Franskir dagar - 01.07.1996, Síða 6
inn fjörðinn og lagðist að Kompanísbryggju,
fyrir neðan. Skipstjóri var Hreinn Pálsson og
var hann með úrvals áhöfn, vaska menn úr
þorpinu. „Atta strákar á Andrey fóru í spari-
fötin og héldu beint upp í Templarann. Þeir
áttu flestir sínar vinkonur á ballinu, en kon-
súllinn við dyrnar ætlaði að varna þeim inn-
göngu. Þeir létu ekki segja sér fyrir verkum
og ruddu salinn.“ Er skemmst frá að segja að
þeir ráku síðan sjóliðana, með hjálp ungra
drengja í þorpinu, ofan í skipsbátana sem
fluttu þá síðan um borð.
Þegar skúturnar komu inn í maí var gerð allsherj-
ar hreingerning, á skipum og mönnum. Þá kornu
lœkimir á Búðum að góðum notum og þar blönd-
uðu börnin oft geði við sjómennina og þáðu fran-
skt biskví.
Gamlir Fáskrúðsfirðingar minnast þess
gjarnan þegar Manon frá Dunkerque strand-
aði utan við Kolfreyjustað. Skipverjar voru
22 og björguðust allir en ekki tókst að ná
skipinu aftur á flot. Marteinn Þorsteinsson
keypti skipið og lét nota úr því, sem hægt
var, í bryggjuhús. Dekkið úr Manon er gólf-
ið í bryggjuhúsinu og stendur enn. Vínið úr
skipinu, um 6000 lítrar og allt í trétunnum,
var hins vegar flutt í kjallara spítalans þar
sem það stóð í lokuðu herbergi. Vínið til-
heyrði ríkinu og tveimur árum síðar kom
varðskipið Oðinn inn að sækja það en þá var
ljótt um að litast í kjallaranum. „Flestar
tunnurnar í stöfum,“ er haft eftir Þorvaldi
Jónssyni í Morgunblaðsviðtalinu. „Höfðu
auðvitað gisnað á svo löngum tíma og ekki
dropi eftir að víninu,“ bætti hann við og
skýrði síðan ástæðuna en um þetta leyti var
unnið að því að setja upp rafstöð fyrir nokk-
ur hús í útbænum og var hún staðsett í stóru
herbergi í kjallara spítalans. Við það unnu
tveir vélstjórar og var talsverður gestagang-
ur hjá þeim og oft glatt á hjalla.
Þjónuðu Fáskrúðsfirðingum
Saga franskra fiskimanna á Fáskrúðsfirði
er sumpart einstök vegna þess að þar var
byggð upp sérstök aðstaða fyrir þá. Fyrst að
frumkvæði kaþólsku kirkjunnar sem sendi
danska prestinn Max Osterhammel, sem
áður er getið, til að reisa spítala. Með honum
komu fjórar reglusystur, þar af tvær fransk-
ar. Kaþólski spítalinn reis fljótt og vel og
stendur enn. Fáskrúðsfirðingar þekkja hann
sem hið fallega og vinalega hús Grund.
Þörfin fyrir þessa þjónustu var afar brýn
og höfðu séra Osterhammel og systurnar í
nógu að snúast. Auk starfanna í þágu Frakka
stunduðu systurnar hvers konar þjónustu við
íbúana á staðnum og í sveitunum. Oster-
hammel lýsir því t.d. að eitt sinn hafi systir
Justine bundið um meiðsl bóndadóttur sem
hafði hlotið framhandleggsbrot. „Brotið var
að vísu ekki vandasamt meðferðar, en bein-
ið var samt allt úr skorðum og þarfnaðist
kunnáttusamlegrar meðferðar. Að þrem vik-
um liðnum sást ekkert eftir af brotinu og
handleggur stúlkunnar var jafn sveigjanleg-
ur og áður. Auðvitað gladdist móðirin ekki
síður en stúlkubamið sjálft yfir því að hún
skyldi nú geta beitt handleggnum frjálst og
óhindrað.“ Osterhammel segir jafnframt að
álagið á systumar hafi verið mikið og þær
sjaldnast komist til náða fyrr en undir mið-
nætti og oft og einatt síðar. I frásögn sinni
víkur Osterhammel að greiðvikni konsúlsins
á Fáskrúðsfirði á þessum tíma, Carli Andre-
as Tulinius, og hlýlegum móttökum bæjar-
búa.
En saga litla, kaþólska sjúkrahússins varð
ekki löng. I Frakklandi vom átök milli ríkis
og kirkju og stutt í hreinan aðskilnað. Ríkið
hætti að styrkja litla spítalann, fyrirvara-
laust. Oeuvres de Mer-samtökin, Frönsku
spítalasamtökin, hlupu þá undir bagga í
samvinnu við dönsku kaþólikkanna og tóku
yfir rekstrarkostnaðinn í u.þ.b. eitt ár, því
einungis var búið að reisa gmnninn að nýja
spítalanum sem franska ríkið stóð að. Rekst-
ur spítalaskipanna hafði einnig brostið eftir
að dró stórlega úr styrk franska ríkisins.
