Franskir dagar - 01.07.1996, Side 4
Af samskiptum Fransara og Fáskrúðsfirðinga:
„Biskví for votaling"
eftir Kristján Þorvaldsson
Einu sinni var Fáskrúðsfjörður alþjóðleg-
ur bær - í þeim skilningi að það voru fleiri
sem vissu af honum utanlands en innan. Og
meira að segja gat „stórborgin" komið ung-
um sveitapiltum fyrir austan framandlega
fyrir sjónir. Þannig lýsir Breiðdælingurinn
séra Emil Björnsson upplifun sinni á
skemmtilegan hátt í endurminningum: „Fyrsta
stórborgin sem ég leit augum og gisti sem
fulltíða maður var Lundúnaborg, og þótt það
Franski spítalinn var glœsileg bygging sem þjón-
aði Fáskrúðsfirðingum ekki síður en Fransmönn-
um. Daggjöldin fyrir hvern íslenskan sjúkling
voru helmingurinn af daggjöldum fyrir Frakkana
þannig að Franska spítalafélagið niðurgreiddi
þjónustuna.
væri mikil upplifun jafnaðist það engan veg-
inn á við að koma til Fáskrúðsfjarðar í fyrsta
sinn. Eg hafði séð Kirkjubólskauptún í
Stöðvarfirði úr fjarlægð, en Búðakauptún í
Fáskrúðsfirði var fyrsta „stórborgin", sem
umlukti mig og hefir aldrei sleppt tökum sín-
um á mér.“
En líklega þótti útlendingum „stórborg-
in“ heldur fábrotin. Danski, kaþólski prest-
urinn, séra Max Osterhammel kom til Fá-
skrúðsfjarðar árið 1896 og hafði veg og
vanda að stofnun og starfrækslu kaþólska
sjúkrahússins á Fáskrúðsfirði, undanfara
franska spítalans. Hann minnist t.d. þeirra
„hvatningarorða" sem hann fékk áður en
hann lagði upp í ferðina til Fáskrúðsfjarðar:
„Mér var sagt að þar væru aðeins örfá hús,
en nóg af sudda og regni sem kuldinn breytti
svo eftir aðstæðum. Séra Frederiksen sagði
þess vegna við mig að skilnaði: „Vertu hug-
hraustur, sonur, þótt dvölin þama eystra
verði ekki sem ánægjulegust. Ég hef aðeins
einu sinni orðið þunglyndur um dagana og
það var þegar ég var á Fáskrúðsfirði."
(Múlaþing; Minningar frá Fáskrúðsfirði;
Haraldur Hannesson þýddi.)
Völdu Frakkar Fáskrúðsfjörð?
Færa má rök fyrir því að fljótlega upp úr
aldamótum, þegar áhrifa af siglingum
franskra sjómanna gætti sem mest, hafi
kauptúnið staðið í mestum blóma. Tengslin
við útlönd voru þá meiri en nokkru sinni síð-
ar og fjölbreytni í atvinnu einnig. Auk sjáv-
arútvegs, stunduðu þorpsbúar búskap, versl-
un og viðskipti og rekin var umfangsmikil
heilbrigðisþjónusta á staðnum. Allt þetta er
talið nauðsynleg forsenda þess að blómlegt
bæjarfélag þrífist nú á tímum. Ahrif Frakka
á samfélagið á Búðum hvað þetta varðar
voru ótvíræð, þótt ekki verði dregið úr þeini
athafnasemi og drift sem ríkti hjá þeim
norsku fjölskyldum sem fluttust til staðarins.
Marteinn Þorsteinsson, sem var um ára-
tugaskeið einn umsvifamesti kaupmaður og
útgerðarmaður á Búðum, lýsir því svo í
minningarbrotum sem Asgeir Jakobsson
skráði eftir honum háöldruðum og birtust í
Lesbók Morgunblaðsins 1970: „Þegar ég
kom á Búðir fyrst, 1895, voru þar 17 íbúðar-
hús og íbúarnir um 100 talsins. Þegar ég
kom þar næst 1902 voru íbúamir orðnir 300
talsins." Orsakir þorpsmyndunar telur Mart-
einn að rekja megi til þess að þarna hafi
landrými verið fyrir allmargt fólk til að hafa
nokkrar nytjar búskapar með róðrunum.
