Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 31

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 31
ur að hækka lofthitann, ef menn vilja vega á móti súgáhrifunum. Loft- hreyfing, sem nemur 30 cm/sek. krefst þannig tveggja stiga lofthita- hækkunar. Víða erlendis, og þá einkum í Bandaríkjunum, ríkir mikill áhugi á því vandamáli, er við nefnum Kyrrstætt loft Talið er, að loft, sem hreyfist minna en 5 cm/sek, sé kyrrstætt og þungt. Við gerð loftræsi- og hita- búnaðar er því lögð áherzla á að forðast slíka „dauða vasa“ í herbergj- um. Þessi ótti við kyrrstætt loft staf- ar ekki af lélegri lofthreyfingu, eins og margir halda. Jafnvel með hrað- anum 5 cm/sek getur loftið hreyfzt um 180 m/klst, og það sýnir, að það tekur loftið ekki langan tíma að hreyfast þann metra, sem til þarf, svo að það komist út úr kyrrstæða svæðinu. I dvalarherbergi er það mikilvægt, að Gólihitinn verði ekki lágur í samanburði við hitann, sem mælist í herberginu. Tveggja stiga mismunur ætti að vera hámark, en í dag er algengt, að hann sé um 4 og 5 stig. Köld gólf stafa oft af lélegri einangrun, t. d. frá köldum kjallara, og kaldan loftstraum leggur frá stórum gluggaflötum, þar sem engir ofnar eru undir. Fyrri tíma einkunnarorð fyrir upphitun, „heitir fætur, kalt höfuð“, hafa hins vegar ekki almennt gildi. Gólfhiti, sem fer yfir 25°C getur valdið þreytu- tilfinningu í fótum, er stafar af þrota og auknu blóðstreymi. Raki loftsins Fyrir nokkrum árum var sú skoð- un algeng, að loftraki hefði mikil áhrif á hitatilfinninguna. Skýringin var rökvís og einföld: Þurrara loft veldur sterkari útgufun frá húðinni, og þessa kælingu verður að bæta upp með hærri herbergishita. Þetta var einnig staðfest með tilraunum, sem gerðar voru víðs vegar í heiminum, með tilraunapersónur, er gengu milli herbergja, þar sem hiti og raki var mismunandi, og það kom í Ijós, að mönnum fannst rakari herbergin hlýrri en hin þurru. Reynslan frá þessum tilraunum var notuð sem grundvöllur að þeim þæginda-upp- dráttum, sem við sjáum endurtekna í handbókum, kennslubókum, tíma- ritsgreinum o. s. frv. og sýna meðal annars, að mönnum finnst 20°C heitt og 70% rakt loft jafnhlýtt og 23° og 30% rakt loft. Þessi skoðun virðist nú hafa vikið fyrir allt annarri sem er á þá leið, að við venjulegan, hóflegan innihita hafi loftrakinn engin áhrif á hitatil- finninguna. Skýringin á þessu er sú, að raka- flutningur út í gegnum húðina — svitinn, sem við verðum lítið vör við •— hefur jafnan sem lámarksgildi 30 g á klst. fyrir venjulega mann- eskju. (Til viðbótar koma 15 g á klst. sem útgufun frá lungum). Hinn ósýnilegi sviti vætir örlítið svæði af húðinni kringum hverja svitaholu. Við rakt loft mun þetta vætusvæði aukast ofurlítið, og við þurrt loft minnkar það. Utgufunin, og þar með kælingin, er þó hin sama. Orsökin til þess, að fyrri tilraunir leiddu af sér Rangar ólyktanir var fólgin í eignleikum fatnaðarins til að gleypa rakann. Rakinn í vefja- þráðum klæðnaðarins mun ávallt leitast við að ná jafnvægi við loft- rakann. Áhrifin má sýna með lítilli tilraun: Ef við bindum ofurlílinn ullar- hnoðra utan um hitamæli inni í þurru herbergi með 20°C hita og flytjum síðan hitamælinn inn í rakt herbergi með sama hitastigi, sjáum við, að hitinn tekur að hækka. Þetta stafar af því, að ullarþræðirnir taka til sín raka úr loftinu þannig, að þétthiti vatnsgufunnar losnar úr læðingi. Eftir nokkra stund hefur nýtt jafn- vægi komizt á og við getum aftur lesið 20°C hita af mælinum. Ef við förum með mælinn aftur inn í fyrra herbergið, mun fyrst verða uppgufun raka frá ullarþráðunum og hitinn lækkar á mælinum. Samsvarandi áhrif verða í klæðn- aði okkar, þó að þau verði ekki eins sterk vegna gerviþráða í vefnaðinum. Niðurstaðan er þessi: Við mjög stulta dvöl í hinum einstöku her- bergjum hefur loftrakinn áhrif á hitatilfinninguna, en við lengri dvöl hverfa áhrif lians. Það, sem hér hefur verið sagt, gildir aðeins við hóflegt innihitastig og hóflega starfsemi. Við mikinn hita, þegar stór hluti af húðinni er löðrandi í svita, mun rakara loft að sjálfsögðu leiða af sér minnkaða uppgufun og valda tilfinningu hærri lofthita. Kvartanir um þurrt loft geta verið fullkomlega réttmætar, IÐNAÐARMÁL 25

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.