Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 28

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 28
V ið þurfum ekki að hugsa lengi um hvað og hvernig við borðum; hvernig maturinn er ræktaður, hversu langt hann er fluttur eða hvernig honum er pakkað, hann auglýstur og seldur; til að átta okkur á það er eitthvað meira en lítið bogið við þetta allt. Þetta getur ekki átt að vera svona. Það er eitthvað verulega skakkt í samfélaginu okkar ef við klúðrum jafn veigamiklum grunn- þætti lífsins svona rækilega. Ef þið sættist á að eitthvað sé bogið við matvælaframleiðslu, -dreifingu, -sölu og –neyslu í nú- tímasamfélagi Vesturlanda; ef þið eruð ekki viss um að offitufaraldur- inn bendi til alvarlegrar skekkju; meðferðin á dýrunum, eiturefnin sem notuð eru við ræktunina, þrælahaldið undir plastdúkunum á grænmetisökrunum, lygin sem skrifuð er á pakkningarnar, auka- efnin sem eru sett í matinn svo hann þoli flutning milli heimsálfa og mánaðalanga geymslu á lag- erum og hillum stórmarkaðanna – ef ekkert af þessu sannfærir ykkur um að matvælakerfið sé rotið inn að kjarna; þá ættum við kannski að velta fyrir okkur sóuninni í þessu kerfi – öllum matnum sem er hent. Hendum mat sem gætu mettað 197 þúsund manns Það er talið að hver íbúi Evrópu hendi um 90 kílóum af mat árlega; tæplega 250 grömmum á dag. Sam- kvæmt þessu munu Íslendingar henda tæplega 30 þúsund tonnum af mat á þessu ári, rúmlega 80 tonnum á dag. Þetta hljómar mikið; en er þetta mikið? Það er erfitt að segja til um hvers kyns matur þetta er upp á gramm; en við getum gefið okkur að sá matur sem fer í sorpið sé ekki svo ólíkur að næringagildi og maturinn sem við þó borðum. Ef við gefum okkur að fullorðin manneskja þurfi að meðaltali um 2100 kaloríur á dag og að það séu að meðaltali um 4 kaloríur í hverju grammi af mat almennt; þá gætu Íslendingar brauðfætt 155 þúsund manns með matnum sem þeir henda. Ef við gerum ráð fyrir að í hópnum séu jafn mörg börn og fullorðnir; myndi maturinn sem Íslendingar henda duga til að metta um 197 þúsund manns. Að sama skapi gætu allir íbúar Evrópu brauðfætt um 443 millj- ónir manna með matnum sem þeir henda. Það er mikill fjöldi, vel rúm- lega helmingur þess fólks sem býr í Afríku sunnan Sahara. Búum til mat fyrir þrjá, borðum einn skammt en hendum tveimur En því miður er þetta bara hálf sagan – og varla það. Talið er að hver Evrópubúi hendi um 90 kíló- um af mat en áður en hann hefur borið matinn heim til sín hefur framleiðslukerfið, dreifingin og stórmarkaðarnir hent og sóað mat sem nemur meira en tvöföldu því magni sem einstaklingarnir henda – eða um 190 kílóum árlega á hvert mannsbarn í álfunni. Samkvæmt því gætu Íslendingar ekki aðeins brauðfætt 197 þúsund manns með matarsóun sinni heldur 614 þúsund manns. Segja má að hver Íslendingar noti mat sem myndi duga rétt tæplega til að næra þrjá menn. Við borðum fyrir einn en hendum matnum fyrir hina tvo. Á sama hátt má segja að Evrópu- menn gætu mettað 1.380 milljónir manna með þeim mat sem þeir henda og sóa. Það er meiri fjöldi en býr í allri Afríku. Það mætti bæta við svo til öllum íbúum Suður-Am- eríku við borðið. Frakkar farnir að nýta auð- lindir óhófsins En auðvitað er þetta ekki alveg svona einfalt. Einhver sóun er óhjá- kvæmileg. Það hefur aldrei verið svo að hver einasta matarögn sé borðuð og melt. Ef við berum Evr- ópu saman við Suðaustur-Asíu, þar sem fólk hefur búið við mannmergð og nýtni á litlu landsvæði öldum saman en tekið upp iðnvædda ræktun