Staðurinn lá einnig betur við sveitaverslun
en verstöðvamar utar með firðinum. „Þama
var lífhöfn og styst til hennar af miðum
Fransmanna úti fyrir Austfjörðunum og
Fransmennimir leituðu geysimikið inn á
Manon á strandstað. Góssið var selt á uppboði en
Marteinn Þorsteinsson, kaupmaður, keypti skipið
og nýtti viðinn m.a. í bryggjuhús sem standa enn.
Vínið, um 6000 lítrar að því talið var, virtist liins
vegar hafa „gufað upp “ áður en varðskipið Óðinn
kom til að sœkja það tveimur árum eftir strandið.
Búðir seinni hluta nítjándu aldar. Það mátti
heita, að þeir hefðu þar fasta bækistöð um
skeið."
En af hverju völdu Frakkar Fáskrúðs-
fjörð? Þessi spuming hljómar stundum í
kollinum á okkur Fáskrúðsfirðingum. For-
sendur hennar eru þó að líkindum rangar.
Skýringin er líklega sú að þetta kom bara af
sjálfu sér.
Elín Pálmadóttir, blaðamaður, sem kynnt
hefur sér betur en nokkur annar sjónarmið
beggja, Islendinga og Frakka, styður þá
kenningu. Fyrri hluta vertíðar voru Frakkar á
veiðum fyrir Suðurlandi en í maí færðu þeir
sig austur og vestur með ströndinni. Sjó-
Krossar. Frökkunum sárnaði þegar grafreiturinn
drabbaðist niður og gerðu sjálfir átak í því að
koma fyrir nýjum krossum og reisa stail með
franskri krossfestingarmynd.
mennimir sem komu inn á firðina voru
“Bretónar" úr bæjum og þorpum á Goel-
strönd Bretagneskaga, og „Flandrarar" úr
þorpum og bæjum í Flandre Maritime, við
landamæri Belgíu og út fyrir Gravelines.
Bretónamir áttu erindi til að umskipa salt-
fisknum í fiskflutningskip en Flandrararnir,
sem söltuðu í tunnur, umstöfluðu inni á
fjörðunum. Auðvitað þurfti einnig að bæta
við vistir og þrífa skipin.
Fjörðurinn er rúmur og djúpur og liggur
vel að miðum. Þegar frönsku spítalaskipin
fóm fyrst að venja komur sínar á Islandsmið
þótti Fáskrúðsfjörður ennfremur álitlegur
kostur vegna þess að þar hafði kaþólska
kirkjan látið reisa lítinn spítala og markað
sérstakan grafreit fyrir franska sjómenn.
Þegar frönsk stjómvöld létu síðan reisa stór-
an spítala á Fáskrúðsfirði styrkti það kaup-
túnið enn frekar í sessi sem bækistöð Frakka
á Austurlandi. Spítali, eftir sams konar teikn-
ingu, var einnig reistur í Reykjavík, þar sem
nú er bamamúsíkskóli, en í Vestmannaeyj-
um var byggður minni spítali.
Blómatími Islandssiglinga franskra sjó-
manna var frá miðri 19. öld fram yfir fyrri
heimsstyrjöld. Síðasta skútan var hér við
land árið 1939. En í sjálfu sér stóð tími
franskra skútusjómanna á íslandsmiðum í
u.þ.b. 300 ár. Elínu Pálmadóttur telst svo til
að um 400 skip hafi ekki skilað sér til baka
af Islandsmiðum og alls hafi um 4000 menn
látið lífið. Sumir fómst en aðrir létust vegna
veikinda.“
Blómleg verslun
I bók Eiríks Sigurðssonar „Af Héraði og
úr Fjörðum“ er fjallað um samskipti fslend-
inga og franskra sjómanna í kaflanum
4 FRANSKIR DAGAR