Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 12
að innlendi'i verkfræðimenntastofn-
un, sem sækli að hluta verkefni og
viðfangsefni sín til íslenzkra iðnfyr-
irtækja. í þessu sambandi vaknar sú
spurning, hvort ekki beri að vinna
að því markvisst að koma á náms-
braut í iðnaðarverkfræði (rekstrar-
eða hagverkfræði). Skipulagslega
gæti hún fallið inn í ramma véla- og
skipaverkfræði, en í þessum greinum
verður rúmlega sjötta hluta 120
námseininga varið til greina á sviði
iðnaðarverkfræði.
Hvarvetna í íslenzku atvinnulífi
blasir við þörfin fyrir sérmenntað
fólk með undirstöðumenntun í verk-
og tæknimenntun ásamt haldgóðri
þekkingu í stjórnun, rekstrartækni, á-
ætlanagerð o. s. frv.
Þegar hugsað er til atvinnumögu-
leika verkfræðinga, sem útskrifast á
komandi árum frá H. I., virðist full
þörf á fleiri námsbrautum en nú er
völ á. Með námsbraut í iðnaðarverk-
fræði gæti H. I. í senn komið til móts
við iðnþróunaráform landsmanna og
opnað verkfræðingum sínum leið á
ört vaxandi vinnumarkað.
I sjálfu sér hef ég litlu að bæta
við það, sem þarna er sagt. — Það er
sennilega einn veikasti hlekkurinn í
efnahagsstarfsemi okkar, hvað við
eigum fátt fólk í atvinnulífinu, sem
hefur að baki sér menntun í stjórnun
og rekstri fyrirtækja. Sömuleiðis hef-
ur það verið mörgum þyrnir í aug-
um, hve Háskóli íslands hefur lagt
atvinnulífi landsmanna lítið lið á
liðnum áratugum.
Mér virðist því, að hér mætti slá
tvær flugur í einu höggi, ef svo mætti
segja. Annars vegar að komið yrði á
námsbraut í iðnaðarverkfræði, sem
miðlaði fyrirtækjum landsmanna
þekkingu, sem þau hafa brýna þörf
fyrir, jafnframt því sem rýmkast
mundi um verksvið verkfræðinga-
stéttarinnar í atvinnulífinu.
Á hinn bóginn yrði þetta væntan-
lega til að tengja Háskólann og ís-
lenzka atvinnuvegi haldgóðum bönd-
um.
Aðdragandi nómsbrauta
í iðnaðarverkfræði við H. I.
Svo vill til, að þegar er hafin
kennsla í iðnaðarverkfræðigreinum
innan ramma véla- og skipaverkfræði
við H. I. Verður um sjötta hluta
námseininga varið til þessara greina,
eins og áður segir. I þessu sambandi
má geta þess, að tekizt hefur að koma
á samstarfi milli DI í Danmörku og
H. í. — í greinargerð, sem Guð-
mundur Björnsson prófessor og ég
tókum saman að afloknum viðræðum
við DI í des. s.l., segir svo m.a.: ,,Hér
skal sérstaklega bent á varðandi lið 4
í niðurstöðum, að við endanlega
skipulagningu námsgreina nú á sviði
iðnaðar- og hagverkfræði í núver-
andi BS-verkfræðinámi er æskilegt
að lagt verði til grundvallar lang-
tímasjónarmið, er miðar að stofnun
námsbrautar í iðnaðarverkfræði að
loknum hæfilegum undirbúningstíma.
Námsgreinar, sem skipulagðar verða
á næstu misserum til BS-verkfræði-
prófs, munu þá geta fallið inn
í námsefni iðnaðarverkfræðináms-
brautar. Ef tekin verður ákvörðun
á fyrra helmingi næsta árs (1973)
um stofnun námsbrautar í iðnaðar-
verkfræði, mun gefast gott ráðrúm til
undirbúnings þess, að nám geti haf-
izt t. d. að þrem árum liðnum.“
Því er aðeins við að bæta, að við
Guðmundur teljum,að samræma beri
námsefni hér við samsvarandi náms-
braut hjá DTH, þannig að nemend-
ur héðan gætu lokið BS-prófi (4 ár)
og farið til framhaldsnáms þar og
lokið civ.ing. prófi (MS-prófi) með
eins árs viðbótarnámi.
Atvinnuhorfur iðnaðarverkfræSinga
hérlendis
Um þetta get ég verið fáorður. Til-
finnanlegur skortur er á iðnaðarverk-
fræðingum hérlendis og gildir það
einnig um tæknifræðinga, sem lokið
hafa hliðstæðu námi (prod.teknikk/
bedrifts teknikk). Hafa orðið stakka-
skipti á fáum árum, að því er varðar
áhuga íslenzkra fyrirtækja á því að
ráða slíka menn í þjónustu sína.
Mikil áform eru nú uppi um að stór-
efla íslenzkan iðnað á næstu árum
og jafnvel talað um iðnbyltingu í því
sambandi.
Grundvallarskilyrði fyrir því, að
slík áform megi takast, er, að við
eigum kunnáttufólk á öllum stigum
iðnaðarframleiðslu og ekki sízt, að
því er varðar verkfræði- og tækni-
þekkingu. Á því sviði tel ég, að hlut-
ur iðnaðarverkfræðinga verði óhjá-
kvæmilega mjög veigamikill, enda
þótt fyrirsjáanlegur sé skortur á slíku
fólki enn um árabil.
6
IÐNAÐARMÁL