Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 4
Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari stórbrotnu ferð um svissnesku Alpana njótum við svæðisins Valais, göngum um fjalllendi með blómstrandi engjum og í gegnum aldagamla greniskóga. Gengið verður að Zermatt, frægasta fjalli svæðisins og um Bettmeralpana. Gist á einu hóteli alla ferðina. Verð: 249.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . 25. júlí - 1. ágúst Á slóðum Valais & Zermatt Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Minnkandi n-átt og að Mestu úrkoMulaust. Bjart syðra. HöfuðBorgarsvæðið: Léttskýjað, en dáLítiL goLa. léttir til og Hlýnar Heldur n- og a-til. sMá rigning s-lands. HöfuðBorgarsvæðið: skýjað að mestu og dropar síðdegis. a- og na-átt og strekkingur. rigning a-lands. kólnandi n-til. HöfuðBorgarsvæðið: skýjað með köfLum, en úrkomuLaust. HLýnar. sólin nær norður en áfram fremur svalt svalt heimskautaloft liggur hér við akkeri. Lægð suðvesturundan reynir að bægja því frá um helgina. með henni rétt nær að rigna sunnanlands seint á laugardag. Það mun líka blása af austri sem hækkar loft- hitann nokkuð sV- og V-lands fram á sunnudag. sólin nær að skína fyrir norðan. Það er að koma júní og þá má þessari tíð fara linna. Loft úr suðri eða suðaustri af mildum uppruna er þá boðið velkomið. en spurning hvort það þekkist heimboðið alveg strax? 8 4 5 6 9 9 6 8 9 7 11 9 5 5 9 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Reimar kjörinn formaður reimar pétursson hæstaréttarlögmaður var í vikunni kjörinn formaður Lög- mannafélags íslands. Hann tekur við af jónasi guðmundssyni sem gegnt hefur formennsku síðustu þrjú ár. Á Hraunið fyrir Facebook- notkun ungur fangi sem afplánar þriggja ára dóm var sendur af kvíabryggju á Litla- Hraun á dögunum fyrir brot á reglum um netnotkun. mun brotið snúa að facebook-notkun fangans, að því er Vísir greinir frá. Landsbanki hækkar vexti Landsbankinn hefur hækkað fasta vexti á óverðtryggðum íbúðalánum. fastir vextir til þriggja ára hækkuðu um 0,4 prósentustig en fastir vextir til fimm ára um 0,3 prósentustig. upplýsingafulltrúi bankans segir við Viðskiptablaðið að hækkanirnar séu til komnar vegna þess að vextir á markaði séu að hækka. Búist er við því að aðrir bankar fylgi í kjölfarið. 257 mál bíða nú afgreiðslu alþingis. Frábær árangur í Cannes kvik mynd in Hrút ar, í leik stjórn gríms Há kon ar son ar, hlaut un Certain regard verðlaun in í sam nefnd um flokki á kvik mynda hátíðinni í Cann es um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem ís lensk kvik mynd í fullri lengd vinn ur til verðlauna á hátíðinni. Hrútar voru frumsýndir á íslandi í vikunni.  vikan sem var María fékk 14 stig ísland komst ekki upp úr undankeppninni í euro- vision og hafnaði í 15 sæti af 17 þjóðum á fimmtudags- kvöldinu. maría Ólafs þótti standa sig með ágætum en fékk þó aðeins 14 stig. svíar fóru með sigur af hólmi í úrslitakeppninni. Þ að er alveg ótrúlegt hvað fólk er hug-myndaríkt að safna,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, en alls hafa einstaklingar og fyrirtæki safnað 16 milljónum í neyðar- söfnun fyrir börnin í Nepal. Rúmur mánuður er liðinn frá stóra skjálftanum sem varð ríf- lega 8600 manns að bana. Talið er að um 25% látinna séu börn undir 10 ára aldri. Neyðin á svæðinu er gífurleg og telur UNICEF að um 1,7 milljón barna séu í mikill neyð. Börnin eru munaðarlaus, heimilislaus og hafa ekki aðgang að heilsugæslu né hreinu vatni. Framlögin munu meðal annars fara í að út- vega hreint vatn og hreinlætisgögn, neyðar- skýli, nauðsynleg lyf og sálrænan stuðning fyrir börn sem hafa upplifað alltof mikið. Íslendingar sýna mikla samkennd Sigríður segir starfsmenn UNICEF vera ótrúlega þakkláta og glaða að upplifa allan þann stuðning sem Íslendingar sýna börn- unum í Nepal. „Það eru svo margar fallegar sögur að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Það eru til dæmis vinkonurnar Tanja Kristín Ragnarsdóttir og Katrín Sif Arnarsdóttir sem báðar eru níu ára gamlar. Þær voru um daginn með kaffihús í bílskúrnum heima hjá sér þar sem foreldrunum var boðið að kaupa kaffi, djús og meðlæti fyrir ákveðna upphæð. Þær voru búnar að ákveða að gefa ágóðann af kaffihúsinu til góðgerðamála og eftir að jarðskjálftinn reið yfir ákváðu þær að styrkja börnin í Nepal. Það sama gerðu 10 ára börn í Varmalandsskóla, Góðgerðafélag Verzl- unarskóla Íslands og nemendur í Flataskóla. Hópur Filippseyinga, sem búsettur er á Ís- landi, eldaði líka mikið magn af kræsingum og seldi í Ráðhúsi Reykjavíkur á fjölmenn- ingardeginum um daginn og svo er það hún Emma Sigrún Jónsdóttir sem perlaði yfir 160 slaufur til styrktar börnum á jarðskjálfta- svæðinu.“ Hvert framlag skiptir máli „Þessar fallegu sögur af fólki eru alls ekki tæmandi,“ segir Sigríður. „Það mætti lengi telja upp alla þá einstaklinga sem hafa lagt börnunum í Nepal lið. Þetta er bara ótrúlegt og sýnir að fólki stendur ekki á sama og að saman getum við allt. Hvert einasta framlag, stórt og líka smátt, skiptir öllu máli.“ Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með frjálsum framlögum eða með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 og leggja þannig 1500 krónur í söfnunina. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  JarðskJálFtasvæði neyðarsöFnun uniCeF emma sigrún jónsdóttir perlaði 160 slaufur til styrktar börnunum í nepal. Sextán milljónir hafa safnast fyrir börnin í Nepal nú er rúmlega mánuður liðinn frá skjálftanum í nepal og neyðin á svæðinu er gífurleg. Ríflega 8600 létust í skjálft- anum og metur uniCef sem svo að um 1,7 milljón barna á svæðinu séu í sárri neyð. nú hafa safnast 16 milljónir í neyðarsöfnun uniCef og enn er hægt að leggja sitt af mörkum. á hjúkrunarheimilinu mörk létu íbúar og starfsmenn ekki sitt eftir liggja og héldu glæsilegt bingó og pitsuveislu til styrktar börnum í nepal í vikunni. 4 fréttir Helgin 29.-31. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.