Iðnaðarmál - 01.01.1973, Blaðsíða 33

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Blaðsíða 33
minni á mann, eftir því sem rúmið er meira. Sé herbergi 3 m3 á mann, eru eðlileg loftskipti talin 40 m3/h, og er það talið jafngilda 5 m3/h loftend- urnýjun í herbergisrými, er nemur 20 m3 á mann. Lítil íbúð, 80 m2, er svarar til 200 m3, mun fyrir venjulega fjögurra manna fjölskyldu gefa herbergis- rými, er nemur 50 m3 á mann, ef miðað er við íbúðina í heild. Þetta ætti að krefjast loftendurnýjunar, sem er miklu fægri en sú hálfa loft- endurnýjun á klst., sem yfirleitt er reiknað með í íbúðum. Það, sem yfirleitt ræður loftræst- ingu á heimili, er hin æskilega út- loftun frá eldhúsi, haði og snyrtiher- bergi, og um þetta er ekki auðvelt að setja heilsufræðilegar ákvarðanir, jafnólíkar og óskir manna eru í þessum efnum. Heilsufræðilegar kröfur Reynslan hefur sannað, að menn geta búið við hin ólíkustu veðurskil- yrði án þess að híða tjón, hvort sem um er að ræða rakt hitabeltisloftslag, skrælþurr eyðimerkursvæði eða köld- ustu heimskautalönd. Það hefur held- ur aldrei verið sannað, að fólk bíði heilsutjón af vondri lykt, eins og þeirri, er finna má í verstu fátækra- hverfum. Þegar um norskar aðstæður er að ræða, ætti að vera ljóst, að erfitt mun reynast að fá lausn vandamál- anna frá sérfræðingum í hollustu- háttum. Eg mundi fremur segja, að skoðanir allra væru mikilvægar, þeg- ar komast skal að niðurstöðu um hið ákjósanlegasta inniloft. í þessari leit okkar að hinu ákjós- anlegasta innilofti höfum við ekki á nokkurn hátt skilgreint, hvað hið á- kjósanlegasta merkir í þessu sam- bandi. Er það inniloft, sem veitir okkur mesta vellíðan og starfsþrótt til lengdar og er þá e. t. v. háð breyting- um, þannig að hitastillingartækin séu stöðugt virk? Eða er það stöðugt inniloft, þar sem við getum setið full- komlega aðgerðarlaus og fundið mesta vellíðan, eins og þegar við höll- um okkur til hvíldar í hægindastóln- um? Þýð. J. Bj. Fjárveitingar til iðnaðar- mála á fjárlögum ársins 1973 Þús. kr. ISnþróunarstofnun Islands ........ 9.856 Rannsóknastofnun iðnaSarins .... 13.559 Rannsóknastofnun byggingariðn. . 15.850 Verkstjórnarfræðslan ............. 1.627 Stjórnunarfræðslan ............... 1.326 Iðnþróunarsjóður .................. 11.000 Iðnlánasjóður ................... 15.000 Iðnráð ........................... 1.000 Heimilisiðnaðarfélag íslands .... 125 ISnþróun og tækninýj. í iðnaði .. 6.500 Mótframl. vegna UNIDO-aðstoðar 3.000 Útflutningsmiðstöð iðnaðarins .. 4.000 Sölust. lagmetisiðnaðarins ...... 25.000 Gosefnarannsóknir ................. 2.000 109.843 Sementsverksmiðja ríkisins...... 14.482 Landssmiðjan ................... 523 15.005 Hvað segið þér? Hefur konan mín eignast son? Leyfið mér að tala við hannl IÐNAÐARMAL 27

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.