Franskir dagar - 01.07.1996, Blaðsíða 3
Áhugasamur Frakki
Eins og margir hafa orðið varir
við eru stödd hérna 8 ungmenni á-
samt hlaðamanni og ljósmvndara.
Tildrögin að komu þeirra eru rak-
in í eftirfarandi grein eftir farar-
stjóra þeirra.
Bókin „Pecheurs d'Islande" (Is-
landssjómennimir) eftir Pierre Loti er
ein af þeim bókum sem sérhver mað-
ur, sem elst upp í Frakklandi, fær að
gjöf á uppvaxtarárunum. Flestir lesa
hana og titill hennar lifir alltaf í
minningunni. Þegar ég undirbjó
ferðalag mitt til landsins ykkar árið
1995, las ég þessa bók aftur. Raunar
hefur saga hennar ekkert að gera með
ísland. Það sem við köllum fslandssjómenn
voru í raun franskir sjómenn sem fiskuðu við
strendur fslands. í bókinni koma þessir sjó-
menn aldrei til hafnar svo það er ekkert
skrifað um ísland eða íslendinga í henni.
I París langaði mig til að forvitnast meira
um þessa sögu, svo að ég fór að leita eftir ís-
lenskum blaðamanni sem starfaði í Frakk-
landi. Ég fann aðeins einn, Guðrúnu Finn-
bogadóttur fréttaritara Ríkisútvarpsins í
Frakklandi. Hún gat frætt mig heilmikið, en
benti mér jafnframt á að tala við blaðamann
Morgunblaðsins í Reykjavík, Elínu Pálma-
dóttur. Það gerði ég nokkrum dögum seinna.
A skrifstofu hennar í Morgunblaðshúsinu,
sagði Elín mér frá frönskum byggingum í
Reykjavík, frönskum grafreitum á Höfn og
Borgarfirði eystri og frá þorpi með nokkrum
frönskum mannvirkjum, nefnt Fáskrúðs-
fjörður.
Eftir nær sex vikna ferðalag um fsland
kom ég til Búða. Þar var fullbókað á hótel-
inu, svo ég dvaldi fjórar nætur hjá Guðrúnu
Einarsdóttur. Þar sem Guðrún vissi að ég
var franskur bauð hún prestshjónunum á
Kolfreyjustað, Carlosi og Yrsu, til morgun-
verðar. A frönsku fræddu þau mig meira um
sögu þorpsins og sögu fransks spítala sem
fluttur var yfir fjörðinn og væri þar að grotna
niður vegna þess að enginn hefði áhuga á að
halda honum við. Hvílík skömm fyrir spít-
ala!
Við fórum á staðinn, skoðuðum húsið
sem mér fannst ekki svo mjög illa farið, sér
í lagi ekki innandyra. Af löngun til að vita
meira um sögu spítalans og hvers vegna
hann var svona yfirgefínn, fór ég til fundar
við sveitarstjórann. Seinna ákváðum
við Yrsa að reyna að freista þess að
gera eitthvað í málinu, þ.e.a.s. ef
hreppsnefnd Búðahrepps samþykkti
að endurvekja fransk-íslenska vin-
áttusambandið sem lognaðist út af
þegar Albert Denvers, borgarstjóri
Gravelines-borgar hætti störfum.
Með hjálp Elisabeth Rechen-
mann, sem ég vann með í vetur hjá
INSERM (Frönsk rannsóknarstofa á
sviði læknisfræði), kom upp sú hug-
mynd að fá nokkur frönsk ungmenni
til að heimsækja íslenska jafnaldra
sína í sumarfríinu sínu. Við skrifuð-
um nokkur bréf, hringdum, sendum
myndbréf og héldum nokkra fundi
þar sem ákveðið var að hittast en ekki til
einskis.
Byrjunaráfanga er lokið og árangurinn
kominn í ljós. Átta frönsk ungmenni eru
komin til Fáskrúðsfjarðar. Þessi fyrsta
heimsókn er kannski ekki fullkomin, en við
lærum af mistökum okkar og í sameiningu
geta Frakkar og Islendingar tekið höndum
saman og gert enn betur næsta ár. Þegar
Búðahreppur verður 90 ára er kjörið tæki-
færi til að huga að spítalanum.
Philippe Bovet.
Sandblástur ■ Verktakavinna
Múrbrot • Vélaleiga o. fl.
Sævar Jónsson verktaki
Simboði 846 0599 • Bilasími 852 8132« Heimasími 475 1165* Vinnusími 475 1379 • Fax 475 1380
Alhliða bifreiðaviðgerðir og vélastillingar.
Dekkja-, smur-, varaliluta- og gjaldmælaþjónusta.
Rafgeymar, perur, þurrkublöð o. fl.
Fáskrúðsfirði • Sími 475 1166
Bíla- og búvélaverkstæðið
LJÓSALAND
FRANSKIR DAGAR 3