Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 46
46 heilsa Helgin 29.-31. maí 2015  Útivist Jón Gauti Jónsson er sérfróður um fJallaferðir oG Útivist H in almenna regla er að skór veiti ökklanum stuðning ef gengið er með byrðar eða utan stíga. En á þessu eru undantekningar og til eru þeir sem velja jafnvel ofvaxna hlau- paskó með grófum botni í langar dagleiðir á fjöllum. Þeir setja létt- leikann í öndvegi enda eru þeir jafnan fótvissir með afbrigðum og með sterka ökkla. Algengara er þó að fólk velji skópar með of stífum sóla og of miklum ökklastuðningi fyrir auðveldar leiðir á stígum. Ef stuðningur er of mikill eða of mikið þrengt að ökklanum verður göngulagið afkáralegt og áreynsl- an óþarflega mikil, auk þess sem hætta á fótameinum eykst. Segja má að því erfiðara sem göngulandið er, því traustari ættu skórnir að vera og sér í lagi sóli þeirra. Stuðningurinn við fótinn byggist á því að hællinn sitji vel skorðaður í traustum hælkappa án þess að ökklinn sé heftur svo göngulagið verði mjúkt og flæð- andi. Þar sem allur útbúnaður er nú léttari en áður var má komast af með minni ökklastuðning og veigaminni skó. Það þarf ekki flókna útreikninga til að átta sig á að í léttari skóm léttist hvert skref, jafnvel um nokkur hundruð grömm, sem er fljótt að safnast saman í mörg kíló eða tonn á dags- göngu. Enda þótt þróunin hafi verið hröð á þessu sviði eru breytingarn- ar ekki eingöngu tilkomnar vegna betri efna, eins og raunin er með fatnað, því leðrið og gamli vibram- sólinn eru ennþá grunneiningar vandaðra gönguskóa. Byltingin felst fyrst og fremst í þægilegri skóm sem passa betur og eru létt- ari. Þeir eru hins vegar ekki jafn sterkir og áður var og því þarf ef til vill að endurnýja oftar. Hefð er fyrir því að skipta gönguskóm gróflega í þrennt eftir því hvernig langstífni sóla þeirra er; alstífir, hálfstífir og mjúkir. Mörkin þarna á milli eru þó ekki skýr og stundum háð samanburði. Vatnsheld öndunarhimna er núorðið í flestum gönguskóm og heyrir frekar til undantekninga ef svo er ekki. Vatnshelda filman er alltaf límd innan á leðrið eða annað skóefni og þótt hún sé auk þess varin með fóðri geta sandkorn og smásteinar, eða beittar táneglur, eyðilagt filmuna að innanverðu svo skórnir fara að leka. Þrátt fyrir góða vatnsheldni verður að muna að bera á skó, til þess að leðrið haldist mjúkt og skorpni ekki né rifni á saumum og einnig til að skórnir hrindi betur frá sér vatni. Eftir því sem undirlendi verður grófara, svo sem í hrauni eða skriðum, þeim mun mikilvægara er að skórnir verji fætur vel. Þykkt leður og gúmmíkantur upp á jaðra og yfir tá ver helstu slitfleti og margfaldar endingu skónna en þyngir þá einnig. En hvernig skó? Hvernig skó þú velur fer eftir því hvernig útivist þú stundar. Því miður henta engir einir skór öllum þeim fjölmörgu útivistarmögu- leikum sem hér eru kynntir til sögunnar, en hér er tilraun til flokkunar.  Mjúkir gönguskór og lágir: Fyrir göngur á stígum í ná- grenni byggðar.  Mjúkir gönguskór og með svolitlum ökklastuðningi: Fyrir fjallgöngur á góðu undirlendi og lengri dagsgöngur á stígum með dagsferðapoka.  Hálfstífir fjallgönguskór með góðum stuðningi við ökkla: Fyrir lengri fjallgöngur og erf- iðar bakpokaferðir með þungar byrðar.  Gönguskór með stífum sóla og góðum stuðningi við ökkla: Ýmist leður- eða plastskór fyrir fjallamennsku og klifur. Það fer svo eftir því hversu áköf fjallageit þú ert hversu vandaða skó þú velur í þeirri von að þeir endist betur. Að kaupa gönguskó Sú tíð er liðin að nokkrar þján- ingarfullar fjallgöngur þurfti til að sættast við nýja gönguskó. Þrátt fyrir að þeir séu nú þjálli og þægilegri en þeir voru í árdaga er mikilvægt að finna par sem pass- ar. Þess vegna er ekki ráðlegt að kaupa gönguskó á netinu nema þeir séu sömu gerðar og í sama númeri og maður hefur áður átt. Skókaup þarf að vanda og best er að hitta á reynda starfsmenn útivistarverslana sem þekkja vel vörurnar sem þeir selja. Mikil- vægt er að gefa sér góðan tíma og vera ófeiminn við að prófa ólíkar gerðir í nokkrum númerum til að finna skó sem passa. Ekki kæmi á óvart þótt afgreiðslumaðurinn bæði þig að fara úr skóm og sokk- um svo hægt sé að mæla lengd og breidd fótarins. Ef þér býðst að setja fótinn í mælitæki skaltu standa með fullum þunga í fótinn til að fá rétta mynd af lengd hans. Reyndir afgreiðslumenn geta raunar margir hverjir verið fljótir að átta sig á því hvað hentar best við það eitt að sjá beran fótinn. Aðalatriðið er að fara sér að engu óðslega, sætta sig ekki við smá- atriði sem pirra í versluninni því miklar líkur eru á að þau valdi óþægindum á fyrsta göngudegi, verði að stórmáli í lok dags og til stórra vandræða í öllum ferðum þaðan í frá. Létt er rétt ... nema það endist illa Áherslan á léttan fatnað og útbún- að er góð svo langt sem hún nær. Það sem við neytendur þurfum þó að vera meðvitaðir um er að létt útivistarföt og skór eru gjarnan veigaminni og endast skemur, þótt þykkur og þungur fatnaður sé engin trygging fyrir endingu. Ef til vill er ágætt að velta endingu fyrir sér og setja spurningarmerki við umhverfisáhrif framleiðslunnar áður en léttleikinn einn er látinn ráða ferðinni. Allt sem þú vildir vita um... skó Jón Gauti Jónsson er margreyndur fjallaleiðsögumaður sem þekkir fjalllendi Íslands í sól og sorta betur en flestir. Í Fjallabókinni miðlar hann af eigin reynslu og leitar í sarp fjölda sérfræðinga á ýmsum sviðum. Útkoman er einstæð fróðleiksnáma, ómissandi fyrir alla þá sem hugsa til fjalla. Við fengum að kíkja í bókina og fræðast um hvernig skóbúnaður eigi að verða fyrir valinu þegar haldið er á fjöll. Jón Gauti fræðir áhugasama um fjallaferðir og það sem þarf að vita um þær í Fjallabók- inni. Hér fræðir hann okkur um skóbúnað í þeim ferðum. BERG TRAMPÓLÍNFRÁ 122.900kr WINTHER HJÓL KRUMMA RÓLUR KÍKTU Á VEFVERSLUN KRUMMA.IS FRÁ 106.800kr LEIKTÆKIN FÆRÐU Í KRUMMA FRÁ 14.700kr Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Inniheldur aðeins náttúrulegar jurtir td. Sítrónu Melissu og Chamomillu ásamt blöndu B vítamína og magnesíum. SOFÐU RÓTT Í ALLA NÓTT „Laus við fótaóeirð og sef mun betur“ -Sigríður Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.