En nýi spítalinn átti eftir að standa fyrir
sínu. Framkvæmdir hófust 1903 og hann var
tekinn í notkun 1904. Læknir var Georg Ge-
orgsson en hann talaði góða frönsku og var
jafnframt konsúll og fulltrúi Franska spítala-
félagsins. I spítalanum voru 17 rúm í þrem-
ur fimm manna stofum og einangrunarstofa
fyrir berkla- og taugaveikissjúklinga. Georg
læknir þótti afar hæfur og nýtti hann einnig
spítalann til að þjóna íbúunum og sem
skurðstofu. Meðan samskiptin voru mest við
Frakka, fram að fyrri heimsstyrjöld, var spít-
alinn fullnýttur. Síðan dró úr starfseminni og
að lokum stóð spítalinn auður. Georg, keypti
húsið 1933 þegar hann lét af embætti héraðs-
læknis en það lenti svo á Landsbankanum
sem framseldi síðan hreppnum húsið fyrir 10
þúsund krónur árið 1944. Síðan var húsið
flutt út í Hafnarnes sem íbúðarhús en hefur
síðustu áratugi staðið autt og opið fyrir vind-
um og vatni, eins og Fáskrúðsfirðingum er
kunnugt.
Menningarverðmæti
Heimildasöfnun Elínar Pálmadóttur hef-
ur leitt í ljós að þjónusta franska spítalans
við Fáskrúðsfirðinga var einstök. Fyrsta árið
var daggjaldið fyrir frönsku sjúklingana 1,50
en fyrir þá íslensku ekki nema 75 aurar, að-
eins hálft verð. Samkvæmt fullyrðingum
fransks spítalalæknis í heimildum, sem Elín
vitnar til í bók sinni, var ógerlegt að hjúkra,
fæða og hirða um sjúklinga á íslandi fyrir 75
aura á dag. Tapið var því greitt af Franska
spítalafélaginu. Samkvæmt sömu heimild
tók spftalinn á móti 32 sjúklingum frá 1. júní
1905 til apríl 1906. Þar af voru 14 franskir,
hinir Islendingar.
Annað dæmi um niðurníðslu franskra
menja er franski grafreiturinn, sem við Fá-
skrúðsfirðingar köllum gjaman Krossa. Upp
úr aldamótum hafði Frökkunum misboðið
aðkontan að garðinum. Presturinn frá Oeu-
vres de Mer-samtökunum ákvað að bæta úr
því með aðstoð skipvetja á eftirlitsskipinu
La Manche. A vígsludegi voru komnir nýir
krossar á öll leiðin og búið að reisa þar stall
með franskri krossfestingarmynd. Á grafim-
ar voru síðan lögð blóm úr hlíðinni fyrir
ofan.
Kirkjugarðurinn drabbaðist aftur niður
eftir að komum frönsku skipana lauk en árið
1959, þegar síðasta franska herskipið kom til
Fáskrúðsfjarðar og fyrir milligöngu franska
sendiráðsins, var sléttað yfir leiðin og nöfn-
in af þeim krossum, sem hægt var að lesa,
skráð á stallinn á nýju krossmerki. Reiturinn
var jafnframt afmarkaður með hvítmáluðum
steinum.
Elín Pálmadóttir gekk í það fyrir tæpum
tuttugu árum að senda nöfn þeirra 49 sjó-
Georg Georgsson lœknir og konsúll og Karen
Wathne kona hans. I baksýn er lœknisbústaðurinn.
Georg þótti afar hœfur lœknir og þjónaði jafnt Fá-
skrúðsfirðingum og Frökkum.
manna, sem skráð eru á stallinn, til Frakk-
lands. Séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson
greiddi götu hennar í þeim efnum og hafði
þá þegar skrifað niður nöfnin sem sum hver
voru orðin óskýr. Frakkamir vom afar þakk-
látir fyrir þessa sendingu og nöfnunum vom
valinn sérstakur staður á safni í Paimpol og
skráð í skjalasafn í Dunkerque. Stærsta dag-
blaðið í Paimpol birti einnig nöfnin og kall-
aði þannig eftir viðbrögðum ættingja. „Eftir
að hafa farið í öll þorp og bæi á slóðurn ís-
landssjómannanna og hitt allan þann mikla
fjölda afkomenda þeirra og aðra, sem höfðu
atvinnu af veiðunum, veit ég að minningin
um Islandssiglingarnar liflr ennþá,“ segir
Elín.
Ljóst er að minningin lifir líka á Fá-
skrúðsfírði og þar má enn gera betur til að
varðveita þann merkilega menningararf sem
sjómennirnir skildu eftir.
6 FRANSKIR DAGAR