Iðnaðarmál - 01.01.1973, Síða 6
Álagsstaðlar fyrir mannvirkjagerð
Á vegum Iðnþróunarstofnunar Is-
lands hefur verið unnið síðastliðin
tvö ár að stöðlun reikniforsenda á-
laga á byggingar. Hafa þeir Dr. Ott-
ar P. Halldórsson og Ögmundur Jóns-
son verkfræðingur starfað að þess-
um verkefnum á vegum stofnunar-
innar.
Sumarið 1972 voru send út til al-
mennrar gagnrýni frumvörp að stöði-
um um:
Eigið álag ÍST 12.1
Notaálag ÍST 12.2
Vindálag ÍST 12.3
Snjóálag ÍST 12.4
Hafa þessir staðlar nú verið gefnir
út og þeir tekið gildi.
Eigið álag og notaálag bygginga
hefur verið samræmt víða um heim,
enda er slíkt álag óháð staðsetningu
mannvirkisins. Öðru máli gegnir um
svokallað náttúruálag, sem verður að
meta með sérstöku tilliti til veðráttu
og annarra séreinkenna umhverfis-
ins, og má þar nefna álag vegna
vinda, snjóa og jarðskjálfta.
Hér er rétt að vekja athygli á hin-
um sérstæðu staðháttum hérlendis.
Nekt landsins veldur því, að skjól
fyrir vindi er lítið, og landslagi er
hér víða þannig háttað, að hættulegir
stormsveipir geta myndast.
í mörgum nágrannalöndum er um
þessar mundir talin brýn nauðsyn á
endurskoðun vindstaðla. Ýmsar or-
sakir liggja til þess. Þekking á loft-
streymisfræði hefur aukizt mjög mik-
ið á síðustu áratugum og því fengist
gleggri vitneskja um það, hvernig
vindálagi er háttað. Einnig hafa hús-
byggingahættir breytzt. Byggingar-
efni og byggingarlag húsa, sem lítið
hefur breytzt um aldaraðir, er að
hverfa úr sögunni og annað að koma
til.
Nákvæmni burðarþolsreikninga
hefur aukizt og leitt til þess, að hægt
er að „ganga nær“ burðarþoli bygg-
ingarefna, en um leið hefur umfram-
öryggið minnkað.
íslendingar hafa á margan hátt
verið fljótir að tileinka sér margvís-
legar nýjungar í byggingariðnaði og
öðrum iðngreinum. Til þess, að nýj-
ungar í byggingariðnaði komi að til-
ætluðum notum, verður þó að vera
fyrir hendi næg vitneskja um veður-
far og önnur skilyrði, sem umhverfið
setur. Könnun okkar sjálfra á um-
hverfi okkar og náttúru er nokkuð,
sem ekki verður framkvæmt fyrir
okkur og við verðum að annast sjálf-
ir að mestu.
í framannefndum stöðlum eru sett-
ar fram ákveðnar reglur um mat á
snjóálagi, og landinu skipt í svæði
með tilliti til snjóálags. Við gerð
vind- og snjóálagsstaðla var haft
samráð við Veðurstofu Islands.
Þess skal að lokum getið, að frum-
varp liggur nú fyrir um álag vegna
jarðskj álfta.
Iðnþróunarstofnun Islands væntir
þess að stöðlum þessum verði vel tek-
ið. Þeir eru til sölu hjá Iðnþróunar-
stofnun Islands, Skipholti 37.
Fréttatilkynning.
Spaghetti-gaffall. Héðan í frá geta allir ráSið við þá erjiðu list að borða spaghetli létt
og glœsilega.
2
IÐNAÐARMÁL