Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 34
Frá vettvangi stjórnunarmála
Nýjungar í starfsmannamálum í Evrópu
Eftip W. Robert Stover, forstjóra Western Girl, Inc. Calífornia
Ein af þeim nýjun hugmyndum í
starfsmannamálum, sem hvað auð-
veldast er að yfirfæra, kemur frá V.-
Þýzkalandi — eins og búast mátti
við. Þar eru tvö mjög stór fyrirtæki
og fjöldi minni fyrirtækja, sem njóta
hags af því að leyfa starfsmönnum
sínum að koma til vinnu og fara á
nær því hvaða tíma dags, sem þeir
kj ósa.
I hinum nýju aðalstöðvum Luft-
hansa í Köln er hinn opinberi vinnu-
dagur 12 klst., frá því kl. 7 f. h. til 7
e. h. En starfsfólkinu er frjálst að
koma hvenær sem er frá kl. 7:00 f. h.
til 9:30 f. h. og fara hvenær sem er
eftir kl. 2:30 e. h. Innan þess ramma
geta þeir svo unnið 42 stunda vinnu-
viku eftir eigin áætlun og notað sér
2l/2 klukkustundar komutímamismun
og 31/2 klst. mismun til að hætta
vinnu.
Allir starfsmenn stimpla sig úr og
í vinnu. Ollum virðist sama um það,
og starfsmennirnir nota stimpilkort
sín til að reikna sjálfir út vinnutíma
sinn. Starfsmönnum eru gefin 10%
frávik á mánaðarlegum vinnutíma,
umframvinnustundir eiga menn inni
fyrir næsta mánuð, og í þeim mánuði
er einnig unnt að vinna upp þær
stundir, sem á vantar, án þess að
nokkur refsing liggi við. Engar eftir-
vinnugreiðslur eru, nema starfsmenn-
irnir séu beðnir að vinna aukavinnu,
og einu sinni í mánuði er starfsmönn-
um leyfilegt að taka sér frídag út á
umfram unninn tíma, ef þeim þókn-
ast.
Það er mögulegt fyrir starfsmenn
að vinna svo mikinn umframtíma, að
þennan mismun verði að jafna með
peningagreiðslum, en slíkt gerist
sjaldan.
Vegna þýzkra laga verða fram-
kvæmdastjórar að nota stimpilklukk-
ur, eins og aðrir. Þeir geta samt sem
áður ekki safnað aukatímum, þeir fá
ekki greitt fyrir þá aukalega, og þeir
þurfa ekki að leggja neitt á sig að
fylgjast með því, hvenær starfsmenn
koma og fara.
Þetta fyrirkomulag hefur lítinn
stjórnunarkostnað í för með sér.
Lufthansa gerir einstaka sinnum
skyndikannanir á stimpilkortum
starfsmanna, en að öðru leyti er treyst
á útreikninga starfsmannanna sjálfra
á vinnutímunum.
Þetta fyrirkomulag, sem í Þýzka-
landi nefnist „Gleitende arbeitzeit“
(sveigjanlegur vinnutími), var að
mestu leyti fyrst tekið upp í Messer-
schmitt-verksmiðjum Boelkow fyrir-
tækisins í Miinchen og var síðan upp
tekið með góðum árangri af Luft-
hansa, er það flutti í nýja byggingu.
Þetta fyrirkomulag hjá Boelkow
nær til 6.000 af 20.000 starfsmönn-
um flugvélaverksmiðjunnar. Þar er
vinnuvikan aðeins lengri og frávik á
vinnutímanum ekki jafnstór (byrjað
frá 7—8 f. h. og hætt frá 4—6 e. h.L
Að öllu öðru leyti er fyrirkomulagið
hið sama hjá báðum fyrirtækjunum.
Boelkow og mörg smærri fyrirtæki
tóku upp sveigjanlegan vinnutíma
eftir að hafa reynt að komast hjá
tímum umferðaröngþveitisins á ýms-
an annan hátt.
Fyrst var reynt að hafa annan
vinnutíma en flest önnur fyrirtæki,
en síðan hvarf Boelkow frá því og
tók upp að láta vinna á breytilegum
tímum, þannig að starfsmönnum var
leyft að kjósa sér þann tíma, sem
þeir vildu koma til vinnu og hætta,
en þeir urðu að halda sér við þá
stundaskrá í ákveðinn tíma. Bæði
þessi kerfi höfðu töluvert aukinn
stjórnunarkostnað í för með sér fyrir
þau fyrirtæki, sem reyndu þau. Hvor-
ugt þessara fyrirkomulaga buðu upp
á neina kosti fram yfir kosti sveigj-
anlega vinnudagsins, sem aftur á
móti hefur ekki aukinn stjórnunar-
kostnað í för með sér.
Nú er almennt verið að taka þetta
sveigjanlega kerfi upp í Vestur-Þýzka-
landi í kjölfar skýrslna um glæsileg-
an árangur vegna áhuga starfsmanna
og lægri kostnaðar hjá þeim fyrir-
tækjum, sem þarna riðu á vaðið.
Boelkow metur hagnað sinn á $
40.000.—• á mánuði vegna aukinna
afkasta og minni fjarvista.
Lothar Schwintzer á starfsmanna-
skrifstofu Lufthansa hefur sagt: „Við
erum svo að segja alveg lausir við
eins dags veikindaforföll.“ Hr.
Schwintzer bendir á, að eðlilegur
mismunur á tímaáætlunum starfs-
mannanna hafi það í för með sér, að
starfsemin á skrifstofum Lufthansa
sé jöfn allan daginn og starfið sé að
minnsta kosti jafnárangursríkt og áð-
ur og minna hafi verið um árekstra
við óánægða starfsmenn.
Umferðarvandræði hafa mikið
minnkað í kringum verksmiðjur
Boelkow í Finkenstrasse, og kannanir
Lufthansa gefa í skyn, að það myndi
taka 1% klst. á dag að koma hinum
1.110 starfsmönnum hjá umferða-
tálmunum og inn í skrifstofurnar.
Nýleg könnun hjá starfsmönnum
28
IÐNAÐARMÁL