og framleiðslu á undan- förnum áratugum með tilheyrandi sóun; þá hendir fólk á þessu svæði árlega um 15 kílóum af mat á hvert mannsbarn til viðbótar við þau 125 kíló sem sóað er eða hent við fram- leiðslu, flutning og sölu. Ef Íslend- ingar gætu komið sér á þetta stig gætu þeir ekki lengur mettað 614 þúsund manns með matnum sem þeir sóa, heldur aðeins 274 þúsund manns. Þeir gætu semsé sparað sér að fram- leiða eða kaupa 51 þúsund tonn af mat á hverju ári; mat sem jafngildir ársþörf um 340 þúsund manns. Rétt rúmlega einni íslenskri þjóð. Evrópa gæti að sama skapi sparað sér að framleiða mat sem myndi rétt tæplega duga til að brauðfæða alla íbúa Afríku sunnan Sahara. Þessar eru stærðirnar inn í þessari risavöxnu auðlind sem bíður þess að verða virkjuð; óhóf okkar Vesturlandabúa. Franska þingið varð fyrst þinga í Evrópu í síðustu viku til að setja lög sem banna stórmörkuðum að henda mat. Viðurlögin eru sektir allt að 11 milljónum íslenskra króna. Sekt- irnar fara eftir stærð verslana og alvarleika brotsins; alvarlegast er að hella lút yfir matinn í sorptunn- unum svo fólk geti ekki nýtt sér hann. Verslanir sem eru stærri en 400 fermetrar er gert skylt að gera samning við hjálparsamtök, sem taka að sér að gefa matinn til fátækra, eða umbreyta honum í skepnufóður. Markmið franskra stjórnvalda er helminga sóunina á næstu tíu árum. Búist er við að flest lönd Evrópu muni fara að dæmi Frakka, enda hefur Evrópusam- bandið gefið út tilmæli um að ríkin komi böndum á sóunina. Hagkerfi drifið áfram af syndinni Óhóf var löstur að mati Forn- Grikkja. Hófsemd var ein af höfuð- dyggðunum. Óhóf var líka synd meðal kristinna þótt hún hafi ekki fengið nafn og númer meðal dauðasyndanna sjö — ekki beint; en bæði ágirnd og græðgi hvíla á óhófi. Í öllum menningraheimum hefur óhóf verið talið brjóta niður karakter og samfélög manna. Í dýraríkinu fyrirlítum við meira að segja minkinn fyrir að drepa fleiri dýr en hann getur torgað. En við erum sjálf minkurinn. Hænsnabúið er fullt af hræjum þegar við höfum étið nægju okkar. Óhóf er orðið þungamiðja í sam- félögum Vesturlanda. Og það breið- ist hratt út til annarra heimshluta. Ætli það myndi ekki skella á djúp kreppa í Evrópu ef takast myndi að koma sóun matvæla niður á það sem stig sem hún er í Suðaustur-As- íu? Miðað við breskar áætlanir um Minnst borðað – mestu hent og sóað Það er eitthvað meira en lítið bogið við matarframleiðslu, -dreifingu, -sölu og -neyslu í samfélaginu. Fyrir það fyrsta virðist maturinn verri og óheilnæmari með hverju árinu, í annan stað verða neytendurnir feitari og heilsutæpari, þá verða bændurnir blankari og verkamennirnir fátækari, svo er verr farið með dýrin og gróðurinn, sífellt meira notað af eiturefnum við fram- leiðsluna, meira af orku við flutninginn og meira af lygi við söluna. Og svo borðum við minnst af matnum heldur hendum bróðurpartinum. Ef eitthvað er til í því að fólk sé það sem það borðar erum við á Vesturlöndum sturluð og viti skert. Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is PARÍS f rá Tímabil: september - desember 8.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn. Fuss teppi HK Living stóll Finnsdottir krukka Brúðkaupsgjafirnar fást hjá okkur Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista. Brúðhjónin fá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og fallega gjöf frá okkur. Síðumúla 21 S: 537-5101 snuran.is 28 matartíminn Helgin 29.-31. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.