Iðnaðarmál - 01.03.1970, Side 21

Iðnaðarmál - 01.03.1970, Side 21
sem Sven I. Dysthe og Mona Kinn hafa hannað. Norð'mennirnir völdu sérstaklega úr húsgögn, sem að hönnun til voru athyglisverð, og sýndu þau á mjög áherandi stað mið- svæðis, en gesturn var síðan bent á að snúa sér til viðkomandi framleið- enda varðandi nánari upplýsingar annars staðar á sýningarsvæðinu. Þetta tel ég, að sé í alla staði já- kvætt, bæði til að örva hönnuði og framleiðendur og ennfremur að geta bent gestum sérstaklega á úrvalið, sem í boði er. Reykvíkingar þurfa ekki að leita langt yfir skammt til þess að sjá það Þessi stóll er úr formsteyptu nylon (polyamid) og styrktur með 50% trefjagleri. Hann fæst í fjórum litum og er staflanlegur. Höfundur er Steen 0stergörd, Danmörku. Danskur stóll úr beygðu stálröri og hörlérefti, hannaður af húsgagnaarkitektunum Rud Thy- gesen og Jonny Sórensen. Stóll þessi var af dómnefnd valinn „stóll árs- ins” í Svíþjóð. Hann er úr krómuðu stálröri og á hjólum. Mjúkar sessur gera stólinn þægi- legan. Hönnuður: Bruno Mathsson. bezta af finnskum húsgögnum, þeir þurfa ekki að fara lengra en í Nor- ræna búsið. A þessari kaupstefnu sá ég ekki neitt, sem tók húsgögnum Alvar Aaltos fram. Finnar hafa gert miklar tilraunir með ný efni til hús- gagna og orðið töluvert ágengt, enda eru finnskir arkitektar þekktir að hugkvæmni og næmri formskynjun. Sýningardeild Svíanna var nokk- uð stór að vöxtum, en þar bar mest á stórum fyrirtækjum, sem gjarnan nota slíkar kaupstefnur til þess að vekja athygli á nafni fyrirtækisins með því að sýna sérstæð húsgögn, þó að framleiðsla þeirra sé að mestu leyti Ihálfunnir blutar í húsgögn, sem þeir síðan flytja út um allan heim. Mörg stærstu fyrirtækin voru ann- ars með sýningardeildir, er staðsett- ar voru á „Scandinavian Trade Center“. Sýningardeild á vegum útflutnings- skrifstofu F. I. I. var í sænska skálan- um. Þar sýndu alls 15 íslenzk fvrir- tæki. Eins og ég hef getið hér að framan, er hér um algera frumraun að ræða í útflutningi húsgagna. Það væri því ekki réttlátt að Ieggja að líku sýningardeild okkar og hinna Norðurlandáþjóðanna. Þó langar mig að nefna einstök atriði, sem mér IÐNAÐARMÁL 55

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.