Franskir dagar - 01.07.1996, Qupperneq 2

Franskir dagar - 01.07.1996, Qupperneq 2
Kæru lesendur. Nú er komið að bæjarhátíð okkar sem haldin verður helgina 26. - 28. júlí. Þegar undirbúningsnefnd tók til starfa vann hún út frá því hvað mætti gera til að laða ferðamenn til staðarins. Hugmyndir voru margar og voru allir sammála að glæða þyrftir áhuga á sögu staðar- ins og nýta sérstöðu hans, aðallega í sambandi við tengslin við frönsku sjómennina. Ákveðið var að stefna að hátíð í bænum og varð úr að hún bæri yfirskriftina „Franskir dagar“. Tilgangur hennar yrði aðallega að vekja athygli á þessum sögulegu tengslum okkar við Frakkland og hvetja bæjarbúa til að vinna saman að eflingu ferða- þjónustu á staðnum. Hugmyndir eru til alls fyrstar og var stefnt að því að vekja athygli á ýmsum sögulegum byggingum og stöðum í bænum og setja upp skilti með upplýsingum um hús og staði sem tengjast franska tíman- um. Þessu hefur því miður ekki tekist að hrinda í framkvæmd, en vonast er til að það geti orðið fljótt. Annað er komið af stað þó ekki takist að klára það á þessu sumri, má nefna í því sambandi aðstöðu fyrir muni og myndir frá franska tímabilinu sem hefur verið komið fyrir á lofti ráðhússins, að umhverft steinsins við Steinstaði verði prýtt og hann merktur, en því verki hefur Guðrún Einarsdóttir ýtt úr vör. Eins átti hún frumkvæði að merkingu húsa í bænum og er gleði- legt hvað bæjarbúar hafa tekið því vel. Einnig hefur verið rætt um þörf á að gera kynningarbækling um Fáskrúðsfjörð, hanna minja- gripi og prenta póstkort. Eins og sjá má eru að þessu sinni ekki ýkja mörg atriði á dagskrá sem rekja má til Frakklands og stendur hún því kannski ekki undir nafni, en þar sem við vonumst til að þessi hátíð sé komin til að vera nteð reglulegu millibili, er það von okkar að með tímanum fái hún sterkari franskan blæ og beri nafn með rentu. Búðahreppur hefur lagt fram fjárstyrk vegna kostnaðar við hátíð- ina og ýmsir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa aðstoðað við að gera þessa hátíð mögulega og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Við vonum að allir finni eitthvað við sitt hæfi og eigi góða helgi framundan. Undirbúningsnefnd. Sorgmæddi Frakkinn og Bína Þegar Jósefína Þórðardóttir (Bína á Búðunt) var lítil stúlka varð skútustrand inn á leirunni fyrir botni fjarðarins. Það sást frá Búðum, heimli Bínu innan við Búðagrund, sem þá var innsta húsið í þorpinu. Nokkru síðar sér Bína hvar alskeggjaður maður situr á hækjum sínum við lækinn spölkorn frá húsinu og er að þvo tötrana sína. Hann er sorgmæddur að sjá og nuddar augin sín mikið. Bína kennir í brjósti um manninn, tekur í hönd hans og leiðir hann heim að Búðum. Hún biður móður sína að gefa manninum eitthvað gott að borða því að honum leiðst eitthvað. Móðir hennar var að baka flatkökur og bíður manninum bita. Sjómaðurinn franski var eitthvað efins svo að Bína tekur flatköku og bítur í til að sína Frakkanum hversu mikið góðgæti þær eru. Frakkinn borðar síðan flatkökumar með bestu list. Vinnu- konan á heimilinu sækir því næst vettlinga og gefur manninum. Hann notar þá til að þurrka burtu tárin af andliti sínu. Þessu næst leit hann á eldhúsklukkuna, kyssti Bínu á kinnina og rauk á dyr. Aldrei hafði heimilisfólkið á Búðum spumir af þessum manni eftir þetta. Þar sem heimilisfólkið á Búðum kunni enga frönsku vissi það ekki hvers vegna maðurinn var svona sorgmæddur, en gat sér þess til að hann hafi átt stúlkubarn á svipuðu reki og Bína, sem hann hafi misst. Heimild: Jósefína Þórðardóttir 30. janúar 1996. SérréttamatjecfiLl á fraruka vuu Hladborð tnecífrönoku Cvafi og kynning á frönokuni borðvínum Borðapantanir íoínia 4751466 L s I tilefni 110 ára afmælis Landsbanka íslands l.júlí 1996 býðurbankinn nú í júlímánuði nýjan reikning: Afmœlisbréf Reikningurinn ber 11% vexti til áramóta og síðan 3% vexti til 1. ágúst 1997. Kynntu þér þessi góðu kjör. s Landsbanki Islands Útibúið Fáskrúðsfirði Útgefandi: Ferða- og Menningamálanefnd Búðahrepps. Prentun: Héraðsprent. Upplag: 500 eintök. Ritsjóri: Borghildur H. Stefánsdóttir. Blaðinu er dreift inn á hvert heimili á Fáskrúðsfirði. 2 FRANSKIR DAGAR

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.