Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 16

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 16
Nú eru foreldar saman komnir í tugatali á leikjum og haga sér eins og apakettir. Fótboltabullur þá og nú Fótbolti hefur frá örófi alda haft orð á sér fyrir að vera of- beldisfull íþrótt og jafnvel skálkaskól fyrir þá sem beita ofbeldi. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og mikill áhugamaður um knatt- spyrnu, hélt á dögunum erindi hjá KSÍ um fótboltabullur fyrr og nú. Þekktasta íslenska atvikið átti sér stað fyrir 75 árum þegar stuðningsmönnum Fram og Víkings lenti saman, lögreglubílar voru grýttir og 30 manns handteknir. KSÍ stendur nú fyrir sér- stöku átaki til að hvetja fólk til að vera góðar fyrirmyndir barna á leikjum. Y firvöld hafa haft áhyggjur af fótbolta frá því að hann fyrst kom fram. Fótbolti var álitin ofbeldisfull íþrótt og jafnvel skálka- skjól til að beita ofbeldi,“ segir Stef- án Pálsson, sagnfræðingur og mik- ill áhugamaður um knattspyrnu. „Frá upphafi hafa áhorfendur skipu- lagt sig og myndað gengi. Þegar upp úr sauð á fótboltaleikjum voru það gjarnan stuðingsmennirnir sem urðu hvað reiðastir,“ segir hann. Stefán hefur lagt sig eftir að kynna sér sögu fótboltans og hélt á dögunum fyrirlestur á súpufundi Knattspyrnusambands Íslands um sögu svokallaðs „hooliganisma“, eða óláta í tengslum við knatt- spyrnu og knattspyrnuleiki, en þeir sem viðhafa slík ólæti eru jafnan kallaðir fótboltabullur. „Þegar fótboltinn kom fyrst fram var hann lágstéttasport. Þetta var iðja í þorpum víðs vegar um Evrópu á hátíðisdögum þar sem eitt þorp keppti á móti öðru og leikmenn voru bæði kappsamir og ofbeldis- fullir þegar þeir reyndu að koma tuðrunni úr einum bæjarenda í hinn,“ segir Stefán. „Fótbolti var bændasport öldum saman. Það var síðan breska afbrigðið sem þróað- ist út í það sem við köllum fótbolta í dag.“ Stefán segir að stjórnvöld hafi í gegnum tíðina barist gegn fót- bolta og mýmörg dæmi séu um að reynt hafi verið að banna hann en aldrei hafi það gengið eftir. „Yfir- völd höfðu áhyggjur af því að menn sem áttu að stunda hermennsku yrðu stórslasaðir eftir fótboltaleiki en ekki síst voru áhyggjurnar vegna ótta við að hasarinn sem myndaðist á leikjum myndi þróast yfir í annars konar hasar og bændauppreisnir.“ Lögregla með viðbúnað Á Íslandi er knattspyrna og áhugi Stefán Pálsson sagnfræðingur er mikill áhugamaður um knattspyrnu. Hann segir yfirvöld hafa haft áhyggjur af fótbolta frá því hann kom fyrst fram og talið var að sá æsingur sem varð til hjá bændastéttinni, sem spilaði fótbolta, gæti þróast yfir í bændauppreisn gegn yfirvaldinu. Mynd/Hari breiddi út um heiminn. Bretar voru á þessum tíma ríkasta land heims og allir vildu líkjast þeim. Verka- lýðurinn tekur greinina síðan aftur til sín eftir stríð. Þegar stórar iðn- aðarborgir á borð við Manchester og Liverpool eru að þenjast út eru þar tugþúsundir verkamanna sem eiga frí um helgar og vantar afþrey- ingu. Sú afþreying verður að fara á barinn og horfa á fótboltaleiki. Áhuginn jókst gríðarlega meðal almennings og til að standa undir þessu voru stofnuð félög sem fengu gríðarlegan fjölda á leiki um hverja helgi. Menn úr hópi verkamanna urðu atvinnumenn í fótbolta og þá þótti gott að fá tvöföld iðnaðar- mannalaun fyrir að vera með þeim bestu í fótboltanum. Yfirvöld fara enn og aftur að hafa áhyggjur af þróuninni þegar tug- þúsundir verkamanna koma saman og ganga í takt. Það var mikið um uppþot á leikjunum en á millistríðs- árunum voru þetta tilviljanakennd uppþot sem komu upp til að mynda ef dómari klúðraði illilega, félag brást stuðningsmönnum sínum og seldi jafnvel besta leikmanninn. Þá brutust út átök og menn lumbruðu á lögreglunni,“ segir Stefán. Ætlaði að berja dómarann Hann rifjar upp að þekktasta dæmið um „hooliganisma“ á íslenskum fót- boltaleik sem átti sér stað 30. maí 1940 og eru því 75 ár síðan. „Eftir leik á