Iðnaðarmál - 01.04.1968, Blaðsíða 6

Iðnaðarmál - 01.04.1968, Blaðsíða 6
Guðmundur H. Guðmundsson er fæddur 2. júlí 1930 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Guð- mundur B. Halldórsson skipasmíðameistari Jiar og k. h. Elísabet Guðmundsdóttir. Hann lauk prófi í efnaverkfræði frá tækniháskólanum í Hannover, Þýzkalandi 1959. Hann var verkfræð- ingur hjá lakk- og málningarverksmiðjunni Hörpu hf. 1959—67, en síðan hjá Rannsókna- stofnun iðnaðarins. Límfpamleiðsla úr beinum Eflip Guðmund H. Guðmundsson Inngangur í öllum nágrannalöndum okkar eru unnin úr beinum verðmæt efni, sem hafa mikla hagnýta þýðingu. Hægt er að vinna úr beinum mismunandi efni og nota til þess mismunandi aðferðir, allt eftir því, sem henta þykir eftir beinamagni og eftirspurn eftir efn- um, sem hægt er að vinna úr bein- unum. Sums staðar hefur þótt hagkvæmt að nota beinamjöl sem áburð, vegna þess að beinin innihalda mikinn fos- fór (18—32% P2O5, allt eftir fram- leiðsluaðferð). Þar sem þessi fosfór er mjög fast bundinn sem calsíum- fosfat, kemur hann aðeins til greina fyrir súran jarðveg, og helzt hann lengi í jarðveginum. Vel má vera, að þessi áburður væri heppilegur með kjarnanum, til þess að vinna á móti kalkleysi,sem sumir hafa haldið fram að valdi kali, án þess þó að valda því, að kjarninn klofni og hluti af köfn- unarefninu glatist og rjúki burt sem ammóníak. Annars staðar hefur þótthagkvæm- ara að mala beinin og sjóða úr þeim skepnufóður. Sérstaklega hefur þetta þótt hagkvæmt, ef beinin eru úr ung- um dýrum. Hér á landi hefur verið staðsett á Akureyri verksmiðja, sem hagnýtir bein og vinnur úr þeim beinamjöl til fóðurs. Úr beinunum er lika hægt að vinna önnur verðmæt efni, svo sem límefni (gelatine) til manneldis, eða til iðn- aðar, fitu og ólífræn efni, sem eru verðmætt skepnufóður, vegna þess að í þeim er kalk (calsíum) og fosfór í hagkvæmu hlutfalli fyrir skepnur. Hér á eftir mun verða rætt um mögu- leika á slíkri verksmiðju, sem vinnur úr beinum öll þessi efni. Framangreind hagnýting á bein- um, sem á sér stað í nágrannalöndum okkar, er ekki aðeins fjárhagslegs eðlis, til að styrkja þjóðarafkomuna, heldur er hún nauðsynleg heilbrigð- isráðstöfun, vegna sýkingarhættu og annars sóðaskapar, sem stafar af erf- iðleikunum að koma þessum úrgangi fyrir, þannig að hann verði ekki gróðrarstía sýkinga og uppeldismið- stöð fyrir rottur. Samsetning beina Bein eru samsett úr bæði lífrænum og ólífrænum efnum. Erfitt er að gefa upp nákvæma samsetningu þeirra, vegna þess að beinategundir mismun- andi dýra eru ekki alveg eins sam- settar. Einnig breytist samsetning beinanna með aldri skepnunnar. Þær tölur, sem nefndar verða hér á eftir, eru því ekki algildar, heldur verður að skoða þær sem eins konar meðaltal, sem sýnir magn hinna ýmsu efna, sem hægt er að vinna úr bein- unum. Þessar tölur verða síðar lagð- ar til grundvallar við útreikning. Samsetning beinanna: 33% ólífræn efni 28% lífræn efni 39% vatn 100% Ólífræn efni fela í sér: 85% calsíumfosfat 10% calsíumkarbonat 1,5% magníumfosfat 2,0% alkalísölt (natríumklóríd og kalíumklóríd) 0,2% calsíumflúoríd 1,3% önnur efni. Lífrænu efnin fela í sér: 42,8% feiti (12% af beinunum) 57,1% límefni (gelatine) (16% af beinunum). Þótt límefnið sé aðeins 16% af beinunum, er það samt verðmætasti hluti beinanna. Við vinnslu á límefn- inu myndi það fást í mismunandi gæðaflokkum. Verðmætasta límefnið er notað við framleiðslu á ljósmynda- filmum. Þarf það að vera alveg sér- staklega hreint, og verða efnin, sem notuð verða til vinnslu þess, að vera sérstaklega valin með tilliti til þess. Límefni til manneldis (matarlím) er líka mjög breytilegt að gæðum, og fer verðið mikið eftir hæfileika þess að hleypa upplausn eða hvað upp- lausnin þarf að innihalda mörg % af límefni til þess að verða að föstu hlaupi (geli). Auk dýrari límefna fást líka ódýr- ari tegundir, sem hafa minni hleyp- ingareiginleika og eru auk þess dekkri. Slíkt ódýrara límefni er oft notað sem perlulím eða beinalím. F ramleiðsluaðíerð' Sumir framleiðendur vilja byrja á því að affita beinin, og er það gert annaðhvort með því að hita beinin með vatnsgufu og fleyta síðan fituna ofan af vatninu, eða að þvo (extra- hera) fituna úr þeim með kolvetnis- sambandi (petroleum naphta), sem hefur lágt suðumark. Að því loknu 68 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.