Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 10

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 10
Iðnaðarverkfiræði Eríntíí flutt á ráðstefnu Félags verkfræðinema 29. apríl 1973 Eftir Sveín Björnsson framkvæmdastjóra Almennt um iðnaðarverkíræSi Segja má, að iðnaðarverkfræði skilji sig frá hefðbundnum verk- fræðigreinum í því, að hún fæst í miklu ríkara mæli við mannleg og hagfræðileg vandamál en t. d. bygg- ingar-, rafmagns- eða vélaverkfræði. Þessi mismunur verður augljós, þegar við leiðum hugann að því, að iðnfyrirtækið, sem skipulagseining eða kerfi, er talsvert annað og meira en framleiðslutækin ein. Umfram allt er fyrirtækið vettvangur mannlegra athafna og samskipta, en það er einnig hagfræSilegt kerfi, þar sem ótal ákvarSanir, stórar og smáar, verða að miðast við mælisliku kosln- aðar og afköst fjármagns. ISnaðarverkfræðingurinn nálgast hin fjölþættu vandamál, sem þetta margslungna kerfi, iðnfyrirtækið, hefur við að glíma, á grundvelli tækniþekkingar. í einfaldari túlkun er verkefnið hans að sjá svo um, að framleiðsluþættirnir, þ. e. a. s. vinn- an, fjármagn, hráefni, orka o. s. frv., nýtist svo vel sem aðstæður leyfa. HvaS sem líður lífsþægindagræðgi nútímans, geta víst allir samþykkt, að okkur beri að strita með viti. Þegar til lengdar lætur, er það afkastageta þjóðarbúsins, sem ákveður lífskjörin í landi okkar. Einmitt á þessu sviði getur iðnaSarverkfræðin lagt mikið af mörkum. Vinnurannsóknartækni, sem er eitt af verkfærum iSnaðarverkfræðinnar, á ekkert síður erindi inn í f j ós, skurð- stofu, vörugeymslu, skrifstofu eða um borð í fiskiskip en í iðnfyrirtæki, og því má segja, að heitið iðnaðar- verkfræði sé ekki að öllu leyti heppi- legt. Greinin sem slík þróaðist upphaf- lega í iðnaði sem afsprengi vélaverk- fræði og þannig er nafnið tilkomið (Industrial Engineering). Þetta var í Bandaríkjunum, og er forvitnilegt að kynna sér sögu frumherjanna, t. d. Frederick Taylor ogFrankB. Gilbreth o. f 1., sem lögðu grundvöllinn að nú- tíma vinnuvísindum og stjórnun. Það er svo önnur saga, að Guðmundur Finnbogason landsbókavörður leitað- ist við að kynna landsmönnum sín- um þau nýju fræði, sem hér voru á ferð á öndverðri þessari öld, en heldur virðast landar vorir hafa tek- ið boðskap hans fálega. Orð svo sem hagverkfræði og rekstrarverkfræði, hafa komið fram á sjónarsviðið í merkingunni iSnaðarverkfræði, en ekki tel ég tíma til að fjalla um þessa hlið málsins í framsögu minni. Al- þjóðlega hefur enska heitið Indu- strial Engineering náð mestri út- breiðslu. Ekki er unnt í þessu stutta spjalli að gefa tæmandi lýsingu á námi í þessari verkfræðigrein. Hef ég hugsað mér að taka tvö dæmi, annars vegar frá Illinois Insti- tute of Technology Chicago (þar sem ég gekk í skóla á sínum tíma) og hins vegar frá Dansk teknisk Htíjskole í Danmörku. I bandarískum verk- fræðiháskólum tekur yfirleitt 4 ár að ná BS-gráðu, og er fyrsta árið gjarn- an eins skipulagt fyrir allar greinar. Hvert ár skiptist í tvö kennslumisseri. Á fyrstu fjórum misserum eru und- irstöðugreinar (stærðfr., efnafr., eðl- isfr. o. s. frv.) yfirgnæfandi, en sér- hæfðara námsefni sækir síðan á á síðari hluta, eins og vænta má. Svo ég víki þá sérstaklega að iðn- aðarverkfræði og helztu fögunum öðrum en hreinum verkfræðifögum, sem einkenna slíkt nám: Á fyrsta ári hefur nemandinn lært undirstöðuatriði hagfrœði (sameig- inl. með öðrum verkfræðigreinum). Á öðru ári bætast síðan við undir- stöðuatriði bókhalds og kostnaðar- bókhalds ásamt sálfrœði. A þriðja ári koma síðan tölfrœði, vinnuaðferðarannsóknir / vinnumœl- ingar (þ. e. a. s. vinnurannsóknir), skipulags- og stjórnunarfrœði, gœða- eftirlit og framleiðslutœkni og verk- liagfrœði. Á fjórða ári koma svo framleiðslu- skipulagning, aðgerðarannsóknir, launakerfi, samskipti vinnuveitenda og verkalýðssamtaka, tölvutœkni og fram leiðslust jórn un. Óski nemandi að halda áfram til MS-náms, tekur það venjulega eitt ár í viðbót. Velur hann þá gjarnan eitt af eftirfarandi fimm sviSum: Tölvu- tœkni, aðgerðarannsóknir, tölfrœði- og gœðaeftirlit, sjálfvirkni og fram- leiðsluaðferðir, verkhagfra’ði. Á þessu stigi er um verulegt valfrelsi að ræða. AS uppfylltum vissum skilyrðum á nemandinn kost á því að halda á- fram til doktorsgráðu, en því geri ég ekki frekari skil. Eins og þessi upptalning ber með sér, eru í iðnaðarverkfræSináminu tekin til meSferðar flest þau atriði, sem skipta máli í sambandi við stofnun og rekstur iðnfyrirtækja. NámiS er þannig samsett, að verk- fræðingurinn á jöfnum höndum að geta tekizt á við tæknileg, hagfræði- leg og mannleg vandamál, stjórn- 4 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.