Iðnaðarmál - 01.01.1973, Blaðsíða 28

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Blaðsíða 28
kal/h. Fyrir heilan sólarhring getum við t. d. reiknað með: 14 klst. hóflegri dagvinnu á 100 kal/h........... = 1.400 kal 10 klst. hvíld (þ. á. m. svefni) 80 kal/h .... = 800 kal 2.200 kal Þetta er venjuleg dagleg hilaein- ingaþörf við kyrrstæða vinnu, þar sem t. d. skógarhöggsmaðurinn þarf aftur á móti sinar 5000-6000 hitaein- ingar á sólarhring. Hitastilling líkamans Til þess að útskýra meginreglurnar í hitastillingu líkamans er bezt að byrja á hinu einfaldasta: nakinni, sitjandi „meðalmanneskju" í venju- legu herbergi með hóflegri lofthreyf- ingu. Með hitaframleiðslunni 90 kal/h mun henni líða notalega við 28°C umhverfishita. Innri hiti lík- amans mun þá haldast 37°C, án þess að nokkur af hitastillingarlíffærun- um líkamans taki til starfa. Við get- um kallað þetta fullslakaða jafn- vægisstööu, þar sem meðalhúðhiti líkamans í heild er 33°C. Þótt umhverfishitinn hækki eða lækki um nokkur stig frá 28°C, mun innri hiti líkamans auðveldlega hald- ast óbreyttur 37°C, með hjálp hinnar æðabreytilegu (vasomotorisku) hita- stillingar líkamans, þ. e. með útvíkk- un eða samdrætti æðanna í húðinni. Með þessum liætti getur blóðstreym- ið til húðarinnar í heild verið mjög breytilegt. Meðalhúðhitinn getur lækkað um tvö stig, og þannig næst hitajafnvægi við umhverfishitann, sem einnig er tveim stigum hærri. Með samsvar- andi hætti mun samdráttur blóðæð- anna lækka húðhitann og minnka þannig hitatapið við lækkaðan um- hverfishita. Stsrkustu og öflugustu stillitækin höfum við þó í höndum okkar og fótum. Við getum t. d. sent blóðið í ríkum mæli og með fullum hita alveg út í fingurgóma og náð þannig há- marks hitaútláti frá höndunum, eða við getum með stórminnkuðu blóð- streymi eða hagnýtingu hitavíxl- áhrifa milli slagæða og innæða lækk- að hita fingranna alveg niður í um- hverfishitann, og verður þá hitatapið óverulegt. Hitavíxlunartækin eru svo áhrifamikil, að við lágan umhverfis- hita geta þau sent blóðið aftur inn í líkamann með 37°C hita, jafnframt því, er sýnt hefur verið fram á, að hiti fingurgómannna getur orðið ör- lítið lægri en lofthitinn. (Það stafar af hinni veiku lámarksuppgufun frá fingrunum, jafnvel í köldu um- hverfi). Samdráttur blóðæðanna við lágt umhverfishitastig gerist ekki ein- göngu í lögum húðarinnar, en einnig að nokkru leyti í nefi og koki, og hefur það í för með sér minnkað mótstöðuafl gegn sjúkdómum í önd- unarfærum við kælingu. Hjá hinni nöktu meðalmanneskju okkar í hvíld getur æðabreytilega hitastillingin komið meðalhúðhitan- um til að hækka í 35°C eða lækka í 29° C. Þetta samsvarar umhverfishita frá 24°C-30°C. Þegar umhverfishitinn fer út fyrir þau mörk, sem æðabreytilega hita- stillingin ræður við, verða önnur tæki líkamans að taka til sinnna ráða til að halda innri hitanum við 37°C. í kulda verður sjálfkrafa aukning efnaskipt- anna, sem endar með hrolli og skjálfta og getur í svæsnustu tilfellum komið hitaframleiðslunni yfir 300 kal/h, eða fjórum sinnum hærra en grunnefnaskiptin. Verði umhverfishitinn svo lágur, að aukin efnaskipti megni ekki að halda innri hita líkamans við 37°C, tekur hann að falla. Lækki innri hit- inn niður fyrir 33 CC, dregur úr hin- um eðlilegu viðbrögðum líkamans ■— kuldaskjálftinn hverfur og efnaskipt- in lækka, unz þau eru komin niður fyrir hið eðlilega — og manneskjan kemst í ástand sljóleika og kæruleys- is, og kuldinn þjáir ekki lengur. Þannig er talið, að sé líðan þeirra, er frjósa í hel að vetri. Eins og kunnugt er, nota læknar svæfingu ásamt kælingu niður í 30°C við alls konar skurðaðgerðir, þar sem starfsemi hinna innri líffæra verður að vera í lágmarki, t. d. við hjartaskuröaðgerðir. Við áfram- haldandi kælingu líkamans, niður fyrir 27°C, kemur fyrst algjört með- vitundarleysi og síðan dauði. 22 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.