Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 11
skipulagningu og stjórnun, áætlana-
gerð og eftirlit.
Reynsla er fyrir því, að nokkur
hluti verkfræðinga lendir fyrr eða
síðar í ábyrgðarmiklum stjórnunar-
störfum, og reynist þá hin þverfag-
lega undirstöðumenntun iðnaðar-
verkfræðingsins mjög hagnýt.
Við DTH hefur á síðustu árum
verið komið á fót sérstofnun —
DRIFTSTEKNISK INSTITUTE, sem
tilheyrir Avd. for Mekanisk Tekno-
logi. Próf. Chr. Gudnason, sem er
mörgum íslendingum að góðu kunn-
ur, enda hálf-íslenzkur sjálfur, liefur
haft forystu um að koma þessari
stofnun upp. Býður hún upp á fimm
ára nám í iðnaðarverkfræði, sem í
grundvallaratriðum svipar mjög til
samsvarandi náms við bandaríska
verkfræðiháskóla. Það, sem einkum
skilur á milli, er snöggtum meira
valfrelsi í fögum, auk þess sem velja
má á milli breytilegra námsbrauta
innan iðnaðarverkfræðinnar, en slíkt
kemur ekki til í Chicago t. d., fyrr en
út í MS-nám er komið. Þessar náms-
brautir eiga að sjálfsögðu talsverða
sameiginlega undirstöðu, en engu að
síður er um talsverðan áherzlumun
að ræða milli þeirrar. Brautir þær,
sem unnt er að velj a um nú, eru:
F ramleiðslustýring
Gæðastýring
Ergonomi (vinnufræði/sambandið
milli vinnunnar cg líkamlegra og
sálfræðilegra áhrifa hennar á
einstaklinginn).
Stjórnun og tæknifræði
Áætlanagerð v/mannvirkja og
Framleiðslutækni.
Að þessu námi loknu, sem leiðir til
civ.ing. prófs er unnt að halda áfram
til licensiats-gráðu.
Ég tel ekki ástæðu til að lýsa námi
í iðnaðarverkfræði frekar, en ef ein-
hverjir áheyrenda hefðu áhuga á að
setja sig betur inn í það, gætu þeir
haft samband við mig síðar í Iðn-
þróunarstofnun íslands.
Verksvið iðnaðarverkfræðingsins
Eins og áður er gefið til kynna, er
það litlum takmörkum háð, hvar iðn-
aðarverkfræðingurinn getur haslað
sér völl í atvinnulífinu. Kunnátta
hans getur komið að notum jafnt við
undirbúning að stofnun fyrirtækja,
rekstur þeirra, endurskipulagningu
og hvers konar hagræðingaraðgerð-
ir, ekki aðeins í iðnaði, heldur við
hvers konar efnahagsstarfsemi.
I stærri iðnfyrirtækjum erlendis er
ekki óalgengt, að sérstök iðnaðar-
verkfræðideild sé til staðar sem
þj ónustudeild og þjóni þá jafnvel
mörgum verksmiðjum, þegar um er
að ræða stórfyrirtæki. Ekkert er til
fyrirstöðu, í minni fyrirtækjum, að
iðnaðarverkfræðingur sé einn á bát.
I báðum tilvikum starfar hann sem
sérfræðingur í starfsskipulagi, þar
sem honum er ætlað að leysa ýmis
sérhæfð verkefni.
Þá er algengt, að iðnaðarverk-
fræðingurinn starfi sem ráðgefandi
sérfræðingur, annaðhvort á eigin
vegum eða annarra, sem láta slíka
þjónustu í té. Getur þetta átt við sjálf-
stæðar ráðgjafaskrifstofur, ráðgef-
andi deildir samtaka atvinnulífsins,
opinbera leiðbeiningarþjónustu o. s.
frv.
Að öðru jöfnu standa iðnaðarverk-
fræðingum fleiri starfsmöguleikar
opnir en öðrum verkfræðingum
vegna minni sérhæfingar eða öllu
heldur vegna meiri breiddar í kunn-
áttusviði. Sé iðnaðarverkfræðingur
gæddur viðeigandi persónulegum
hæfileikum, eru talsverðar líkur á,
að eftir honum sé sótzt til stjórnun-
arstarfa.
Hitt er einnig vel hugsanlegt, ef
ekki í námi, þá í starfi, sérhæfi iðn-
aðarverkfræðinguri in sig, og minni
ég þar t. d. á námsbrautirnar, sem ég
vék áður að. Læt ég þetta nægja um
verksvið iðnaðarverkfræðingsins.
Gildi iðnaðarvei'kfræði fyrir Island?
A þessi verkfræðigrein rétt ó sér
í Háskóla Islands?
Eins og kunnugt er, er komið til
framkvæmda nýtt skipulag á verk-
fræðinámi við Háskóla íslands.
Námsbrautir, sem verkfræðistúdent-
ar eiga um að velja, eru byggingar-,
rafmagns-, véla- og skipaverkfræði.
Leiðir námið til BS-gráðu í verk-
fræði. Er gert ráð fyrir, að þeir, sem
ljúka prófi, geti hvort heldur gengið
beint til verkfræðistarfa í atvinnulíf-
inu eða farið til framhaldsnáms.
Að óreyndu verður ekki sagt um,
hvernig þessi nýskipan muni gefast,
enda þótt hún eigi sér eðlilegar for-
sendur. Augljóst er, að varast þarf
einangrun. Náið samstarf við erlenda
verkfræðiháskóla verðurþví nauðsyn,
ekki sízt vegna undirbúnings þeirra,
sem fara utan til framhaldsnáms.
Á hinn bóginn verður námstilhög-
unin að taka mið af íslenzkum að-
stæðum og staðháttum. T. d. ætti iðn-
aðinum að geta orðið mikil lyftistöng
5
IÐNAÐARMAL