Iðnaðarmál - 01.01.1973, Blaðsíða 24
Fyrst má t. d. setja upp trégrind og
festa að innan við fyrrnefnda bolta
í útveggjunum. Síðan er einangrað,
t. d. með steinull, glerull eða plasti.
Rafmagns- og hitarörum (síma o.
fl.) má koma fyrir í einangrun. Lok-
að er með spónaplötum, gipsplötum,
hampplötum, þiljum, harðviðarpan-
el, hörplötum eða öðrum álíka efn-
7. mynd. Myndin sýnir hinn sérstaklega hannaða þéttilista. Gatið á einingunni er fyrir bolta
sem notaður er til þess að íesta saman einingarnar.
6. mynd. Myndin synir, hvernig gengið er frá
þaksperru við veggi.
um. Flest slík klæðning er fljótunn-
in og tiltölulega ódýr við núverandi
aðstæður.
Spónaplötur má farsa, til að fela
sprungur, sem gjarnan sjást á sam-
skeytum. Einnig má renna falskar
raufar, t. d. með 40-60 cm millibili,
vegna jafnvægis í útliti. Síðan eru
spónaplöturnar málaðar.
Ef ætlunin er að nota plastvegg-
fóður (sem má þvo), má gjarnan
nota ódýrar hör- eða hampplötur
(lykteyddar). Heildarkostnaður yrði
svipaður og með máluðum spóna-
plötum. Ef plastveggfóður er látið
bíða, sparast stofnkostnaður.
Fjöldinn allur af harðviðarþiljum
og ýmsar gerðir af meðhöndluðum
18
IÐNAÐARMAL