Iðnaðarmál - 01.01.1973, Qupperneq 36
Nytsamar nýjungar
Vél, sem gerir allt viS
lagningu orkulínu
Áður fyrr var það mjög erfitt
starf að leggja orkulínur. Það þurfti
að grafa fyrir staurunum með hand-
afli, reisa þá og koma leiðslunum
fyrir. Um 1950 komu fyrstu vinnu-
vélarnar til sögunnar á þessu sviði.
Þegar nokkrar orkustofnanir hófu
sameigin'legar rannsóknir á þessu
vandamáli árið 1967, kom í ljós, að
vélvæðingin var enn ekki meiri en
25%. Lýst var eftir betri vélum. Eftir
að hafa metið allar þær lausnir, er
bárust, voru þrjár tillögur um línu-
lagningarvélar valdar úr til reynslu.
Það skilyrði hafði verið sett, að há-
marksnotkun vélanna skyldi vera fyr-
ir 20 kV dreifilínur — og því ekki
fyrir 130 og 400 kV stofnlínunetið.
Tvær þeirra eru af Valmet-gerð og
eru til reynslu hjá Sydkraft og Norr-
bottens orkustofnununum.
Þriðja vélin, sem er þyngri og
sterkari, enda einnig dýrari, er Volvo
BM, gerð 845, með áföstum útbún-
aði. Hún hefur nú verið reynd í eitt
ár hjá Skellefteá orkustofnuninni og
var nýlega sýnd á „Iínudegi“ í Skell-
efteá.
„Við erum ánægðir," segir Martin
Bergmark, stjórnandi bygginga-
flokksins við Skellefteá. „Að vísu
hefur kostnaðurinn aukizt álika mik-
ið og afköstin, eða um 30%, en þró-
unin í launamálum er á þá leið, að
brátt skilur þetta hagnaði.“
Það er mikilvægt út af fyrir sig,
að tekizt hefur að afnema erfiðustu
vinnubrögðin. Nú geta tveir menn
með vél reist 10—12 staura fyrir 10
kV — leiðslu á dag. Hægt er að
grafa 2,5 m djúpa holu með hrað-
tengigrafaranum, sem er fremst á
tækinu. Grafarinn er einnig notaður
til að reisa hina venjulegu 12 m háu
staura. Vindan, sem hefur 60 k N
togkraft, getur annars ráðið við
staura af hvaða hæð sem er. Aftan á
vélinni er tækjabúnaður, sem gefur
þrýstiloft fyrir steinbor, klakabrjót
og tæki til að skrúfa rær.
Vélin hefur drif á öllum hjólum
og stýri í miðjunni. Hún kemst yfir
hálfs metra hindrun, án þess að nokk-
urt hjól lyftist frá jörðu. Hún á að
geta farið leiðar sinnar í 75 cm
djúpum snjó. Vélstjórahúsið er mjög
vandað. Hávaðastigið er N 85, svo
að hægt er að nota talstöð.
Vélin er þó ekki alveg fullgerð
ennþá, segir Bergmark. T. d. verður
bætt við ruðningsbúnaði o. fl.
Stjórnendur læra nú meðferð vél-
arinnar á fjögurra til sex vikna nám-
skeiðum, en það er algjörlega ófull-
nægjandi, segir Bergmark. Réttara
væri, að þau stæðu sex mánuði.
Úr „Ny Teknik", nr. 9, 1973.
30
IÐNAÐARMÁL