Iðnaðarmál - 01.04.1968, Blaðsíða 10

Iðnaðarmál - 01.04.1968, Blaðsíða 10
Frá vettvangi stjórnunarmála Listln „að fara á hausinn“ Eftir Roy Pearson Hugmyndaauðgi, gáfur, skapfesta, sannfæringarkraftur, hæfileikinn til að skilja hið mannlega, ásamt þjálfun þessara eiginleika — allt eru þetta margtuggin orð til að ]ýsa eiginleikum góðra stjórnenda í viðskiptalífinu. En ef þú leitar að úrvalsaðferð til að verða ekki góður stjórnandi, þá er vandinn ekki annar en ,„skipta aftur á bak“ og þá mun þér sennilega takast þetta, segir höfundur þessarar greinar, Roy Pearson, forstöðu- maður Andover Newton Theological School, Massaohusett. Sumir menn kæra sig ekki um að skara fram úr í viðskiptalífinu. Þeir verða óttaslegnir, þegar þeir standa utan við fjöldann. Það, sem fram- undan er, skiptir e. t. v. mestu máli, en þeir kjósa fremur öruggan stað á bak við. í augum flestra kunningja sinna eru slíkir menn kynjakvistir, sem erf- itt er að skilja. En þótt rýnt sé ræki- lega í stjórnarskrána, er þar engan lagastaf að finna, er mælir svo fyrir, að nokkrum skuli þröngvað til að ganga í fararbroddi. Þar sem enginn þarf að klífa upp á við, ef hann ósk- ar að staðnæmast á jafnsléttu, er hér með lagt fram skjal til varnar þeim rétti að mega vera skussi. Ef þú hef- ur þegar ákveðið, að þú kærir þig ekki um að vera í fararbroddi á fram- kvæmdasviðinu, þá eru hér fimm að- ferðir til að þú getir haldið þér sem næst loftvarnabyrginu í kjallaran- um. 1. Kaefðu ímyndunaraflið Fólk, sem gætt er ímyndunarafli, býr jafnan yfir spennikrafti. Sé það lokað inni í klefa hinnar almennu vitneskju, mun það brjóta sér braut út úr honum. Það sem er, veldur því ekki heilabrotum, heldur það, sem gœti orðið. Slík hugmyndaauðgi fylg- ir jafnan happasælli forustu. Foringj- ar lesa ekki um fréttirnar — þeir skapa þær. Jæja, ef þú ert einn af þeim, sem ekki kæra sig um skrifstofu á efstu hæð, þá gríptu ímyndunarafl þitt föstum tökum, lokaðu það inni í loft- þéttum geymi og festu lokið vandlega á. Ef ekki er unnt að komast hjá því, máttu viðurkenna, að tímarnir séu að breytast, en reyndu ekki að draga neina lærdóma af fortíðinni, fyrr en vandræðin standa föst í hálsinum á þér. Sá tími mun koma, að þú verð- ir að yfirgefa nítjándu öldina með öllu, en gerðu það ekki of snemma. Láttu þá draga þig yfir í tuttugustu öldina. Forustumenn hefja framkvæmdir, en þú skalt láta þér nægja að gagn- rýna þá, sem eru á sviðinu. Forustu- menn sjá fyrir sér atburði framtíðar innar, en þín aðferð er sú að láta atburðina skeiða fyrir framan nefið á þér, áður en þú kemur auga á þá. Fyrr eða síðar verður þú að standa augliti til auglitis við morgundaginn, en þú skalt ekki ganga föstum, á- kveðnum skrefum inn í framtíðina -— heldur með afturendann á undan. Þetta kostar auðvitað talsverðan aga. Það er ekki auðvelt fyrir heil- brigðan mann að forðast allar hugs- anir um nýja framleiðslu, betri vinnu- aðferðir og stærri markaði. En þótt freistingin drepi á dyr hjá þér, þarftu ekki endilega að hleypa henni inn — og sannaðu til — eftir nokkurn tíma heyrir þú ekki lengur til hennar. í- myndunarafl þitt mun hverfa á braut, og þú getur hvílzt í friði. Engum mun nokkru sinni koma til hugar að biðja þig um að gerast forustumaður. 2. Varpaðu skynseminni fyrir borð Maður, sem er á undan fjöldanum, á jafnan sérstakan afkima í huga sín- um, þar sem hann getur gefið hug- myndum sínum lausan taum eins og ungum folum og leyft þeim að hoppa og leika sér að vild án þess að hirða um hagnýtt gildi þeirra þegar í stað. Hann er reiðubúinn að taka til athug- unar sérhvern möguleika til að efla viðskipti sín eða bæta fyrirtækið. En áður en hann velur sér einhvern fol- ann til að bera merki sitt á kappreið- um eða draga vagninn sinn upp bratta fjallshlíðina, grandskoðar hann draum sinn í svölu og tæru morgunloftinu. En hafir þú raunverulega ákveðið, að þú kærir þig ekki um neina fylgj- endur, þá er hreint ekki svo slæm byrjun að varpa skynseminni fyrir borð. Þannig losarðu þig við heil- brigða hugsun og hæfileikann til að meta hugmyndir þínar og gerir enga tilraun til að komast að raun um, hvort þessi flunkunýju hugarfóstur þín eiga rætur sínar að rekja til dul- innar snilligáfu þinnar eða hugaróra og of margra hanastéla. Oðrum kann að virðast gáleysi þitt hreinasta fjar- stæða, en djarflegt markmið krefst 72 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.