Reykjavíkurmóti milli Fram og Víkings töldu Framarar sig sér- lega grátt leikna af dómara. Stuðn- ingsmaður þeirra ætlar að berja dómarann, maður sem gengur á milli þeirra er laminn og út brjótast óeirðir þar sem lögreglubílar eru grýttir og 30 manns handteknir. Þetta voru stórátök á íslenskan mælikvarða. Svona lagað myndi telj- ast hneyksli í dag en á þessum tíma var þetta nánast hluti af leiknum. Enginn taldi þetta á ábyrgð félags- ins og málið aðeins á milli þeirra einstaklinga sem tóku þátt og svo lögreglunnar. Þetta er sannarlega ekki eina dæmið um að dómarar þurfi lögreglufylgd af leikjum á Ís- landi,“ segir hann. Dónaskapur á leikjum yngri flokka Að loknu erindi Stefáns hjá KSÍ voru frumsýndar tvær auglýsing- ar sem eru hluti af markaðsher- ferðinni „Ekki tapa þér“ þar sem vakin er athygli á mikilvægi þess að sýna góða hegðun á leikjum og fólk minnt á að það er fyrirmyndir barnanna sinna. Fjöldi dæma hefur komið upp þar sem foreldrar á leikj- um yngri flokka haga sér ósæmi- lega með dónaleg hróp og köll á meðan á leik stendur. Ýmsir halda að þetta hafi þróast svona en Stefán bendir á að það sé aðeins upp úr aldamótum sem foreldrar fóru að koma á leiki barnanna sinna í þeim mæli sem nú tíðkast. „Hér áður fyrr voru það kannski einn eða tveir pabbar sem mættu. Nú eru foreldar saman komnir í tugatali á leikjum og haga sér eins og apakettir. Þetta er ekki til marks um að menn séu orðnir orðljótari heldur voru foreldrar alls ekki á þessum leikjum aður fyrr.“ Hann segir þessa hegðun vitanlega ólíð- andi á fótboltaleikjum barna en þeg- ar kemur að jákvæðri útrás, hrópum og látum á leikjum atvinnumanna sé hún hreinlega bara holl. „Sál- fræðingar segja gott að fá svona út- rás fyrir spennu. Það er líka hluti af félagslegu atferli að mæta á leiki, klæðast ákveðnum litum og sýna stuðning. Það er rótgróinn hluti af mannssálinni að vilja samsama sig með liði.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is á henni síður stéttbundin en víða annars staðar og til að sýna fram á þetta rifjar Stefán upp þegar hann fór knattspyrnuleik í neðri deildinni í Englandi fyrir nokkrum árum þar sem lögreglan var með nokkurn við- búnað. „Á sama tíma var rugby-leik- ur annars staðar í borginni sem mun fleiri sóttu og var sá leikur gríðar- lega mikilvæg viðureign. Lögreglan virtist hins vegar ekki hafa minnstu áhyggjur af áhorfendum á rugby- leiknum, en þar er hefð fyrir því að stuðningsmenn beggja liða sitji hver innan um annan, drekki sam- an bjór í stúkunni og aldrei eru nein vandamál. Rugby er mikil ruddaí- þrótt, mun grófari en fótbolti nokkru sinni, en þetta er íþrótt hástéttarinn- ar. Keppendurnir er flestir háskóla- menntaðir og tala fína oxford-ensku. Það eru aldrei uppþot á rugby-leikj- um,“ segir Stefán og ber ennfremur saman hegðun leikmanna í þessum íþróttagreinum. „Í fótbolta henda menn sér niður, reyna að hafa áhrif á dómarann og þykjast meiddir. Þegar rugby-leikmaður liggur veit maður að það er eitthvað alvarlegt að, og þegar þeir standa á fætur taka þeir í höndina á þeim sem kippti undan þeim fótunum.“ Afþreying verkalýðsins Það var ekki fyrr en um miðja 19. öld sem fótboltinn varð að skipu- lagðri íþrótt. „Þá höfðu strákarnir í bresku einkaskólunum tekið upp það sem bændurnir í kring voru að spila. Skólastjórarnir reyndu að banna þetta en sneru síðan vörn í sókn og sögðu drengina verða að spila eftir ákveðnum reglum. Þessir strákar útskrifast síðan, verða að- alsmenn og hluti borgarastéttarinn- ar og halda áfram að spila. Upp frá þessu þróuðust þær reglur sem enn eru við lýði í dag. Það var í raun yfirstéttin í Bret- landi sem skipulagði þessa grein og Njóttu sumarsins með Veiðikortinu 2015 og búðu til þínar minningar! 38 vatnasvæði! www.veidikortid.is 2 0 1 5 KÖBEN f rá Tímabil: september - desember 7.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. 16 viðtal Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.