Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 48

Fréttatíminn - 29.05.2015, Side 48
48 matur & vín Helgin 29.-31. maí 2015 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Hágæða postulín - með innblæstri frá náttúrunni Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrval af glæsilegum hágæða borðbúnaði Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Krydd fyrir framandi matargerð Arabískar nætur Ljúfeng líbönsk blanda til að kryddleggja, kjöt, fisk, fugl og grænmeti. Eþíópía Gott til að kryddleggja allt kjöt, fisk og grænmeti. Best á allt Alhliða kryddblanda fyrir allan mat, til steikingar, í pottrétti og margt fleira. Fredda dam hot chili  Chilíkeppni Tvöfaldur sigurvegari Galdurinn liggur í grunninum Á hverju ári eru haldnir Ásbrúardagar á gamla hersvæðinu við Keflavíkurflug- völl. Undanfarin tvö ár hefur mat- reiðsluneminn Friðrik Alexandersson sigrað í chilíkeppni sem þar er haldin. Hann segist ekki hafa verið mikill áhugamaður um chilí áður en hann tók þátt, en ákvað að láta reyna á þetta. Hann segir uppskriftina ekkert leyndarmál og leyfir lesendum Frétta- tímans að fá upp- skriftina. C hilíkeppnin hefur verið haldin í fjögur ár og veisluþjónustan, sem ég er á samningi hjá, hefur unnið öll skiptin,“ segir matreiðsluneminn Friðrik Alexandersson sem er á samning hjá Menu.is. „Ég ákvað svo fyrir tveimur árum að taka þátt og vann svo ég varð að verja titilinn í ár, sem tókst,“ segir Friðrik. „Bandaríska sendiráðið hefur staðið fyrir keppni á Ásbrúardög- unum og starfsmennirnir þar þekkja chilírétti mjög vel,“ segir hann. „Ég var enginn sérstakur áhugamaður um chilí svo ég stökk nú bara út í djúpu laugina með þetta, sem er svolítið minn stíll,“ segir hann léttur. „Grunnurinn er aðalatriðið,“ segir Friðrik. „Það er nauðsynlegt að láta hann bragðast sem best áður en maður byrjar að setja þetta sterka í réttinn.“ Dómnefndin dæmir réttinn út frá þremur þáttum, grunnbragði, styrk og framreiðslu. Friðrik segir að rétturinn verði að höfða til sem flestra. „Þetta er ekki spurningin um að búa til sterkasta réttinn sem enginn getur borðað,“ segir hann. „Þetta verður allt að blandast vel saman. Uppskriftin er einföld og allir ættu að geta gert þetta heima.“ Friðrik er á öðru ári af fjórum í matreiðslunáminu og segist hafa mjög gaman af því. „Þessi hug- mynd datt nú bara upp í hendurnar á mér,“ segir hann. „Ég hafði verið að vinna sem smiður og fyrirtækið sem ég vann fyrir fór á hausinn, svo ég fór að hjálpa til við að keyra út og annað fyrir Menu.is. Svo var ég bara kominn með nefið það langt ofan í pottana að ég ákvað að skella mér í þetta nám,“ segir hann. „Ég ætla svo að halda áfram hjá þeim eftir námið en ég veit ekk- ert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Friðrik Alexandersson mat- reiðslunemi og chilímeistari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Friðrik Alexandersson er sannkallaður chilímeistari. Hann gefur okkur hér siguruppskriftina. Innihald 500 gr nautahakk 1 stk laukur 2 geirar hvítlaukur 1-3 tsk chilíkrydd 1-3 tsk cumin (brodd- kúmen) 1-3 tsk oregano 1-3 tsk salt nýmulinn pipar ½ l niðursoðnir tómatar 500 gr nýrnabaunir Aðferð Laukur og hvítlaukur eru saxaðir og létt steiktir á pönnu í smá olíu, án þess að láta laukinn brúnast. Laukurinn tekinn af pönnunni og hakkið steikt þar til það hefur brúnast. Bætið lauknum í og kryddið með chilí kryddi, cumin, salti og pipar. Setjið niðursoðnu tómatana og nýrnabaun- inar saman við og látið malla á lágum hita í 1 til 2 tíma. Til að gera chilíið sterkt: Takið Habenero chilípipar og bakið við 160°C í 10 mínútur til að fá fram sætt bragð af piparnum. Saxið síðan piparinn án steinanna (kjarnans) og setjið út í chilíið. Notið kjarnann ef þið viljið hafa chilíið enn sterkara. Til að gera chilíið „daaamn hot“: Takið 6 stk Habanero chilípipar og maukið með steinum í um það bil 500 ml af olíu. Látið brotna saman á nokkrum dögum. Blandist saman við hina uppskriftina. Meðlæti Fínt saxaður kóríander, laukur og Nacho-flögur. Svo má ekki gleyma einum köldum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.