að draga til sín áhrif annars staðar en ófranskt að óttast. Samlögun strandar Hugmyndin um að París og Frakkland gæti innlimað allt og gert að sínu breyttist hins vegar með nýlendustefnunni. Þótt alsírskir og marokkóskir hermenn hafi barist með franska hernum í fyrri heimstyrjöldinni og verkamenn frá Norður-Afríku flutt til Frakk- lands á fyrstu áratugum síðustu aldar; var ekki litið svo á að fólk frá þeim slóðum gæti orðið Frakkar á sama hátt og fólkið sem kom frá Suður- eða Austur-Evrópu. Eða gyðingar. Fólk frá Norður-Afríku var í Frakklandi skilgreint út frá trú upprunalandsins; íslam. Til varð hugtakið Islam français, sem átti að ná utan um stöðu þessa fólks innan fransks samfélags. Hug- myndin var að fólk frá löndum íslam væri og yrði ætíð háð trú- ariðkunum sínum; bænum fimm sinnum á dag, föstum, banni við áfengisdrykkju og svínakjötsáti (ekkert paté og rauðvín!) og öðrum helgisiðum samofnum daglegu lífi sem skolast höfðu burt úr lífi kristinna mörgum öldum fyrr. Utan frá virkaði taktfast og agað helgihald mús- lima á franska stjórnarerindreka eins og þar færi fólk sem hefði takmarkaðri rétt eða vilja til sjálfstæðra skoðana. Þeir mátu það svo að þarna færu agaðar hópsálir ofurseldar tilskipunum síns mullah. Þessar hugmyndir byggðu náttúrlega á kynþáttafordóm- um sem voru leiðandi þáttur í vestrænni samfélagshugsun frá nýlendutímanum og fram yfir seinna stríð, þegar við blasti í útrýmingarbúðum nasista hvert slík hugsun leiddi. En þessar hugmyndir hurfu ekki við hryll- inginn í stríðslok. Um margt eru hugmyndir Vesturlandabúa um múslima enn þær sömu og frönsk stjórnvöld mótuðu fyrir rúmri öld. Okkur hættir til að líta á múslima sem ósjálfstæðar hópsálir sem geta beitt sjálfa sig Heims- borgin endur- nýjar sig á nýjan máta Á síðustu áratugum hafa myndast margar miðjur í París sem þjónusta fólk frá ólíkum heimshlutum; og ekki síst bragðkirtlum. Þar er hægt að nálgast vörur og andrúmsloft frá ólíkum deildum jarðar. Norður-Afríka, Vestur- Afríka, Indland, Víetnam, Kína – allt á þetta sín sýnishorn í borginni. Þessar miðjur eru bæði merki um fjölmenn- ingu borgarinnar en ekki síður um aðskilnaðarstefnu franskra yfirvalda. Vestur-Afríka í París Í kringum Château Rouge í austurhlíðum Montmartre eru fleiri afrískar hárgreiðslustof- ur en í nokkurri afrískri borg. Út frá lestrar- stöðinni í austurátt er Goutte d’Or-hverfið (gulldropinn) og þar eru líka alskyns fatabúðir og búðir sem selja afrísk efni. Eilítið austan við stöðina er matarmark- aður við rue Dejaen. Þar er mest um að vera á föstudögum og laugardögum. Það sem einkennir þennan mark- að eru vestur-afrískar rætur, chillipipar og ódýrir partar af dýrum; nýru, þindar, fætur. Hér verslar fátækt fólk. Indland í París Það eru ekki nema um tuttugu ár síðan fólk frá Pakistan og Sri Lanka tók að umbreyta nágrenni Gare du Nord, úr niðurdröbbuðu hverfi í sýnishorn af Indlandi. Takið metró að La Chapelle og gangið suðureftir í átt að Gare du Nord; eftir rue du Faubourg Saint-Denis og hliðargötum. Þar eru verslanir sem selja silki og annan indverskan klæðnað, veitinga- staðir, vídeóbúðir með Bollywoodmyndum, blómasalar, hárgreiðslu- stofur og stórar matar- verslanir sem anga af þykkum kryddilmi. Þar sunnar eftir Boulevard de Magenta eru víða pakistönsk áhrif og við Passage Brady er fjöldi pakistanskra veitingastaða í hverfi sem stundum er kallað litla Islamabad. Kína í París Tang Frères-markaður- inn á Avenue d’Ivry í 13. hverfi á vinstri bakk- anum hefur vaxið upp í að verða að verslunar- keðju sem finna má víða um Evrópu. Markaður- inn var stofnaður af hinum kínversku Tang- bræðrum sem flúðu Laos, en fólkið sem hefur mótað kínahverfið þar um kring er flest komið af fólki sem flutti frá Kína fyrr á öldum til Indókína; Víetnam, Laos, Kambódíu; og varð kjarninn í verslunarstétt þessara landa. Svæðið í kringum Avenue d’Ivry, Avenue de Choisy og Boulevard Masséna er nú stærsta kínahverfi Evrópu. Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Þeir sem gera sér ferð í vestur- afríska hverfið við Château Rouge utan í austur- hlíð Montmartre ættu að ganga aðeins í norður eftir Boulevard Barbès að horninu á Boulevard Orn- ano. Þar númer sjö er La Rose de Tunis, bakarí sem bræður frá Túnis stofnuðu fyrir tuttugu árum. Bakkelsið þar er eins og borgin; fjölbreytt, lit- skrúðugt og sætt. Ljósmynd/Alda Lóa Leifsdóttir 32 matartíminn Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.