Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 24

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 24
þangað til að þetta brestur á,“ segir hann. Hvernig gengur að halda sér á jörðinni fyrir svona leik. Verandi í þessari góðu stöðu sem þið eruð búnir að koma liðinu í? „Ég hef fengið að kynnast ýmsu í landsliðinu. Ég byrjaði 18 ára að spila fyrir Íslands hönd,“ segir Aron. „Þetta hefur bara stigmagnast hjá okkur og hugarfarið hefur alltaf ver- ið á þá leið að við ætlum á stórmót. Ég hef aldrei verið partur af hópi sem hefur svona fókuseraður á einn hlut,“ segir hann. „Auðvitað erum við búnir að setja pressuna á okkur sjálfir alveg eins og þjóðin sem á ekki í erfiðleik- um með að setja sér væntingar með liðið,“ segir hann og glottir. Getum við ætlast til þess að ís- lenskt landsliðið komist á stórmót, þó við séum í góðri stöðu í dag. Er það samt ekki frekja? „Kannski ekki ætlast til þess, en það er um að gera að njóta þess þegar maður er í séns,“ segir Aron. „Við finnum fyrir miklum stuðningi og einnig hefur KSÍ unnið mjög fag- mannlega að öllu í kringum þetta, sem gerir okkur kleift að vinna að okkar takmarki. Við setjum samt pressuna á okkur sjálfir með góðum árangri. Við erum allir með breitt bak og erum vanir því að takast á við þau verkefni eða erfiðleika sem mæta okkur,“ segir Aron. Þessi hópur þurfti ungan fyrir- liða Aron hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu síðan hann var 17 ára gamall þegar hann fór frá uppeldis- félagi sínu, Þór á Akureyri, til hol- lenska liðsins AZ í Alkmaar, þaðan fór hann til Coventry og svo til Car- diff. Hann var gerður að fyrirliða landsliðsins einungis 22 ára gamall, en hann segir að hann hafi aldrei átt í erfiðleikum með að taka ábyrgð. Fyrir honum var það eðlileg ákvörð- un að taka við fyrirliðabandinu þrátt fyrir ungan aldur. „Lars Lagerbäck tók þá ákvörð- un að gera mig að fyrirliða, sem var kannski rökrétt ákvörðun þar sem þetta var ungt landslið og þess vegna þurfti ungan fyrirliða,“ segir Aron. „Ég er þannig týpa að ég vil bera ábyrgð. Auðvitað höfum við leik- menn með meiri reynslu en þessi ungi hópur þurfti ungan fyrirliða. Auðvitað er þetta mikil ábyrgð og ég hef gert mistök á leiðinni sem ég læri af,“ segir hann og vísar þar til atviks í Albaníu fyrir nokkrum árum þar sem hann sagði í sjónvarpsviðtali að íbúar Albaníu væru glæpamenn upp til hópa. Vissulega í gríni en um- mælin voru sem olía á eld í albönsk- um fjölmiðlum. „Ég lærði gríðarlega mikið af því atviki,“ segir Aron. „Það gerði mig að betri fyrirliða og leik- manni en líka gerði það að verk- um að ég segi frekar eitthvað sem skiptir máli í viðtölum. Maður var sú týpan að maður reyndi að vera fynd- inn eða eitthvað slíkt og talaði við blaðamenn eins og þeir væru félagar manns. Eftir þetta tók ég eitt skref til baka og segi í dag ekkert án þess að vera búinn að hugsa það áður. Maður lærir af þessum mistökum og tekur þau með sér í reynslubankann,“ seg- ir hann. „Ég þroskaðist á einu augna- bliki þegar þessi umræða gekk yfir en hef komið sterkari til baka.“ Það er ekkert grín að vera þetta ungur í þessum að- stæðum, svo það var gott að koma heim í mömmumat eftir æfingar og leiki. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki haft hana til þess að koma mér á jörðina þegar hlutirnir gengu vel. Hver er grunnurinn að þessum ár- angri og þessari kynslóð sem leiðir íslenskan fótbolta í dag? „Ólafur Jóhannesson á stóran þátt í þessu,“ segir Aron. „Hann tek- ur nokkra af okkur úr U-21 lands- liðinu og gefur okkur séns. Þegar Lars tekur við, er búið að taka marga af okkur í A-landsliðið og hann gat því byggt ofan á það sem Óli reyndi. Lars byrjaði svo að ná úrslitum með þennan hóp. Það er mikið Lars að þakka að KSÍ hefur bætt alla fag- mennsku í kringum landsliðið. Við fengum þjálfara sem var vanur því að vinna á topp standard og allir hrif- ust með,“ segir Aron. „Svo að sjálf- sögðu fengum við allir góða grunn- þjálfun á Íslandi þrátt