Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 30

Fréttatíminn - 29.05.2015, Síða 30
Eigum rétt á að njóta lífsins og vera löt Á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tutt-ugustu var „Rétturinn til letinnar“ eitt af þekktustu áróð- ursritum sósíalista í heiminum,“ segir Guðmundur J. Guðmunds- son, sagnfræðingur og þýðandi ritsins. „Svo datt það aðeins úr um- ræðunni af þeirri einföldu ástæðu að þær aðstæður verkafólks sem Lafargue er að ráðast á eru að mestu leyti horfnar í Evrópu, að minnsta kosti í vesturhlutanum. Menn eru ekki lengur að þræla við þessar hörmulegu aðstæður sem voru í gangi þá. Úr hvaða jarðvegi sprettur ritið? „Ritið sprettur upp úr iðnbyltingu nítjándu aldar en einkenni á öllum samfélögum sem fara í gegnum iðnbyltingu er að þá myndast verka- lýðsstétt sem vinnur við algjörlega hörmulegar aðstæður. Lítið atvinnu- öryggi, lélegt kaup, lélegt húsnæði, gríðarlega slysatíðni og annað í þeim dúr. Þessar aðstæður eru ekki lengur til staðar í Vestur-Evr- ópu en þær eru vissulega til staðar annarsstaðar í heiminum, eins og til dæmis í Asíu. Þar eru þessi svo- kölluðu ný-iðnvæðingarlönd eins og Indland, Bangladesh, Taívan, Kam- bódía, Kína og Filippseyjar. Þaðan eru stöðugt að berast fréttir af öm- urlegum aðstæðum verkafólks, nú síðast fyrir tveimur vikum bárust fréttir af hryllilegum bruna í verk- smiðju á Filippseyjum þar sem um 80 manns dóu.“ Ritið virðist enn eiga erindi...? „Það má segja að ritið hafi þrenns konar skírskotun til okkar núna. Í fyrsta lagi sem sögulegt plagg frá þessum tíma. Í öðru lagi þá á ritið fullkomlega við gagnvart þessum nýju iðnvæðingarlöndum og svo í þriðja lagi þá er það þessi frumlega hugsun hjá Lafargue að hafna öllu hagvaxtartali. Hann segir enda- lausa þenslu ekki nauðsynlega og bendir á að framleiðnin í verksmiðj- unum sé meiri en nóg fyrir alla. Fólk þurfi ekki að vinna svona mik- ið því það sé framleitt nóg af vörum til að menn geti haft nóg að bíta og brenna. Það sé ekki nauðsynlegt að vaða alltaf áfram til að auka ein- hverjar prósentur á ári því bæði er það óþarfi og auk þess eykur það sóun. Þetta er umræða sem mér finnst koma sterkt inn í dag.“ Svo er enn verið að ræða styttingu vinnuvikunnar? „Já, þetta var nákvæmlega það sem menn komust að í Evrópu á 19.öld. Lafargue tekur þetta fyrir í bókinni og vitnar í belgískan at- vinnurekanda sem minnkaði vinnu- tíma í sínum verksmiðjum og fékk í kjölfarið meiri framleiðni. Það hefur nú sýnt sig að þessi langa vinnuvika Íslendinga gefur lítið af sér og ég held að menn hljóti að fara út í stytt- ingu hennar og reyni að vinda ofan af vitleysunni sem hefur verið hér ríkjandi. Menn verða að vinna allan sólarhringinn hér til að eiga ofan í sig.“ Er innprentað í okkur að vinnan göfgi manninn? „Já, það er arfleifð frá því sem Max Weber kallaði „mótmælenda- siðferði“, sem er siðferðisvitund mótmælenda og hugmyndafræði borgarastéttarinnar sem kemur fram í kjölfar siðbyltingarinnar á 16. og 17. öld. Sú vinnusemi er inn- prentuð í okkur líka. Hvað sagði annars kerlingin; „guð hjálpi mér hláturinn“, því það var svo skelfi- legt að hlæja. Það mátti ekki kæt- ast yfir neinu, bara vinna. Svo er annað sem er séríslenskt og það er vertíðarmórallinn. Að vaða áfram í vinnutörnum er innbyggt í okkur.“ Átti fólk ekki bara að hafa það gott í himnaríki frekar en í núinu? „Jú, nákvæmlega og Lafargue bendir á að menn eigi að finna sér eitthvað skapandi að gera í lífinu frekar en að böðlast við færibandið allan sólarhringinn. Við eigum líka rétt á að njóta lífsins og vera löt. Ævi Lafargue endaði nú ekki vel? „Hann vildi reyndar meina að hún hafi endað vel. Hann var giftur Lauru Marx, dóttur Karls Marx, og þau hjónin fyrirfóru sér árið 1913 með því að taka inn blásýru. Í bréfi sem birt er í bókinni kemur fram að þau vildu ekki verða byrði á öðrum og yfirgáfu því þennan heim saman þegar þeim fannst kominn tími til.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Öll höfum við rétt á því að vinna en við höfum líka rétt að því að vera löt og vinna ekki. Í ritinu „Rétturinn til letinnar“, sem Paul Lafargue gaf út í París árið 1883 og sem hefur nú í fyrsta sinn verið þýtt á íslensku, deilir höfundurinn á vinnudýrkun þjóðfélagsins og græðgi iðnaðarsamfélagsins og leggur til að vinnudagurinn verði styttur svo að fólki gefist tími til að líta upp frá færibandinu. Guðmundur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og þýðandi ritsins, segir margt í ritinu eiga enn vel við á okkar tímum. Bókaútgáfan Sæmundur gaf nýverið út eitt þekktasta áróðursrit sósíal- ista, Réttinn til letinnar eftir Paul Lafargue. Guðmundur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og þýðandi ritsins, segir það enn eiga mikið erindi. Ljós- mynd/Hari 30 viðtal Helgin 29.-31. maí 2015 www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Náðu þér í e intak! Upplifðu nát túru Íslands BARCELONA f rá Tímabil: september - október 10.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.