Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Page 66

Fréttatíminn - 27.02.2015, Page 66
A dam Levine er fæddur 18. mars 1979 og er söngvari, lagahöfundur og leikari. Hann er einna helst þekktastur fyrir að vera söngvarinn í popp­ hljómsveitinni Maroon 5. Tveir sigurvegarar the Voice hafa kom­ ið úr hans liði. Adam hefur einnig stigið fæti inn í leiklistarheiminn á síðustu árum en hann lék lítið hlut­ verk í þáttaröðinni American Hor­ ror Story: Asylum og kvikmyndinni Begin Again. Blake Shelton er fæddur 18. júní árið 1976 og er einn helsti kántrí­ söngvari Bandaríkjanna. Blake hefur alls hlotið fimm tilnefningar til Grammy verðlaunanna. Hann er sigursælasti dómari The Voice frá upphafi, en alls hafa fjórir sigurveg­ arar keppninnar frá upphafi verið undir handleiðslu hans. Pharell Williams er fæddur 5. apríl 1973 og gengur yfirleitt undir nafninu Pharell. Hann er allt í senn lagahöfundur, rappari, framleið­ andi, tískufrömuður og hefur hlotið 11 Grammy verðlaun. Lagið Happy úr kvikmyndinni Despicable Me 2 er án efa hans þekktasta lag, en það hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og er til að mynda mest sótta lag í Bretlandi frá upphafi. Þetta er í annað sinn sem Pharell verður í dómnefnd The Voice. Christina Aguilera er fædd 18. desember 1980 og er söngkona, lagahöfundur, leikkona. Hún hóf feril sinn í The Mickey Mouse Club ásamt Britney Spears, Justin Tim­ berlake og fleiri stjörnum. Christ­ ina snýr nú til baka í The Voice eftir tveggja ára hlé og bíða aðdáendur hennar spenntir eftir endurkom­ unni. The Voice snýr aftur Áttunda þáttaröðin af einum vinsælasta skemmtiþætti veraldar, The Voice, er að hefja göngu sína en þar fá hæfileikaríkir söngvarar tækifæri til að slá í gegn. Carson Daly heldur áfram sem kynnir og í dómarasætunum verða þeir Adam Levine, Blake Shelton og stórstjarnan Pharell Williams. Gewn Stefani verður ekki með að þessu sinni en það er engin önnur en Christina Aguilera sem fyllir hennar sæti í dómnefndinni eftir tveggja ára pásu. Konum fjölgar í Rótarý Guðbjörg Alfreðs- dóttir, umdæmis- stjóri Rótarý á Íslandi, segir eðlilegt að jafn margar konur og karlar taki þátt í félagsskap á borð við Rótarý- hreyfinguna. Að hennar frum- kvæði verður í fyrsta skipti sérstakur Rótarý- dagur haldinn á Íslandi þar sem starfið er kynnt. Guðbjörg segir það hafa aukið víðsýni sína að starfa í Rótarý. Stærsta verk- efnið á alþjóða- vísu síðustu ár hefur verið að vinna gegn löm- unarveiki. É g tel eðlilegt að það séu jafn margar konur og karlar í svona félagsskap. Þess vegna er líka eðlilegt að konur séu stundum í forsvari og stundum karlar,“ segir Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmis­ stjóri Rótarý á Íslandi. „Það er alltaf verið að reyna að fjölga konum í stjórnum fyrir­ tækja og það hefur sýnt sig að það er betra að bæði kynin komi að stjórnum,“ segir hún. Tveir klúbbar á landinu hafa á að skipa nærri jafn mörgum konum og körlum og fjöldi kvenna fer vaxandi í Rótarýhreyfing­ unni. Guðbjörg er þriðja konan sem gegnir embætti umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi. Að hennar frumkvæði verður í fyrsta skipti haldinn sérstakur Rótarýdagur á Íslandi laugardaginn 28. febrúar en slík­ ir dagar eru haldnir víða um heim. Þessi dagsetning var valin af handahófi en svo skemmtilega vill til að Rótarýhreyfingin var stofnuð 23. febrúar 1905 í Chicago svo Rótarýhreyfingin fagnar 110 ára afmæli félagsskaparins rétt fyrir Rótarýdaginn. Alls eru um 1,2 milljón rótarýfélaga um allan heim en íslenskir félagar eru tæp­ lega 1200. Konur og karlar eru saman í rótarýklúbbum og gekk sú fyrsta til liðs við hreyfinguna á Íslandi árið 1992. Einkunnarorð Rótarý eru „Þjónusta ofar eigin hag“ og segir Guðbjörg að eitt af markmiðum Rótarý sé að breiða út þennan boðskap. „Við leggjum líka áherslu á að meðlimir greiði í Rótarý­ sjóðinn sem er flaggskip hreyfingarinnar og kost­ ar fjölmörg mannúðar­ verkefni um allan heim. Þá er það markmið okkar að gera Rótarý sýnilegra og er Rótarýdagurinn lið­ ur í því,“ segir hún en ein­ kunnarorð heimsforseta Rótarý, Gary Huang, fyrir árið 2015 eru einmitt „Vörp­ um ljósi á Rótarý.“. Mikið er lagt upp úr því að félagar í Rótarý séu úr sem flestum starfsgreinum. „Það eykur á víðsýni að kynnast ólíku fólki. Tengslanetið skiptir líka miklu og get­ ur haft áhrif bæði í leik og starfi. Ég kem úr lyfjabransanum og þeg­ ar ég gekk í Rótarý hélt ég að lífið snerist bara um lyf en ég hef lært gríðarlega mikið í þessum félagsskap,“ segir hún. 30 rótarýklúbbar eru starfandi á Íslandi og stuðlar hver þeirra að ýmsum framfaramál­ um í heimabyggð, sem og verkefnum á lands­ vísu auk alþjóðlegra verkefna. „Þetta eru til að mynda verkefni sem snúa að skógrækt, stuðningi við hjúkrunarheimili, hreinsun á göngusvæðum og söfnun á hlýjum fötum fyrir þá sem minna mega sín. Við leggjum rækt við æskulýðsmál og á hverju ári stönd­ um við fyrir skiptinemaáætlun þar sem við sendum íslenska skiptinema út þar sem þeir búa hjá rótarýfélögum og tökum við erlend­ um skiptinemum hingað. Þá veitir Rótarý háskólastyrki og tíu Íslendingar hafa hlotið alþjóðlegan friðarstyrk Rótarýhreyfingar­ innar sem er ætlaður til náms og rannsókna sem stuðlar að eflingu friðar í heiminum. Rótarýklúbbar um allan heim ráðstafa um 100 milljónum dollara árlega til menntunar­, fræðslu­ og menningarmála. Stærsta verk­ efni undanfarinna ára hefur verið að útrýma lömunarveiki,“ segir Guð­ björg. Hún er afar spennt fyrir Rótarýdeginum og er undirbún­ ingur í fullum gangi hjá klúbbum um allt land. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Konur og karl- ar eru saman í rótarýklúbb- um og gekk sú fyrsta til liðs við hreyfing- una á Íslandi árið 1992. Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, er þriðja konan sem gegnir þessu emb- ætti. Mynd/Hari Fjórpróf rótarýmanna sem er haft til hlið- sjónar í öllu starfi Rótarý: Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? 66 menning Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 6 55 52 0 9/ 13 ALICANTE, BENIDORM f rá Tímabi l : apr í l - maí 2015 12.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.