Iðnaðarmál - 01.01.1973, Side 42

Iðnaðarmál - 01.01.1973, Side 42
1906 Fyrsta fullkomna „loftið" steypt í ullarverksmiðjuna Iðunni við Skúla- götu. Jórnbent steypa. 1910 Bygging Vífilsstaða. Fyrsta stór- hýsið, sem reist var af íslenzkum mönnum, eftir innlendum teikningum. 1914 Hús Jóns Þorlákssonar, að Bankastræti 11, Reykjavík, steypt með vólknúinni steypuhrærivél, sem einn- ig hífði steypu í mótin. 1927 Fyrsta járnbenta steinhúsið reist að Laufásvegi 70 af Sigurði Guð- mundssyni húsameistara. Veggþykkt þá aðeins 20 cm. Hús í aðalatriðum með nútímasniði. 1928 Valgeir Björnsson byggir hús við Laufásveg með 15 cm þykkum veggjum og járnbindingi. 1958 Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi hefur sölu á innlendu sem- enti. Iðnaðarráðherra var nýlega í opin- berri heimsókn í Tékkóslóvakfu og ræddi þar um aukna samvinnu land- anna á sviði iðnaðar. (26. 4. 73). Norræni Iðnþróunarsjóðurinn hélt aðalfund sinn 26. apríl s.l. Lánveit- ingar úr sjóðnum frá 1970 til ársloka 1972 námu 640 millj. króna, mest til vefjar- og fataiðnaðar, 146 millj. kr., og til málmiðnaðar og skipasmíði 109 millj. króna. (8. 5. 73). Samkvæmt upplýsingum iðnaðarráð- herra á Alþingi telja sjö iðnfyrirtæki sig geta aukið útflutning um 800 millj. króna á ári, ef til kæmi 120 millj. kr. aðstoð í formi rekstrarfjár og fjár- festingarfjár. Fyrirtæki þessi eru: Ála- foss, SÍS-verksmiðjurnar, Sölumiðstöð lagmetisiðnaðar, Kísiliðjan, Sláturfé- lag Suðurlands, Hekluvikur og Glit. (13. 3. 73). Reykjavíkurborg úthlutaði nýlega iðnaðarlóðum til yfir 30 aðila. Flestar eru í Höfðahverfinu nálægt Ártúns- höfða, en einnig í Hálsahverfi og við Ármúla. (20. 3. 73). Ölgerð á íslandi í verksmiðjustíl á 60 ára afmæli í dag, en Olgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð þann dag árið 1913. Stofnandinn Tómas Tómas- son er enn forstjóri fyrirtækisins. (17. 4. 73).

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.