Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 14

Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 14
Hrútar  Höfundur og leikstjóri: Grímur Hákonarson. Aðalhlutverk: Sigurður Sigur- jónsson og Theodór Júlíusson. Kvikmyndataka: Sturla Brand Grövlen. Tónlist: Atli Örvars- son. Klipping: Kristján Loðmfjörð. Búningar: Ólöf Bene- diktsdóttir og Mar- grét Einarsdóttir. Förðun: Kristín Krist- jánsdóttir. Framleiðandi: Grímar Jónsson. Grími og félögum tókst hið ómögulega Viltu stunda nám í einum af 300 bestu háskólum heims? VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD BS nám í viðskiptafræði Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á metnaðarfullt, fjölbreytt og framsækið nám. Deildin hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í sjö áratugi. Þetta er nám sem gerir kröfur samhliða því að veita góða fræðilega undirstöðu, virkja sköpunarkraftinn og hvetja til agaðra vinnubragða. Það er metnaður Viðskiptafræðideildar að tryggja nemendum góða menntun sem nýtur trausts í samfélaginu og hefur á sér gæðastimpil. Umsóknarfrestur er til 5. júní Hægt er að sækja um rafrænt á www.vidskipti.hi.is. Umsókninni þarf að fylgja afrit af stúdentsprófsskírteini. Boðið er upp á fjögur kjörsvið til BS gráðu í viðskiptafræði: • Fjármál • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti • Reikningshald • Stjórnun www.hi.is Þ að hefur ekki farið fram hjá mörgum að kvikmyndin Hrútar, eftir Grím Hákon- arson, hlaut ein virtustu verðlaun sem ungum leikstjóra bjóðast á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr í vikunni. Myndin keppti í flokknum Un Certain Regard þar sem efni- legir leikstjórar keppast um verð- launin. Hrútar eru önnur íslenska myndin sem kemst í Un Certain Regard flokkinn því árið 1993 komst Óskar Jónasson með hina frábæru Sódómu Reykjavík þangað. Sól- veig Anspach og Dagur Kári hafa reyndar líka komið að sitt hvorri myndinni. Þær voru þó framleiddar utanlands og teljast því ekki með í Íslandsmetingnum. Aftur að Hrútum. Ég á eiginlega ekki orð yfir Sigga Sigurjóns. Fyrir mér hefur hann alltaf verið ýmist með vott af Grana, Elíasi og Ragnari Reykás í flestu því sem hann tekur sér fyrir hendur. En í þessari mynd fer Sigurður, gælunafnið Siggi nær ekki yfir frammistöðuna, með stór- leik. Maðurinn er hreint út sagt stórkostlegur í myndinni. Vissulega er Teddi skrambanum betri líka, en fjúff. Sigurjónsson átti þarna leik lífs síns. Saman lyfta þeir svo mynd- inni og öðrum sem þátt í henni tóku á hæsta plan. Nú er það svo að sá sem þetta skrifar er borgarbarn fram í fing- urgóma en þó vill svo til að ég er kvæntur inn í Bárðardalinn, hvar myndin gerist einmitt. Kom þang- að blautur bak við eyrun tveimur árum fyrir aldamót. Er reyndar enn blautur bak við eyrun og handónýt- ur í sveitastörfum. Það vita tengda- foreldrar mínir, sem nóta bene eru aukaleikarar í myndinni ásamt fleiri góðum úr dalnum, að þau góðu hjón drógu stutta stráið í þeim efnum – en það er önnur saga. En sem hálf- gerður innanbúðarmaður get ég vottað að það sem Grími og áður- nefndu tvíeyki tókst umfram allt, var að ná andanum í sveitinni. Auð- vitað er margt ýkt og flúrað á stöku stað en svona heilt yfir negldu þeir andann í sveitinni. Ég skal þó fyrstur viðurkenna að þegar ég heyrði af myndinni fór ekki um mig sérstakur spennuhroll- ur. Bændamynd var ekkert sérstak- lega ofarlega á „til að gera“ listanum mínum þetta árið. Það var þó erfitt að smitast ekki af stemningunni sem vera kvikmyndagerðarfólksins skapaði í dalnum. Alltaf eitthvað að bauka og stórstjörnur, hvorki meira né minna, í aðalhlutverkum. Þegar þurfti svo að fresta vetrartökum vegna snjóleysis skapaðist svo enn meiri spenna í sveitinni. Enda fyrsti snjólétti veturinn sem ég hef upp- lifað þarna. Svona til samanburðar hefur snjóinn sumstaðar ekki enn tekið upp, nú bráðum komið fram í júní. Þetta hafðist þó allt að lokum og mér sýndist hálfur dalurinn fá, sjálfsagt verðskuldaðar, þakkir í lok myndarinnar. Svo kom stiklan á intervefinn, treilerinn. Ég horfði að sjálfsögðu á og þessum fáeinu sekúndum síðar var ég viss um að ekki bara ætlaði ég í bíó – heldur var ég viss um að Grími og félögum hafði tekist hið ómögulega. Að gera spennandi, en um leið tragíkómíska mynd um sveitina. Nánar tiltekið um kindur. Það kom svo heldur betur í ljós því myndin er frábær. Vel tekin, vel lýst, vel klippt og proppsuð í drasl. Veit reyndar ekki hve mikið þurfti að proppsa þarna á Bólstað en það var í það minnsta sérstaklega vel gert. Allt virkar saumlaust og það sem betra er – virkar raunverulegt. Og útitökurnar. Fíííúú. Þvílíkur munaður að geta beðið eftir alvöru snjó. Hárrétt ákvörðun sem einhver hefur sjálfsagt þurft að berjast fyrir. Í staðinn fyrir að nota bara gervi. Dalurinn kemur vel út og það gera líka Bárðdælingarnir sem tóku virkan þátt í framleiðslunni. Allt frá því að þjálfa kindurnar upp í að leika bara nokkuð stór hlutverk og gera það vel. Hæst ber að nefna þar sjálfa Guðrúnu á Mýri sem á þarna skín- andi fínan leik. Allt telur þetta og gerir það að verkum að Hrútarnir skunda beint á topp fimm listann yfir íslenskar kvikmyndir og er svo sannarlega þess virði að fara og sjá þá í bíó. Ein saga í lokin af hinum raun- verulega ábúenda á Bólstað í Bárð- ardal, frumútgáfunni, ef svo má segja, Héðni heitnum á Bólstað. Ég lenti við hliðina á honum á þorra- blóti Bárðardals tvö þúsund og eitt- hvað lítið. Þegar við sessunautar vorum búnir að staupa okkur tals- vert á viskípela sem hann hafði meðferðis fannst mér farið að halla svolítið á mig og pantaði því handa honum bjórdós. Héðinn horfði á mig með stingandi augnaráði þeirra Mýrarmanna og sagði svo: „Ertu vitlaus drengur, ég ætla að keyra heim!“ Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Aðalleikararnir og leikstjórinn. Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theodór Júlíusson við frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátiðinni í Cannes nú fyrr í mánuðnum. Þar sem Hrútar unnu Un Certain Regard flokkinn með einróma niðurstöðu dómnefndar. BOSTON f rá Tímabil: september - desember 14.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. 14 kvikmyndir Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.