Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 39

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Page 39
Nýjungar í starfsmanna- málum í Evrópu Framh. aí bls. 29 tölulega meiri hreyfanleika banda- rískra starfsmanna, bæSi landfræði- lega og eins milli starfa. Ef við mið- um aftur við Danmörku, þá er al- gengt, að starfsmenn ráði sig ungir hjá einhverju fyrirtæki og vinni allan sinn starfsaldur hjá því fyrirtæki. Starfsaldur fremur en starfið sjálft er helzta orsök launamismunar manna. Samt sem áður hefur meðalvöxtur iðnaðar í Danmörku verið á milli 30—40% á ári, en það verður að álíta mjög þokkalegt. Er það mögu- legt, að evrópsk fyrirtæki skili til- tölulega betri gæðum vegna þess að starfsmennirnir beri hag fyrirtækis- ins, sem þeir ráða sig hjá, meir fyrir brjósti. Þetta virðist vera þess virði að vera nánar athugað af Bandaríkja- mönnum, því að aðferðir bandarískra og evrópskra verkalýðsfélaga virðast vera farnar að líkjast hver annarri í vaxandi mæli. Bandarísk verkalýðs- féiög leggja vaxandi áherzlu á vel- ferðar- og hlunnindamál, og líklegt er, að sú þróun haldi áfram. Ef það reynist rétt, ættu bandarísk fyrirtæki að sjá sér hag í því að kanna fyrirkomulag slíkra mála í Evr- ópu, svo að unnt sé að nota það skyn- samlega og við þær kringumsiæður, að það bjóði fyrirtækinu upp á eitt- hvað á móti, þar sem þau hvort sem er verða ef til vill fljótlega neydd til að taka eitthvað slíkt upp. Ameríka fremst? Líta má nú á hina geysilegu yfir- hurði bandarískra fyrirtækja á ö!l- um sviðum, sem í ljós komu eftir Rússnesk „hýbýlamaskína'", þar sem 900 íbúðum er þjappaS saman á litlu landrými. t>etta er Matveevskoje-blokkin, og pláss jyrir skokk í bakgarðinum. seinni heimsstyrjöldina, sem tíma- bundið fyrirbæri. Áfallið, sem að- gerðir ríkisstjórnarinnar nýlega höfðu í för með sér varð til örvunar og mun fá margt bandarískt fyrir- tækið til að líta Evrópu nýjum aug- um. Eins og hér hefur verið bent á, ætti starfsmannadeildin einnig að fylgjast með í þessum efnum. Þýtt úr Personnel Journal. Febrúarhefti 1972. Þýð. B. K. Ég er búin að jlœkja svo skjölin í öllum skápunum, að jajnvel þótt ]>eir geti alvöru úr að já sér tölvu, verð ég ómissandi nœstu tvö til þrjú árin. Ég er svo stoll af þér, elsku Hjalli minn. Þú hefur lánstraust, næstum því um alla borgina. IÐNAÐARMAL 33

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.