Iðnaðarmál - 01.01.1973, Síða 17

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Síða 17
framleiðslumagn 104.900 tonn var dagframleiðsla ofnsins 307 tonn. Til brennslunnar voru notuö 11.964 tonn af svartolíu eða 114» kg/tonn af gjalli. Jafngildir þetta 1106 kcal/kg gjalli. Hámarksnotkun af rafmagni var 2040 kW, en kWh-notkun var 13,2 millj- ónir. Mest af raforkunni var notað til mölunar á hráefnum, eða rúm 30%, til mölunar á sementi rúm 30% og til rekstrar ofnsins tæp 14%. Samtals voru möluð 129.900 tonn af sementi árið 1972. Mest af þessu magni var venjulegt portlandsemenl eða 108.400 t., malað hraðsement varð 17.200 t., en lágalkalisement 4.300 t. Til mölunarinnar voru not- uð 7.100 t. af gipsi. I eftirfarandi töflu er yfirlit yfir tæknilegan rekstur Sementsverksmiðj- unnar árin 1968—1972: Eins og fram kemur í töflunni, voru möluð tæp 130.000 tonn á ár- inu. Þetta magn er sem næst hámarks- afkastagetu sementskvarnarinnar, og má ekkert fyrir hana koma, t. d. há- annatímann síðla sumars, til þess að sementsleysi verði í landinu. Þar sem einnig er gert ráð fyrir, að sements- notkun aukist allverulega á næstu ár- um, sérstaklega vegna Sigölduvirkj- unar árin 1974 og 1975, hefur verið ákveðið að kaupa nýja sementskvörn, en með henni verður hægt að anna aukinni sementsþörf á komandi árum, auk þess sem öryggi sementsfram- leiðslunnar margfaldast. Verður nýja kvörnin væntanlega komin í gagnið sumarið 1974. Til Sigölduvirkjunar- innar þarf um 15—20.000 tonn af sementi bæði árin 1974 og 1975. Hefur Sementsverksmiðj an í hyggju 1968 1969 1970 1971 1972 Rekstursdagar 334 321 287 335 342 Framl.magn gjalls tonn 100.500 93.000 83.800 98.600 104.900 Br.olíunotk. til framl.gjalls tn. 11.500 10.700 9.600 11.400 12.000 Br.olíunotk. pr. tn. gjalls kg 114 115 114 116 114 Br.ol.notk. í hitaein. pr. kg/gj. 1.105 1.112 1.101 1.110 1.106 Hámarksnotkun rafm. kW 1.920 1.880 1.920 1.920 2.040 Rafmagnsnotkun alls millj. kWk 12,6 11,6 10,3 12,2 13,2 Mölun sements tonn 123.000 92.700 85.000 114.700 129.900 að bjóða nýja tegund af pozzolan- sementi til þessara framkvæmda. Verður blandað í það sement allt að 25% af fínmöluðu líparíti. í fyrsta skipti í sögu verksmiðj- unnar þrutu gjallbirgðir hennar í september 1972, og varð því að flytja inn erlent sementsgjall til að blanda saman við það íslenzka síðari hluta ársins. Var sú íblöndun aðeins gerð í venjulegt portlandsement, og er henni haldið sem jafnastri um 10%. Flutt voru inn um 8.000 tonn af er- lendu gjalli til íblöndunar, en um 4.000 tonn til framleiðslu á lágalkali- sementi. Er áætlað, að þessi gjallinn- flutningur aukist á árinu 1973. 3. Áburðar- og fóðurkalk Sementsverksmiðjan hefur fram- leitt áburðar- og fóðurkalk frá byrj- un, og var þá áætlað, að ársfram- leiðsla þess yrði um 10.000 tonn. Sér- staklega var talið, að notkun kalks til áburðar myndi aukast með tíman- um. Þessi áætlun hefur ekki staðizt. Síðastliðin tvö ár hefur sala áburð- ar- og fóðurkalks verið um 570 tonn, og skiptist sala þess árið 1972 þann- ig, að í fóðurblöndur fór langmest, eða um 380 tonn, í fínpússningu um 50 tonn og til áburðar um 40 tonn. Er nú í athugun, hvernig haga beri þessari framleiðslu í framtíðinni. 4. Gæði sementsins Eins og fram kemur í kaflanum á undan, var unnið að áframhaldandi aukningu á gæðum sementsins á ár- inu. Var aðallega stefnt að því að auka styrkleika þess, og var árangur nokkuð góður, sérstaklega hvað snertir hraðsementið. Er gert ráð fyrir, að Sementsverksmiðj an fram- leiði sement á árinu 1973, sem stenzt væntanlega íslenzkan sementsstaðal, sem þá verður gefinn út. Hafa próf- unaraðferðir íslenzka staðalsins ver- ið teknar upp á rannsóknarstofu verksmiðjunnar, og geta viðskipta- vinir hennar nú fengið niðurstöður af þessum prófunum mánaðarlega, ef þeir óska þess. Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins hefur haft eftirlit með eigin- leikum íslenzka sementsins síðastlið- in þrjú ár, og eru niðurstöður próf- ana á styrkleika eftirfarandi. (Með- altal af um 26 sýnum á ári): IÐNAÐARMÁL 11

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.