fyrir að hafa allir farið frekar ungir út í atvinnu- mennsku. Við erum allir af fyrstu kynslóð þeirra iðkenda sem æfðu í knattspyrnuhúsunum sem spruttu upp um allt land á sínum tíma og það er að skila sér í betri leikmönnum í dag. Eins er þjálfarastandard á Ís- landi mjög hár. Allir þjálfarar á Ís- landi eru mjög vel menntaðir á öllum stigum. Það er samt of algengt ung- ir leikmenn í dag taki því sem sjálf- sögðum hlut að komast í atvinnu- mennsku af því að kynslóðin fyrir ofan gerði það með þessum árangri,“ segir Aron. „Fara út of snemma og koma svo heim með skottið á milli lappanna. Þetta er gríðarleg vinna, líkamlega sem og andlega.“ Unnustan er stoð og stytta Fyrirliðabandið hefur fylgt Aroni lengi. Hann var gerður að fyrirliða Coventry aðeins 19 ára gamall og oft hefur hann gegnt miklu ábyrgðarhlut- verki þar sem hann er að spila. Þegar maður talar við hann þá skilur maður þá ákvörðun þjálfara. Hann er ein- beittur og yfirvegaður í fasi og maður hlustar á það sem hann hefur að segja. Hann segir að líf atvinnumannsins geti oft verið einmannalegt en eftir að Kristbjörg, unnusta hans, kom inn í líf hans fyrir tveimur árum hafi honum liðið mjög vel og segir það mjög góða tilfinningu að koma heim til einhvers eftir leiki, sér í lagi tapleiki. „Fyrst þegar ég flutti til Englands bjó mamma hjá mér í tvö ár og hjálp- aði mér að þroskast og koma undir mig fótunum,“ segir Aron. „Ég þreyt- ist ekki á að segja það að ég á henni gríðarlega mikið að þakka,“ segir hann. „Það er ekkert grín að vera þetta ungur í þessum aðstæðum, svo það var gott að koma heim í mömm- umat eftir æfingar og leiki. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki haft hana til þess að koma mér á jörðina þegar hlutirnir gengu vel. Í dag er Kristbjörg mín stoð og stytta þegar ég þarf á að halda og það er gríðarlega góð tilfinning, og enn meira eftir að drengurinn fæddist. Við erum nýbúin að festa kaup á fyrirtæki sem heitir Brazilian Tan sem er sterkt vörumerki í Fitness- geiranum,“ segir Aron en Kristbjörg er margfaldur meistari í greininni. „Hún ætlar að vinna í því að mark- aðssetja það í Englandi á milli þess sem við erum að ala upp Óliver litla. Það er mjög gott að hafa einhvern til þess að tala við þegar maður kem- ur heim eftir leiki, sérstaklega á ís- lensku. Hún hefur komið með aðrar áherslur inn í mitt líf á hárréttum tímapunkti hjá mér. Ég hef bara aldrei verið hressari og líður mjög vel,“ segir Aron. Draumurinn að komast á stórmót Landsleikurinn við Tékka verður á Laugardalsvelli þann 12. júní og segir Aron að landsliðið ætli að sýna það að þeir eigi heima á meðal þeirra bestu. „Við ætlum að senda þau skila- boð út að okkur er alvara og enginn geti búist við sigri gegn Íslandi. Við erum búnir að vinna okkur inn þá stöðu að vera fimm stigum á undan Hollendingum og viljum reyna að halda þeirri fjarlægð. Það er draum- ur okkar allra að komast á þetta stór- mót og hlökkum mikið til þess að mæta á troðfullan Laugardalsvöll,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrir- liði íslenska landsliðsins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég viðurkenni að ég lít lífið öðrum augum eftir fæðingu drengsins, segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu. Krist- björg hefur líka staðið sig eins og hetja í móðurhlutverkinu. Það er eins og hún hafi aldrei gert neitt annað. Þau Aron kynntust í gegnum sameiginlega vini. Ljósmynd/Hari 24 viðtal Helgin 29.-31. maí 2015 ÁTT ÞÚ SVONA GJAFAKORT? Vegna kerfisbreytinga munu gjafakort Kringlunnar í þessu útliti falla úr gildi frá og með 1. júní næstkomandi. Hægt verður að skipta gjafakortinu út fyrir nýtt kort á þjónustuborði Kringlunnar án kostnaðar. Kringlan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að skapast vegna þessa. MÁN-MIÐ 10-18.30 FIM 10-21 FÖS 10-19 LAU 10-18 SUN 13-18 FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS PI PA R \ TB W A • S ÍA

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.