Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 16
Sementsverksmiöja ríkisins árið 1972
Stutt yfinlit yfip árin 1968-1971
Fram til ársins 1967 birtust grein-
ar um rekstur og framleiðslu Sem-
entsverksmiðju ríkisins í Iðnaðar-
málum, en þessar greinar féllu nið-
ur eftir það. Nú verður reynt að taka
þessa reglu upp á ný, og birtist hér
yfirlit yfir rekstur Sementsverksmiðj-
unnar árið 1972 ásamt upplýsingum
um reksturinn árin 1968—1971, að-
allega í töfluformi.
1. Hráefnin
Hráefni í íslenzkt sement eru venju-
lega talin tvö, skeljasandur og líparít.
Skeljasandurinn finnst á hafsbotni í
Faxaflóa, þar sem beitir Syðrabraun
um 7—8 mílur frá Akranesi. Þarna
er sennilega til mikið magn af skelja-
sandi, en ekki er vitað gjörla, hversu
mikið það er eða hversu mikið kalk-
magn er fyrir Iiendi. Til sements-
framleiðslunnar er notaður sandur,
sem er blanda af um 85% hreinni
skel og um 15% af basaltsandi. Á
fyrstu árum verksmiðjunnar varð að
notast við sand, sem hafði minna
kalkmagn en framleiðslan krafðist,
og varð þá að fleyta sandinn til að
auka kalkmagnið. Árin 1962—1970
var dælt af svæði, sem innihéll skelja-
sand af nokkurn veginn réttri sam-
setningu, og var þá hægt að hætta
fleytingu. Árið 1971 var þetta svæði
upp notað, og var þá leitað nýrra
svæða. Fannst þá mjög kalkríkt
svæði við Syðrahraun með um 95%
hreinni skel. Varð því að dæla af
öðru svæði til að lækka kalkinnihald-
ið, en á því svæði var sandurinn
mjög misjafn og grófur. Reyndist
kalkinnihald á þessu svæði sveiflast
frá 50%—80%. Hefur þessi breyti-
leiki sandsins valdið erfiðleikum i
rekstri verksmiðjunnar s.l. tvö ár.
Ekki reyndist unnt að framkvæma
rannsóknir á hafsbotninum árið
1972, en ákveðið hefur verið að
framkvæma þær vorið 1973. Þá eru
áætlanir um að koma í veg fyrir
þessa erfiðleika með því að dæla
skeljasandi af kalkríka svæðinu, en
fá basaltsand lil blöndunar annars
staðar frá og mata hann sérstaklega
inn á leðjuframleiðsluna. Með því
má fá betri stöðugleika á samsetn-
ingu leðjunnar.
Árið 1972 voru notaðir 127.000
m;i af skeljasandsblöndu, en það er
nokkru meira magn en árin áður.
Líparítið er unnið í opinni námu
við Bláskeggsá í Hvalfirði. Á líparít-
inu var gerð rannsókn árið 1970, og
við þá rannsókn kom í ljós, að lípar-
ílið er nokkuð misjafnt að samsetn-
ingu og gerð í námunni, og hefur
það verið unnið með tilliti til niður-
staðna þessarar rannsóknar síðan.
Notuð voru 19.800 tonn af líparíti
árið 1972, en það er einnig meira
magn en árin áður. Notkun skelja-
sands og líparíts árin 1968—1972
var sem hér segir:
2. Framleiðslan
Nokkrar breytingar voru gerðar á
gj allframleiðslu Sementsverksmið j -
unnar árið 1972. Voru þessar breyt-
ingar aðallega fólgnar í því, að hrá-
efnin voru möluð fínna, en kalkmagn
leðjunnar jafnframt aukið. Var þessi
breyting framkvæmd í því skyni að
auka styrkleika sementsins.
Framleiðsla gjalls varð mikil árið
1972, taldist 104.900 tonn eða all-
miklu meira magn en árin á undan.
Við nánari athuganir á framleiðslu-
getu ofnsins hefur komið í Ijós, að
raunverulegt framleiðslumagn er tals-
vert minna en gert hefur verið ráð
fyrir. Þannig var raunverulegt fram-
leiðslumagn árið 1972 um 98.800
tonn, en þetta hefur leitt til óeðlilegr-
ar rýrnunar á gjalli undanfarin ár. í
töflunni hér á eftir verður reiknað
með 104.900 tonna framleiðslumagni
vegna samanburðar við fyrri ár, en á
komandi árum verður reiknað með
því framleiðslumagni, sem rétlast
virðist miðað við sementssölu.
Ofnstöðvun var framkvæmd um
miðjan apríl 1972, og stóð hún í tvær
vikur. Var þetta styttri ofnstöðvun en
undanfarin ár, en þar sem fyrirsjá-
anleg var mjög mikil sementssala á
árinu, var hún stytt eins og mögulegt
var. Rekstrardagar árið 1972 urðu
þó aðeins 342, þar sem stöðva varð
ofn í byrjun júlí 1972 vegna óhapps,
og stóð viðgerð við bann í sjö daga.
Var í báðum ofnstöðvunum endur-
nýjaður steinn í ofni og gert við
gjallkæli, sem var illa farinn. Þá var
gert við keðjur og keðjufestingar,
leðjugeymar hreinsaðir og fleiri við-
gerðir framkvæmdar. Miðað við
1968 1969 1970 1971 1972
Skeljasandur m:! 125.000 115.000 103.000 123.000 127.000
Líparít tonn 16.000 15.000 13.000 16.000 20.000
10
IÐNAÐARMÁL